Sport

Henríetta lánuð til Þór/KA
Henríetta Ágústsdóttir mun leika með Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún kemur á láni frá Stjörnunni.

Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH
Fótboltakonan Snædís María Jörundsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna á ný eftir eitt og hálft tímabil í herbúðum FH.

Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið
Tindastóll á stuðningsmenn víða og þar á meðal á hinu háa Alþingi þar sem Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, flutti ræður í Tindastólstreyju í tilefni dagsins.

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Gylfi Þór Sigurðsson er sá leikmaður sem hefur valdið mestum vonbrigðum það sem af er leiktíð í Bestu deild karla samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar. Gylfa hefur ekki tekist að setja mark sitt á leik Víkinga þar sem af er móti.

NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers
Dómurum leiks Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves varð á í messunni undir lok leiks liðanna þegar Luka Doncic fékk ekki villu er Jaden McDaniels braut á honum.

Haraldur tekur við Fram af Rakel
Fram hefur gengið frá ráðningu á Haraldi Þorvarðarsyni sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta. Hann tekur við því af Rakel Dögg Bragadóttur.

Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er gengin aftur í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta á láni frá skoska félaginu Rangers. Hún mun spila með Breiðabliki næstu tvo mánuðina.

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
„Ég vona bara að þessir aðilar fari alla leið og reyni að klára þetta verkefni sitt, að bola mér út, svo að þetta geti farið á eitthvað dómstig. Það er eiginlega það sem ég óska mér. Að ég fái einhvern tímann alvöru rannsókn.“ Þetta segir körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson í kjölfar skýrslu Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs um hans störf.

Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag
Fótboltamaðurinn Dagur Örn Fjeldsted er genginn í raðir FH á láni frá Breiðabliki. Lánssamningurinn gildir út tímabilið en eftir það eiga FH-ingar forkaupsrétt á honum.

„Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, segir pressuna á liðinu ekki meiri fyrir leik kvöldsins gegn Álftanesi í undanúrslitum Bónus deildarinnar í körfubolta sökum þeirrar staðreyndar að þeir leiki á heimavelli og að einvígið sé nú í járnum.

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Umhyggjuhöllin stóð ekki alveg undir nafni þegar Stjarnan og Grindavík áttust við í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Stuðningsmönnum liðanna lenti saman og hnefarnir voru látnir tala.

Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik
Sigur KR á ÍA á sunnudaginn, 5-0, var stærsti sá stærsti sem KR-ingar hafa unnið á Skagamönnum í efstu deild frá upphafi.

Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Þeir Albert Brynjar Ingason og Arnar Grétarsson sammæltust um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að FH-ingar verði í fallbaráttu í sumar. Hafnfirðingar eru í botnsæti Bestu deildar karla og hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum
DeAndre Kane var sæll og sáttur eftir sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 91-105, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Hann segir að tapið í öðrum leiknum hafi verið eitt það erfiðasta á löngum ferli.

Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót
Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á skipuleggjendur Opna mótsins, elsta golfmóts í heimi og eitt fjögurra risamóta golfsins, að halda það á velli í eigu Bandaríkjaforseta í Skotlandi. Þau eru sögð leita allra leiða til þess að komast í mjúkinn hjá forsetanum.

Laugardalsvöllur tekur lit
Sértilgerð saumavél er að störfum á Laugardalsvelli þar sem unnið er dag og nótt í von um að Ísland geti spilað þar landsleik í júní. Tímarammi framkvæmdanna stendur og formaður KSÍ er bjartsýnn að markmiðið takist.

Mesta rúst í sögu NBA
Cleveland Cavaliers sýndi einstaka yfirburði þegar liðið sló út Miami Heat og kom sér í undanúrslit austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta.

Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn
Það er alvarlegt mál að körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson tali um að „gera tilraunir“ á börnum með þjálfunaraðferðum sínum og áhyggjuefni að hann telji sig í því sambandi geta treyst á eigið innsæi, án þess að styðjast við viðurkennd fræði eða gagnreynda aðferðafræði.

„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“
Bjarki Gunnlaugsson vildi ljúka fótboltaferli sínum, ferli sem honum þótti sjálfum ekkert sérstakur, með sem allra bestum hætti og lagði allt í sölurnar fyrir sumarið 2012. Um þetta ræddi hann í þáttaröðinni A&B sem fjallar um Skagatvíburana Arnar og Bjarka.

Draumur Brassa um Ancelotti að rætast
Þjálfarinn sigursæli Carlo Ancelotti er á lokametrunum með Real Madrid og hefur komist að samkomulagi um að verða næsti landsliðsþjálfari Brasilíu í júní. Þar með verður hann einn hæst launaði landsliðsþjálfari heims.

Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram
Valur og Víkingur skildu jöfn, 1-1, í stórleik 4. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöld á meðan að Fram vann 3-0 gegn Aftureldingu. ÍBV hélt áfram að koma á óvart með 3-2 sigri á Stjörnunni í Garðabæ. Öll mörkin má nú sjá á Vísi.

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Þegar ÍBV tryggði sér krafta bandaríska framherjans Allison Lowrey í vetur fékk félagið ekki bara góðan liðsstyrk í Lengjudeildina heldur einnig TikTok-stjörnu með fleiri fylgjendur en búa á Íslandi.

Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda
Vegna umfangsmiklu og óútskýrðu rafmagnstruflananna á Íberíuskaga þurfti að hætta keppni á Opna Madrídar-mótinu í tennis á mánudag. Var það gert til að tryggja almennt öryggi keppenda.

Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar
Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Það er Reykjavíkurslagur af bestu gerð í Bestu deild kvenna og þá taka Íslandsmeistararnir á móti nýliðunum. Stórleikur kvöldsins er svo í Lundúnum þar sem Skytturnar hans Mikel Arteta mæta iðnaðarmönnunum hans Luis Enrique.

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld.

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld.

Leeds sló eigið stigamet
Leeds United hefur slegið eigið stigamet í ensku knattspyrnunni.

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enska knattspyrnufélagið Aston Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu úrvalsdeildarinnar á leikdegi félagsins gegn Tottenham Hotspur. Leikurinn á að fara fram sunnudaginn 18. maí en í yfirlýsingu Tottenham segir að félagið hafi þegar rætt við úrvalsdeildina um að færa leikinn.

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, fagnaði sigri í Úlfarsárdalnum í kvöld þegar Fram lagði Aftureldingu í Bestu-deild karla í kvöld. Rúnar hrósaði Mosfellingum fyrir sína spilamennsku og var afar ánægður með að sigurinn og mörkin þrjú.

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Nokkrir stuðningsmenn Vals mættu með borða á leik liðsins gegn Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. var skilaboðunum beint til Gylfa Þórs Sigurðssonar sem gekk í raðir Víkings frá Val fyrir leiktíðina.