Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2025 08:03 Ýmir Örn Gíslason hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu og með á átta stórmótum í röð. Vísir/Vilhelm Hvaða átján leikmenn verða í EM-hópi landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar? Það kemur í ljós eftir hádegi í dag. Snorri Steinn mun þá segja frá vali sínu og verður blaðamannafundurinn í beinni hér á Vísi. Það er ljóst að margir leikmenn íslenska liðsins eru öruggir með sæti sitt í hópnum en aðrir eru mun tæpari. Ríkissjónvarpið mun sýna leiki Íslands í beinni eins og áður og RÚV fékk þrjá sérfræðinga sína á mótinu til að velja sinn átján manna EM-hóp. Þetta eru þeir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson. Það er athyglisvert að skoða hóp þessara þriggja sem hafa farið á ófá stórmótin með íslenska landsliðinu og þekkja liðið og aðstæðurnar inn og út. Þrettán í hópnum hjá öllum Þrettán leikmenn voru í hópnum hjá þeim öllum og ættu því að vera nokkuð öruggir með sætið sitt. Það eru eftirtaldir leikmenn: Björgvin Páll Gústavsson, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnar Freyr Arnarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson, Elliði Snær Viðarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarsson, Janus Daði Smárason, Orri Freyr Þorkelsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson. Það ætti því að vera mun meiri vafi um fimm síðustu sætin í hópnum. Fimm leikmenn standa framar en aðrir því þeir voru í tveimur af þessum þremur hópum. Það eru þeir Andri Már Rúnarsson, Kristján Örn Kristjánsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Stiven Tobar Valencia og Þorsteinn Leó Gunnarsson. Fimm standa mun tæpar Aðrir fimm leikmenn standa hins vegar mun tæpar því þeir voru bara í hópnum hjá einum af þessum þremur sérfræðingum. Það eru þeir Bjarki Már Elísson, Jón Bjarni Ólafsson, Reynir Þór Stefánsson, Sveinn Jóhannsson og Ýmir Örn Gíslason. Það kæmi verulega á óvart ef Jón Bjarni Ólafsson eða Reynir Þór Stefánsson færu með enda hafa þeir ekki farið á stórmót áður. Hinir þrír hafa verið oft með. Fastamaður á útileið? Það vekur vissulega athygli að sjá Ými í þeim tæpasta hópi. Ýmir hefur verið fyrirliði landsliðsins og fastamaður í mörg ár. Bæði Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson vilja hins vegar henda honum út úr landsliðinu. Ýmir hefur verið með í síðustu átta stórmótum íslenska liðsins en hann færði sig frá Rhein-Neckar Löwen til Göppingen fyrir 2024-25 tímabilið. Kári, sem sjálfur er línumaður, vill frekar veðja á Jón Bjarna Ólafsson, línumann FH-liðsins, en Logi vill frekar taka Svein Jóhannsson, línumann Chambéry í Frakklandi. Eins og sést á hópnum þessara þriggja sérfræðinga þá er munurinn aðallega tengdur því hvort þeir vilja fleiri í eina stöðu á kostnað annarrar. Logi vill bara taka tvo leikstjórnendur, Kári vill bara taka einn hægri hornamann og Ólafur vill bara taka tvær hægri skyttur. Svo er það auðvitað bara Snorri Steinn sem ræður og það verður fróðlegt að sjá hvaða átján leikmenn fá náð fyrir augum hans seinna í dag. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Snorri Steinn mun þá segja frá vali sínu og verður blaðamannafundurinn í beinni hér á Vísi. Það er ljóst að margir leikmenn íslenska liðsins eru öruggir með sæti sitt í hópnum en aðrir eru mun tæpari. Ríkissjónvarpið mun sýna leiki Íslands í beinni eins og áður og RÚV fékk þrjá sérfræðinga sína á mótinu til að velja sinn átján manna EM-hóp. Þetta eru þeir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson. Það er athyglisvert að skoða hóp þessara þriggja sem hafa farið á ófá stórmótin með íslenska landsliðinu og þekkja liðið og aðstæðurnar inn og út. Þrettán í hópnum hjá öllum Þrettán leikmenn voru í hópnum hjá þeim öllum og ættu því að vera nokkuð öruggir með sætið sitt. Það eru eftirtaldir leikmenn: Björgvin Páll Gústavsson, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnar Freyr Arnarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson, Elliði Snær Viðarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarsson, Janus Daði Smárason, Orri Freyr Þorkelsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson. Það ætti því að vera mun meiri vafi um fimm síðustu sætin í hópnum. Fimm leikmenn standa framar en aðrir því þeir voru í tveimur af þessum þremur hópum. Það eru þeir Andri Már Rúnarsson, Kristján Örn Kristjánsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Stiven Tobar Valencia og Þorsteinn Leó Gunnarsson. Fimm standa mun tæpar Aðrir fimm leikmenn standa hins vegar mun tæpar því þeir voru bara í hópnum hjá einum af þessum þremur sérfræðingum. Það eru þeir Bjarki Már Elísson, Jón Bjarni Ólafsson, Reynir Þór Stefánsson, Sveinn Jóhannsson og Ýmir Örn Gíslason. Það kæmi verulega á óvart ef Jón Bjarni Ólafsson eða Reynir Þór Stefánsson færu með enda hafa þeir ekki farið á stórmót áður. Hinir þrír hafa verið oft með. Fastamaður á útileið? Það vekur vissulega athygli að sjá Ými í þeim tæpasta hópi. Ýmir hefur verið fyrirliði landsliðsins og fastamaður í mörg ár. Bæði Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson vilja hins vegar henda honum út úr landsliðinu. Ýmir hefur verið með í síðustu átta stórmótum íslenska liðsins en hann færði sig frá Rhein-Neckar Löwen til Göppingen fyrir 2024-25 tímabilið. Kári, sem sjálfur er línumaður, vill frekar veðja á Jón Bjarna Ólafsson, línumann FH-liðsins, en Logi vill frekar taka Svein Jóhannsson, línumann Chambéry í Frakklandi. Eins og sést á hópnum þessara þriggja sérfræðinga þá er munurinn aðallega tengdur því hvort þeir vilja fleiri í eina stöðu á kostnað annarrar. Logi vill bara taka tvo leikstjórnendur, Kári vill bara taka einn hægri hornamann og Ólafur vill bara taka tvær hægri skyttur. Svo er það auðvitað bara Snorri Steinn sem ræður og það verður fróðlegt að sjá hvaða átján leikmenn fá náð fyrir augum hans seinna í dag. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir)
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira