Fótboltamaður skotinn til bana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2025 06:31 Mario Pineida var leikmaður Barcelona SC í Ekvador en hér sést hann með fyrirliðabandið í leik með liðinu. Getty/Franklin Jacome/ Ekvadorska lögreglan tilkynnti á miðvikudag að fótboltamaðurinn Mario Pineida hefði verið skotinn til bana. Pineida var 33 ára varnarmaður Barcelona de Guayaquil og þetta virðist hafa verið skipulögð árás en ofbeldi eykst í landinu þessi misserin. Pineida var fyrirliði liðsins sem sem ber sama nafn og spænska stórliðið. Annar einstaklingur, sem lögreglan hefur ekki nafngreint, lést einnig í atvikinu og sá þriðji særðist. Innanríkisráðuneyti Ekvador staðfesti andlát Pineida án þess að gefa frekari upplýsingar. Barcelona de Guayaquil sagði í yfirlýsingu að stuðningsmenn félagsins syrgðu andlát Pineida. Pineida hóf atvinnumannaferil sinn hjá Independiente del Valle þar sem hann lék frá 2010 til 2015. Hann gekk síðan til liðs við félagið í strandborginni Guayaquil árið 2016 og vann þar tvo deildartitla. Varnarmaðurinn lék einnig stuttlega með brasilíska liðinu Fluminense árið 2022. Pineida spilaði átta landsleiki fyrir Ekvador á ferlinum og var hluti af landsliði Ekvador á HM 2018 og 2022. Es inmensamente triste el asesinato de Mario Pineida, jugador histórico del Barcelona Sporting Club.¡Hasta siempre, Pitbull! pic.twitter.com/NUbkvT2vAl— Historia Barcelona S.C. (@Historia_BSC) December 17, 2025 Ekvörskir fjölmiðlar greindu frá því að atvikið hafi átt sér stað á Samanes-svæðinu í norðurhluta Guayaquil, sem er 265 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Quito. Búist er við að þetta ár verði það ofbeldisfyllsta í sögu Ekvador með yfir níu þúsund morð, samkvæmt ekvadorsku eftirlitsstofnuninni með skipulagðri glæpastarfsemi. Sú tala var 7.063 ofbeldisfull dauðsföll á síðasta ári og þáverandi metfjöldi 8.248 árið 2023. Daniel Noboa forseti hefur heitið því að berjast gegn glæpasamtökum sem hafa aukið starfsemi sína á ekvadorsku yfirráðasvæði í tengslum við alþjóðlega fíkniefnahringi. Í nóvember lést sextán ára knattspyrnumaður frá Independiente del Valle af völdum flækingskúlu einnig í Guayaquil. Tveimur mánuðum fyrr létust Maicol Valencia og Leandro Yépez, báðir leikmenn Exapromo Costa, og Jonathan González, leikmaður 22 de Junio, af völdum skotsára. pic.twitter.com/eWcELBpUs2— BARCELONA S.C. (@BarcelonaSC) December 17, 2025 Ekvador Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Pineida var 33 ára varnarmaður Barcelona de Guayaquil og þetta virðist hafa verið skipulögð árás en ofbeldi eykst í landinu þessi misserin. Pineida var fyrirliði liðsins sem sem ber sama nafn og spænska stórliðið. Annar einstaklingur, sem lögreglan hefur ekki nafngreint, lést einnig í atvikinu og sá þriðji særðist. Innanríkisráðuneyti Ekvador staðfesti andlát Pineida án þess að gefa frekari upplýsingar. Barcelona de Guayaquil sagði í yfirlýsingu að stuðningsmenn félagsins syrgðu andlát Pineida. Pineida hóf atvinnumannaferil sinn hjá Independiente del Valle þar sem hann lék frá 2010 til 2015. Hann gekk síðan til liðs við félagið í strandborginni Guayaquil árið 2016 og vann þar tvo deildartitla. Varnarmaðurinn lék einnig stuttlega með brasilíska liðinu Fluminense árið 2022. Pineida spilaði átta landsleiki fyrir Ekvador á ferlinum og var hluti af landsliði Ekvador á HM 2018 og 2022. Es inmensamente triste el asesinato de Mario Pineida, jugador histórico del Barcelona Sporting Club.¡Hasta siempre, Pitbull! pic.twitter.com/NUbkvT2vAl— Historia Barcelona S.C. (@Historia_BSC) December 17, 2025 Ekvörskir fjölmiðlar greindu frá því að atvikið hafi átt sér stað á Samanes-svæðinu í norðurhluta Guayaquil, sem er 265 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Quito. Búist er við að þetta ár verði það ofbeldisfyllsta í sögu Ekvador með yfir níu þúsund morð, samkvæmt ekvadorsku eftirlitsstofnuninni með skipulagðri glæpastarfsemi. Sú tala var 7.063 ofbeldisfull dauðsföll á síðasta ári og þáverandi metfjöldi 8.248 árið 2023. Daniel Noboa forseti hefur heitið því að berjast gegn glæpasamtökum sem hafa aukið starfsemi sína á ekvadorsku yfirráðasvæði í tengslum við alþjóðlega fíkniefnahringi. Í nóvember lést sextán ára knattspyrnumaður frá Independiente del Valle af völdum flækingskúlu einnig í Guayaquil. Tveimur mánuðum fyrr létust Maicol Valencia og Leandro Yépez, báðir leikmenn Exapromo Costa, og Jonathan González, leikmaður 22 de Junio, af völdum skotsára. pic.twitter.com/eWcELBpUs2— BARCELONA S.C. (@BarcelonaSC) December 17, 2025
Ekvador Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira