Um orkuskort, auðlindir og endurvinnslu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 26. september 2024 11:33 Síðustu daga hefur eitt og annað verið ritað á vefmiðla gegn yfirvofandi orkuskorti í landinu. Þar eru færð ýmis rök fyrir því að orkuskortur sé ástæðulaus áróður og Íslendingar séu „orkusóðar“ Raforka á Íslandi er auðlind. Sem slík er hún nýtt og skilar þjóðinni tekjum og skapar hagvöxt. Vegna þessarar auðlindar hefur orkusækinn iðnaður skotið rótum í landinu. Hér á landi starfa þrjú álver sem keyptu raforku fyrir rúmlega 68 milljarða á síðasta ári. Í kjölfar bestu afkomu sögunnar á árinu 2023 greiddi Landsvirkjun þjóðinni 30 milljarða í arð sl. vor. Þessar arðgreiðslur byggja að mestu leyti á raforkukaupum álveranna. Það jákvæðasta við veru álveranna á Íslandi er þó líklega að hér er framleitt ál með lægsta kolefnisspori í heimi. Skerðingar á raforkusölu til álveranna, eins og áttu sér stað í upphafi þessa árs og munu eiga sér stað í upphafi þess næsta, rýra tekjur Landsvirkjunar og draga úr framleiðslugetu álveranna. Það svo aftur minnkar skattspor álveranna, kaup þeirra á vörum og þjónustu og bitnar svo í framhaldinu á arðgreiðslum Landsvirkjunar til þjóðarinnar. Fyrsta álverið á Íslandi lagði grunninn að Landsvirkjun. Tryggir samningar um raforkusölu til langs tíma gerðu byggingu Búrfellsvirkjunar gerlega. Þessi fyrsta stórvirkjun á Íslandi lagði grunninn að orkuöryggi almennings í landinu. Álverin á Íslandi starfa í sátt við samfélagið. Þau greiða sína skatta og þau standa við sínar skyldur. Álverin á Íslandi eru traust bakland þjóðarinnar. Við álframleiðslu á Íslandi starfa um 2000 manns og annað eins í afleiddum störfum. Það er bakarí á Reyðarfirði vegna þess að 800 manns borða daglega í mötuneyti Fjarðaáls. Orkunotkun Íslendinga er mest í Evrópu miðað við höfðatölu vegna þess að raforkan okkar er auðlind og ein af tekjulindum þjóðarinnar. Af Evrópuþjóðum vinna Svíar mestan málm miðað við höfðatölu, enda sænska foldin rík af málmum. Auðlindir þjóðanna eru mismunandi. Það var alveg fyrirséð að ef heimsbyggðin ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til framtíðar krefst það ákveðinna fórna í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa. Hvort sem um er að ræða uppistöðulón vegna vatnsorku, vindmyllugarða eða þess lands sem leggja verður undir sólarrafhlöður hefur það alltaf neikvæð umhverfisáhrif, hvar svo sem í heiminum þessi mannvirki munu rísa. Það er hins vegar full ástæða til þess að taka undir með þeim sem tala fyrir því að við sem mannkyn drögum úr neyslu. Sannarlega geta Íslendingar gert miklu betur þegar kemur að því að neyta minna og sóa minna. Það þurfum við að gera ásamt því að endurvinna meira. Þá er rétt að benda á að álið er allra málma bestur þegar kemur að endurvinnslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Orkumál Stóriðja Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur eitt og annað verið ritað á vefmiðla gegn yfirvofandi orkuskorti í landinu. Þar eru færð ýmis rök fyrir því að orkuskortur sé ástæðulaus áróður og Íslendingar séu „orkusóðar“ Raforka á Íslandi er auðlind. Sem slík er hún nýtt og skilar þjóðinni tekjum og skapar hagvöxt. Vegna þessarar auðlindar hefur orkusækinn iðnaður skotið rótum í landinu. Hér á landi starfa þrjú álver sem keyptu raforku fyrir rúmlega 68 milljarða á síðasta ári. Í kjölfar bestu afkomu sögunnar á árinu 2023 greiddi Landsvirkjun þjóðinni 30 milljarða í arð sl. vor. Þessar arðgreiðslur byggja að mestu leyti á raforkukaupum álveranna. Það jákvæðasta við veru álveranna á Íslandi er þó líklega að hér er framleitt ál með lægsta kolefnisspori í heimi. Skerðingar á raforkusölu til álveranna, eins og áttu sér stað í upphafi þessa árs og munu eiga sér stað í upphafi þess næsta, rýra tekjur Landsvirkjunar og draga úr framleiðslugetu álveranna. Það svo aftur minnkar skattspor álveranna, kaup þeirra á vörum og þjónustu og bitnar svo í framhaldinu á arðgreiðslum Landsvirkjunar til þjóðarinnar. Fyrsta álverið á Íslandi lagði grunninn að Landsvirkjun. Tryggir samningar um raforkusölu til langs tíma gerðu byggingu Búrfellsvirkjunar gerlega. Þessi fyrsta stórvirkjun á Íslandi lagði grunninn að orkuöryggi almennings í landinu. Álverin á Íslandi starfa í sátt við samfélagið. Þau greiða sína skatta og þau standa við sínar skyldur. Álverin á Íslandi eru traust bakland þjóðarinnar. Við álframleiðslu á Íslandi starfa um 2000 manns og annað eins í afleiddum störfum. Það er bakarí á Reyðarfirði vegna þess að 800 manns borða daglega í mötuneyti Fjarðaáls. Orkunotkun Íslendinga er mest í Evrópu miðað við höfðatölu vegna þess að raforkan okkar er auðlind og ein af tekjulindum þjóðarinnar. Af Evrópuþjóðum vinna Svíar mestan málm miðað við höfðatölu, enda sænska foldin rík af málmum. Auðlindir þjóðanna eru mismunandi. Það var alveg fyrirséð að ef heimsbyggðin ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til framtíðar krefst það ákveðinna fórna í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa. Hvort sem um er að ræða uppistöðulón vegna vatnsorku, vindmyllugarða eða þess lands sem leggja verður undir sólarrafhlöður hefur það alltaf neikvæð umhverfisáhrif, hvar svo sem í heiminum þessi mannvirki munu rísa. Það er hins vegar full ástæða til þess að taka undir með þeim sem tala fyrir því að við sem mannkyn drögum úr neyslu. Sannarlega geta Íslendingar gert miklu betur þegar kemur að því að neyta minna og sóa minna. Það þurfum við að gera ásamt því að endurvinna meira. Þá er rétt að benda á að álið er allra málma bestur þegar kemur að endurvinnslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun