Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2025 08:03 Ýmir Örn Gíslason hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu og með á átta stórmótum í röð. Vísir/Vilhelm Hvaða átján leikmenn verða í EM-hópi landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar? Það kemur í ljós eftir hádegi í dag. Snorri Steinn mun þá segja frá vali sínu og verður blaðamannafundurinn í beinni hér á Vísi. Það er ljóst að margir leikmenn íslenska liðsins eru öruggir með sæti sitt í hópnum en aðrir eru mun tæpari. Ríkissjónvarpið mun sýna leiki Íslands í beinni eins og áður og RÚV fékk þrjá sérfræðinga sína á mótinu til að velja sinn átján manna EM-hóp. Þetta eru þeir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson. Það er athyglisvert að skoða hóp þessara þriggja sem hafa farið á ófá stórmótin með íslenska landsliðinu og þekkja liðið og aðstæðurnar inn og út. Þrettán í hópnum hjá öllum Þrettán leikmenn voru í hópnum hjá þeim öllum og ættu því að vera nokkuð öruggir með sætið sitt. Það eru eftirtaldir leikmenn: Björgvin Páll Gústavsson, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnar Freyr Arnarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson, Elliði Snær Viðarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarsson, Janus Daði Smárason, Orri Freyr Þorkelsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson. Það ætti því að vera mun meiri vafi um fimm síðustu sætin í hópnum. Fimm leikmenn standa framar en aðrir því þeir voru í tveimur af þessum þremur hópum. Það eru þeir Andri Már Rúnarsson, Kristján Örn Kristjánsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Stiven Tobar Valencia og Þorsteinn Leó Gunnarsson. Fimm standa mun tæpar Aðrir fimm leikmenn standa hins vegar mun tæpar því þeir voru bara í hópnum hjá einum af þessum þremur sérfræðingum. Það eru þeir Bjarki Már Elísson, Jón Bjarni Ólafsson, Reynir Þór Stefánsson, Sveinn Jóhannsson og Ýmir Örn Gíslason. Það kæmi verulega á óvart ef Jón Bjarni Ólafsson eða Reynir Þór Stefánsson færu með enda hafa þeir ekki farið á stórmót áður. Hinir þrír hafa verið oft með. Fastamaður á útileið? Það vekur vissulega athygli að sjá Ými í þeim tæpasta hópi. Ýmir hefur verið fyrirliði landsliðsins og fastamaður í mörg ár. Bæði Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson vilja hins vegar henda honum út úr landsliðinu. Ýmir hefur verið með í síðustu átta stórmótum íslenska liðsins en hann færði sig frá Rhein-Neckar Löwen til Göppingen fyrir 2024-25 tímabilið. Kári, sem sjálfur er línumaður, vill frekar veðja á Jón Bjarna Ólafsson, línumann FH-liðsins, en Logi vill frekar taka Svein Jóhannsson, línumann Chambéry í Frakklandi. Eins og sést á hópnum þessara þriggja sérfræðinga þá er munurinn aðallega tengdur því hvort þeir vilja fleiri í eina stöðu á kostnað annarrar. Logi vill bara taka tvo leikstjórnendur, Kári vill bara taka einn hægri hornamann og Ólafur vill bara taka tvær hægri skyttur. Svo er það auðvitað bara Snorri Steinn sem ræður og það verður fróðlegt að sjá hvaða átján leikmenn fá náð fyrir augum hans seinna í dag. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Snorri Steinn mun þá segja frá vali sínu og verður blaðamannafundurinn í beinni hér á Vísi. Það er ljóst að margir leikmenn íslenska liðsins eru öruggir með sæti sitt í hópnum en aðrir eru mun tæpari. Ríkissjónvarpið mun sýna leiki Íslands í beinni eins og áður og RÚV fékk þrjá sérfræðinga sína á mótinu til að velja sinn átján manna EM-hóp. Þetta eru þeir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson. Það er athyglisvert að skoða hóp þessara þriggja sem hafa farið á ófá stórmótin með íslenska landsliðinu og þekkja liðið og aðstæðurnar inn og út. Þrettán í hópnum hjá öllum Þrettán leikmenn voru í hópnum hjá þeim öllum og ættu því að vera nokkuð öruggir með sætið sitt. Það eru eftirtaldir leikmenn: Björgvin Páll Gústavsson, Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnar Freyr Arnarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson, Elliði Snær Viðarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarsson, Janus Daði Smárason, Orri Freyr Þorkelsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson. Það ætti því að vera mun meiri vafi um fimm síðustu sætin í hópnum. Fimm leikmenn standa framar en aðrir því þeir voru í tveimur af þessum þremur hópum. Það eru þeir Andri Már Rúnarsson, Kristján Örn Kristjánsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Stiven Tobar Valencia og Þorsteinn Leó Gunnarsson. Fimm standa mun tæpar Aðrir fimm leikmenn standa hins vegar mun tæpar því þeir voru bara í hópnum hjá einum af þessum þremur sérfræðingum. Það eru þeir Bjarki Már Elísson, Jón Bjarni Ólafsson, Reynir Þór Stefánsson, Sveinn Jóhannsson og Ýmir Örn Gíslason. Það kæmi verulega á óvart ef Jón Bjarni Ólafsson eða Reynir Þór Stefánsson færu með enda hafa þeir ekki farið á stórmót áður. Hinir þrír hafa verið oft með. Fastamaður á útileið? Það vekur vissulega athygli að sjá Ými í þeim tæpasta hópi. Ýmir hefur verið fyrirliði landsliðsins og fastamaður í mörg ár. Bæði Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson vilja hins vegar henda honum út úr landsliðinu. Ýmir hefur verið með í síðustu átta stórmótum íslenska liðsins en hann færði sig frá Rhein-Neckar Löwen til Göppingen fyrir 2024-25 tímabilið. Kári, sem sjálfur er línumaður, vill frekar veðja á Jón Bjarna Ólafsson, línumann FH-liðsins, en Logi vill frekar taka Svein Jóhannsson, línumann Chambéry í Frakklandi. Eins og sést á hópnum þessara þriggja sérfræðinga þá er munurinn aðallega tengdur því hvort þeir vilja fleiri í eina stöðu á kostnað annarrar. Logi vill bara taka tvo leikstjórnendur, Kári vill bara taka einn hægri hornamann og Ólafur vill bara taka tvær hægri skyttur. Svo er það auðvitað bara Snorri Steinn sem ræður og það verður fróðlegt að sjá hvaða átján leikmenn fá náð fyrir augum hans seinna í dag. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir)
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira