Sport

„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“
Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir.

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
KA greindi í dag frá því að búið væri að semja við varnarsinnaða miðjumanninn Marcel Rømer sem kemur til félagsins eftir að hafa áður verið fyrirliði danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby.

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Afturelding og ÍBV eru nýliðar í Bestu deild karla í fótbolta og náðu bæði í sitt fyrsta stig í deildinni í gær. Það er hins vegar algjör markaskortur á báðum vígstöðvum eftir þess fyrstu tvo leiki Íslandsmótsins.

Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn
Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur verið að gera frábæra hluti á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólagolfinu, með LSU Tigers frá Louisiana State háskólanum. Markmiðin eru háleit og skýr svo að hann sneiðir hjá partýunum á háskólasvæðinu.

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Anna Svava Knútsdóttir heldur áfram að koma með ráð fyrir leikmenn Bestu deildar kvenna, fyrir fótboltasumarið. Í nýjustu auglýsingunni fer hún yfir það hvernig á að fagna mörkum.

Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tryggði sér sigur í Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi eftir dramatískan sigur í umspili.

Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Kalt loftslag hefur reynst fyrrum landsliðsmarkverðinum Ögmundi Kristinssyni erfitt. Hann hefur glímt við þrálát nárameiðsli eftir heimkomu í Val og er óviss um hvenær hann getur snúið aftur á völlinn. Hann segir það hjálpa sér að eiga nýfætt barn heima til að annast.

Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 4. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“
Íslensk-hollenska fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir átti frábæra endurkomu í hóp þeirra bestu á heimsbikarmóti í Osijek í Króatíu í gær.

Fékk síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti
Íslenski sundmaðurinn Anton Sveinn McKee setti sundhettuna upp á hillu í lok síðasta árs en hann var þó ekki búinn að taka við síðasta bikarnum á ferlinum

Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót?
Rory McIlroy viðurkenndi að hann var farinn að hugsa um það hvort að það kæmi kannski aldrei að honum eftir að hafa beðið í ellefu ár eftir að fullkomna alslemmu golfsins. Í gærkvöldi komst hann loksins í græna jakkann eftirsótta og hefur því unnið öll risamótin á ferli sínum.

Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins
Ástralska knattspyrnukonan Aivi Luik féll á lyfjaprófi í fyrra og var í kjölfarinu dæmd í þriggja mánaða bann. Nú hefur hún verið sýknuð og fengið uppreisn æru sinnar.

Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla
Vestri, Víkingur og Fram fögnuðu öll sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar önnur umferðin fór af stað. Nú ná sjá mörkin úr leikjunum hér á Vísi.

Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Vitor Pereira stýrði Wolves til 4-2 sigurs á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fjórði sigurleikur Úlfanna í röð og þeir hafa ekki náð því í meira en hálfa öld.

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Mapi León, varnarmaður Barcelona, var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að snerta andstæðing á óviðeigandi hátt í leik gegn Espanyol í febrúar.

Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið
Rory McIlroy getur loksins kallað sig Mastersmeistara eftir dramatískan sigur hans á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi.

Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum
Knattspyrnumaður lést af sárum sínum eftir að hafa lent í miklu samstuði í bikarleik í Perú.

Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, úrslitarimma, uppgjörsþættir og Karólína Lea
Fjöruga dagskrá má finna á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan mánudaginn. Grindavík getur klárað einvígið gegn Val, tveir leikir fara fram í Bestu deildinni og Stúkan gerir síðan umferðina upp, Lögmál leiksins tekur allt NBA tímabilið fyrir og Karólína Lea kemur sjóðheit úr landsleikjahlé í leik með Bayer Leverkusen.

McIlroy vann Masters í bráðabana
Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari á Masters og kláraði þar með alslemmuna eftirsóttu, þrátt fyrir að lenda í heilmiklum vandræðum á lokadeginum og þurfa að fara í bráðabana gegn Justin Rose.

„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Það var glatt yfir Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, þegar hann mætti í viðtal eftir stórkostlegan 4-2 sigur Fram gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks nú í kvöld.

Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald
Kylian Mbappé fékk beint rautt spjald fyrir groddaralega tæklingu fyrr í dag. Davide Ancelotti, aðalþjálfari Real Madrid í fjarveru föður síns Carlo, segir Mbappé ekki ofbeldisfullan að eðlisfari, hann hafi brugðist illa við brotum en átt skilið rautt spjald.

„Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“
Valur sendi Þórsara í sumarfrí í Bónus deild kvenna í kvöld þegar þær höfðu betur með fimm stigum 75-70 og um leið 3-1 í seríu.

Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí
Valur tók á móti Þór Akureyri í 8-liða úrsltium Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir mikinn baráttuleik var það lið Vals sem reyndist sterkari í lokin og höfðu betur 75-70 og 3-1 í einvíginu.

Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt
Víkingur vann afar sannfærandi 4-0 sigur þegar liðið fékk KA í heimsókn á Víkingsvöll í Fossvogi í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er þar af leiðandi með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.

Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur
Fram átti ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik og sigraði Breiðablik 4-2 í annarri umferð Bestu deildar karla. Blikar tóku tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Framarar settu fjögur mörk á tæpum tíu mínútna kafla seint í seinni hálfleik og tryggðu sín fyrstu þrjú stig á tímabilinu.

„Einbeitum okkur að fimmtudeginum“
Ruben Amorim sá Manchester United fá á sig fjögur mörk í fyrsta sinn síðan hann tók við störfum, í 4-1 tapi gegn Newcastle fyrr í dag. Hann var fljótur að færa fókusinn frá tapinu yfir á fimmtudaginn, þegar Manchester United mætir Lyon í seinni leik Evrópudeildareinvígisins, og segir markmanninn Andre Onana hafa þurft að aftengja sig í dag.

„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Afturelding og ÍBV gerðu 0-0 jafntefli í nýliðaslag í Bestu deild karla í dag. Bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigurinn og Oliver Heiðarsson framherji Eyjamanna var svekktur með niðurstöðuna eftir leik.

Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari
Pick Szeged er ungverskur bikarmeistari eftir 31-30 sigur í úrslitaleik gegn Veszprém.

Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Nýliðar Bestu deildarinnar, Afturelding og ÍBV, gerðu markalaust jafntefli sín á milli í fyrsta úrvalsdeildarleiknum frá upphafi á Malbiksstöðinni við Varmá. Bæði lið eru því með eitt stig að tveimur umferðum loknum.