Enski boltinn

Girti niður um liðsfélagann í markafagni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kieran Morgan fagnar sigurmarki sínu fyrir Queens Park Rangers í vikunni.
Kieran Morgan fagnar sigurmarki sínu fyrir Queens Park Rangers í vikunni. Getty/Andrew Redington

Kieran Morgan var hetja Queens Park Rangers í ensku B-deildinni í dramatískum sigri á Íslendingaliðinu Birmingham í vikunni.

Þessi nítján ára gamli strákur kom inn á sem varamaður á 86. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir QPR. Birmingham náði að jafna á þriðju mínútu uppbótartímans en Morgun átti lokaorðið.

Hann skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu uppbótartímans og tryggði sínu liði þrjú stig.

Morgan fagnaði markinu vel eins og einn stuðningsmaður Queens Park Rangers náði vel á mynd. Hann náði því líka þegar liðsfélagi Morgan girti niður um hann.

Morgan hafði fagnað með því að rífa sig úr treyjunni og endaði þarna á nærbuxunum einum saman þótt hann hafi vissulega verið fljótur að girða sig á ný.

Gleðin var líka svo mikil að Morgan tók þessu gríni ekkert illa og faðmaði bara stríðnispúkann strax á eftir.

Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×