Grenivík eignar sér Ægissíðu 19. júní 2007 05:00 Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson stafsetti Ægisíðu vitlaust á nýjustu plötu sinni. MYND/GVA „Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur. Jóni var bent á mistökin á tónleikum sínum á Grenivík á dögunum þar sem gatan Ægissíða liggur um bæinn. Þar í bæ er hún aftur á móti skrifuð með tveimur essum. Þess má jafnframt geta að húsið Hagamelur er einnig til á Grenivík, sem gerir tengingu plötunnar við bæjarfélagið ennþá merkilegri. „Þeir eru að reyna að eigna sér lagið og það er hið besta mál. Ég hef bara aldrei labbað fjöruna þar. Þetta gerir það kannski að verkum að fleiri geta tekið þetta til sín, þessa gönguferð mína um Ægisíðuna,“ segir Jón. „Þetta er eitthvað sem enginn hafði minnst á fyrr en á Grenivík. Ég held að Reykvíkingar séu kannski ekki með það á hreinu hvernig á að skrifa Ægisíða.“ Jón leggur til að í stað þess að fimm þúsund eintök af plötunni verði innkölluð bregðist Reykjavíkurborg við mistökunum með því að skipta um götuskiltin sem merkt eru Ægisíða. Þannig verði málið leyst á afar farsælan hátt. Hagamelur hefur verið söluhæsta plata landsins að undanförnu og er Jón vitaskuld hæstánægður með það. „Þetta er mjög gaman en eftir því sem árunum fjölgar kippir maður sér minna upp við þetta. Nú er það mitt mál að halda disknum gangandi út sumarið og helst reyna að láta hann svífa yfir í jólatraffíkina,“ segir hann. Jón, sem hélt útgáfutónleika í Iðnó fyrir skömmu, er kominn í nokkurra vikna frí en heldur síðan ótrauður áfram með tónleikahald síðar í sumar. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur. Jóni var bent á mistökin á tónleikum sínum á Grenivík á dögunum þar sem gatan Ægissíða liggur um bæinn. Þar í bæ er hún aftur á móti skrifuð með tveimur essum. Þess má jafnframt geta að húsið Hagamelur er einnig til á Grenivík, sem gerir tengingu plötunnar við bæjarfélagið ennþá merkilegri. „Þeir eru að reyna að eigna sér lagið og það er hið besta mál. Ég hef bara aldrei labbað fjöruna þar. Þetta gerir það kannski að verkum að fleiri geta tekið þetta til sín, þessa gönguferð mína um Ægisíðuna,“ segir Jón. „Þetta er eitthvað sem enginn hafði minnst á fyrr en á Grenivík. Ég held að Reykvíkingar séu kannski ekki með það á hreinu hvernig á að skrifa Ægisíða.“ Jón leggur til að í stað þess að fimm þúsund eintök af plötunni verði innkölluð bregðist Reykjavíkurborg við mistökunum með því að skipta um götuskiltin sem merkt eru Ægisíða. Þannig verði málið leyst á afar farsælan hátt. Hagamelur hefur verið söluhæsta plata landsins að undanförnu og er Jón vitaskuld hæstánægður með það. „Þetta er mjög gaman en eftir því sem árunum fjölgar kippir maður sér minna upp við þetta. Nú er það mitt mál að halda disknum gangandi út sumarið og helst reyna að láta hann svífa yfir í jólatraffíkina,“ segir hann. Jón, sem hélt útgáfutónleika í Iðnó fyrir skömmu, er kominn í nokkurra vikna frí en heldur síðan ótrauður áfram með tónleikahald síðar í sumar.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira