Skoðun

Opið bréf til Lög­reglu­stjórans á höfuð­borgar­svæðinu

Birgir Birgisson og Árni Davíðsson skrifa

Nýlega samþykktu borgaryfirvöld nýja Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, sem lýsir framtíðinni innan borgarinnar og tekur til þau atriði og þær framkvæmdir sem borgaryfirvöld geta sett af stað til að hvetja fólk til að nota reiðhjól í ríkari mæli, sérstaklega til styttri ferða.

Skoðun

Eftir­lits­nefnd Fast­eigna­sala – Hlut­laus eða í vasa Fé­lags Fast­eigna­sala?

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að það væri „óþolandi að fasteignasalar þurfi að sitja undir rógburði“. Af viðtalinu að dæma sér Ingibjörg ekki að neitt vafasamt sé við núverandi vinnubrögð eða gjaldtöku fasteignasala, þetta sé einfaldlega rógburður.

Skoðun

Upp­rætum kyn­ferðis­of­beldi og kyn­bundið of­beldi

Jón Gunnarsson skrifar

Kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi eru vágestir í íslensku samfélagi og verður að taka alvöru tökum. Því var það eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.

Skoðun

Tabúið um hug­víkkandi efni í edrú­mennsku

Gunnar Dan Wiium skrifar

Ég hlustaði 12 spora fund í kvöld þar sem fjöldi fólks tjáði sig hver á fætur öðrum um sína tvöföldu sjúkdómsgreiningu. Fíknisjúkdóm og athyglisbrest, fíknisjúkdóm og ADHD, fíknisjúkdóm og ofsakvíða, fíknisjúkdóm og geðhvarfarsýki og ég gæti haldið eitthvað áfram.

Skoðun

Stöngin inn á Selfossi um verslunarmannahelgina

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Nú loks er komið að því að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Selfossi eftir 10 ára bið. Mörgum er í fersku minni hve mótið sem haldið var í einstakri veðurblíðunni á Selfossi árið 2012 heppnaðist vel. Aðstaða fyrir keppendur og fjölskyldur var þá mjög góð. Í dag er hún enn betri, þjóðarhöll okkar Selfyssinga, Selfosshöllin risin, golfvöllurinn glæsilegri og keppnissvæði hesta- og mótorhjólamanna orðin ein þau bestu á landsvísu. Auk þess er aðstaða til sundiðkunar betri og svo má ekki gleyma öllum göngu og hjólreiðastígunum sem telja hundruð kílómetra út um allan bæ og niður í sveitir.

Skoðun

Of­beldis­menning Uber

Daníel Einarsson skrifar

Síðustu daga hefur í öllum helstu miðlum heimsins mátt lesa ófagrar lýsingar á starfsemi alþjóðlega stórfyrirtækisins Uber, byggðar á gögnum sem Washington Post og fjörutíu aðrir fréttamiðlar höfðu komist yfir.

Skoðun

Stærsta verk­efnið: Verð­bólga

Lilja Alfreðsdóttir skrifar

Óumflýjanlegar efna­hagsaðgerðir stjórn­valda um heim all­an á Covid-19 tím­an­um sem snéru að aukn­um umsvifum hins opinbera og rýmri pen­inga­stefnu hafa ýtt und­ir hækk­un á vöru og þjónustu. Þessu til viðbót­ar hef­ur innrás Rúss­lands í Úkraínu haft mik­il áhrif á verðbólgu á heimsvísu.

Skoðun

Síðasti hjúkrunarfræðingur Landspítalans

Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

2ja vikna törn hjá mér á Mæðravernd Landspítalans, þar sem ég hef unnið sem ritari í afleysingum í gegnum stöðu mína sem verkamaður Landspítalans, er nú lokið og bíða mín önnur verkefni á spítalanum í næstu viku. Að starfa með ljósmæðrum Landspítalans hefur fyllt mig bæði fáheyrðu stolti og gleði, þetta er eins og á Landakoti, starf hjúkrunarfræðings er líklega það göfugasta sem til er í vestrænu samfélagi og ég sé það langar leiðir.

Skoðun

Tælandi tölvutorg eða raunverulega vinsæl torg?

Gró Einarsdóttir skrifar

Berleggjuð kona í hvítum kjól og sambýlismaður með uppbrettar skyrtuermar og sólgleraugu eiga í djúpum samræðum á rölti sínu um bæinn. Skammt frá heldur maður ástúðlega utan um unnustu sína á meðan þau labba í takt yfir götuna. Á undan þeim labbar kona með sólhatt og bók í hönd með ekkert nema í slökun á dagskrá. Það er heitt og logn. Hvert sem litið er fallegt, léttklætt og hamingjusamt fólk. Allt iðar að lífi við þetta velheppnaða torg i hjarta Reykjavíkur. Eða hvað?

Skoðun

RÚV og að­gengis­stefna

Sævar Þór Jónsson skrifar

Fyrir ekki svo löngu síðan var skipuð svokölluð aðgengisnefnd RÚV sem gaf út aðgengisstefnu Ríkisútvarpsins. Í umræddri aðgengisstefnu er lögð áhersla á að fjölbreytileiki í samfélaginu endurspeglist í miðlum RÚV. 

Skoðun

Bæjar­fé­lög á bið­listum

Gunnlaugur Már Briem skrifar

Ég var alltaf nokkuð lukkulegur að alast upp á landsbyggðinni, nánar tiltekið í Stykkishólmi og á Skagaströnd. En við nýlegan fréttaflutning kom fram að um 7.500 manns séu nú á biðlistum eftir ýmiskonar skurðaðgerðum og þar af rúmlega 1.700 manns sem bíða eftir liðskiptiaðgerðum miðað við tölur úr fréttum frá 1. apríl 2022.

Skoðun

Er ein­hver skortur á bjánum hjá ríkis­sak­sóknara?

Eva Hauksdóttir skrifar

Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að hælisleitandi hafi sagt satt. Viðbrögð vararíkissaksóknara eru þau að birta opinberlega yfirlýsinguum að hælisleitendur ljúgi.Að auki spyr hann hvort sé einhver skortur á hommum á Íslandi, rétt eins og það væri grundvöllur alþjóðlegrar verndar. Ég segi það enn og aftur - þú skáldar ekki þennan skít.

Skoðun

Af hverju Fjarðarheiðargöng?

Hildur Þórisdóttir skrifar

Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga?

Skoðun

20.000 íbúðir til leigu – FRÍTT!

Jón Daníelsson skrifar

Ríkissjóður Íslands auglýsir til leigu 20.000 þriggja herbergja íbúðir.Leigugjald er ekkert en leigjendur greiða kr. 20.000,- á mánuði fyrir rafmagn, hita og fráveitugjöld.Leigjanda er heimilt að endurleigja íbúðina eða selja hana án afskipta ríkissjóðs.Leigusamningurinn endurnýjast sjálfkrafa frá 1. september ár hvert.

Skoðun

Vestfirska Hringrásarhagkerfið

Tinna Rún Snorradóttir skrifar

Á Íslandi eru fjölmörg tækifæri til að efla hringrásarhagkerfið með því markmiði að lágmarka auðlindanotkun og úrgangsmyndun, og Vestfirðir eru í kjörstöðu til þess að vera leiðandi afl í þeirri vegferð.

Skoðun

Fyrir­tækin sýna á­byrgð í lofts­lags­málum

Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar

Í viðtali á Stöð 2 sem endurbirt er á Vísi segir svokallaður loftslagssérfræðingur ASÍ að fyrirtækin í landinu geri lítið til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og takist því ekki á við loftslagsvandann. Þetta er fjarri öllum sannleika.

Skoðun

Þakkir frá Okkar Hveragerði

Sandra Sigurðardóttir skrifar

Fyrir hönd Okkar Hveragerðis vil ég þakka kjósendum í Hveragerði kærlega fyrir það mikla traust sem þeir sýndu framboðinu í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí s.l. Árangur Okkar Hveragerðis er því að þakka að Hvergerðingar hafa trú á okkur og þeim stefnumálum sem við berjumst fyrir.

Skoðun

Biden boðar á­fram­haldandi of­sóknir og morð

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Biden forseti Bandaríkjanna heimsótti fyrir skömmu Ísrael og Palestínu. Í tvo daga ræddi hann við stjórnvöld í Ísrael og dagpart skrapp hann yfir á Vesturbakkann og hitti Abbas forseta Palestínu.

Skoðun

Druslu­gangan haldin á ný

Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00.

Skoðun

Ring, ring, þing, það er neyðarástand!

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Halló Alþingi, halló framkvæmdavald, það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins! Hvað ætlið þið að gera í því?...du,du,du,du,du.

Skoðun

Til hamingju, þroskaþjálfar!

Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Straumhvörf urðu í vor þegar fyrsti hópur þroskaþjálfa útskrifaðist frá Háskóla Íslands að loknu fjögurra ára háskólanámi. Af því tilefni stóðu Menntavísindasvið og Þroskaþjálfafélag Íslands saman að sérstakri útskriftarathöfn fyrir nemendur og aðstandendur þeirra.

Skoðun

Lífsviðhorf í vöggugjöf

Inga Straumland skrifar

Í síðustu viku bárust þær fréttir úr Borgartúni 21 að í fyrsta skipti síðan Þjóðskrá hóf að halda utan um trúfélagsaðild Íslendinga, hafi hlutfall íbúa þessa lands sem skráð eru í Þjóðkirkjuna farið undir 60%.

Skoðun

Stórtíðindi í heilsugæslu á Suðurnesjum

Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Þau gleðilegu tíðindi bárust okkur í byrjun þessa mánaðar að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ en um verður að ræða heilsugæslustöð í rúmlega eitt þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins.

Skoðun

Að byggja nothæf hús

Hreggviður Davíðsson skrifar

Til að hús geti talist nothæf, þurfa þau að standast veður og vinda, jafnvel jarðskjálfta, en einnig að reiknast ekki sem heilsuspillandi.

Skoðun

Að gangast við hinu ósanna - leiðin til ábyrgðar?

Tomasz Þór Veruson skrifar

„Af hverju að skrifa núna?“ „Til hvers að segja frá og leiðrétta?“ „Nú þegar rykið er sest og umræðan fallin í gleymsku.“ Þetta sagði ég þegar ég var hvattur til að stíga fram og nota röddina sem við öll höfum. Svarið er þó ekki flókið. Á meðan árasir, ofbeldi, sögusagnir og lygar grassera í minn garð fæ ég ekki rými til að halda áfram með líf mitt. Og hingað erum við komin.

Skoðun

Fjármagna áfram hernað Pútíns

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tekin var loks ákvörðun fyrir rúmum mánuði síðan af hálfu Evrópusambandsins um það að draga úr olíukaupum ríkja þess frá Rússlandi, meira en þremur mánuðum eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Olíukaupunum verður þó ekki hætt heldur er stefnt að því að draga úr þeim um 90% fyrir næstu áramót.

Skoðun

Haturssíður með hýsingu á Íslandi

Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Nýlega bárust fréttir þess efnis að vefsíða sem gerir stofnanir Gyðinga í Massachusetts að skotmörkum er hýst hér á landi. Vefsíðan er verkefni samtaka sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Framtakið hefur reyndar valdið sundrung innan raða samtakanna og hefur ákveðinn hluti þeirra lýst yfir vanþóknun sinni á verkefninu.

Skoðun

Financial Fair play regulations (FFPR) Legitimate or not?

Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar

UEFA created the FFPRs as part of its already-functioning club licensing system to ensure that clubs break even in the long run. The FFPRs' overarching goal is for UEFA's affiliated football clubs to balance their books, avoid spending more than they make, and stimulate investment in their stadiums, training facility infrastructure, and youth development

Skoðun