Laxalús og varnir gegn henni Jón Sveinsson skrifar 27. september 2024 16:02 Um langan tíma hef ég eytt stundum mínum í hugleiðingar um hvernig má ná betri árangri með breyttum aðferðum á þekktum vandamálum. Það allt var gert í væntingum um betra líf og hamingju sem hvorugt hefur ræst. Ungur fór ég til útlanda og var ætlunin að nema fiskeldi í Lofoten í Noregi en örlögin ullu því að svo varð ekki og endaði það ævintýri á að ég starfaði um stund við Lax- og Silungseldi í Smálöndum í Svíþjóð þess í stað. Fullur áhuga og atorku og kannski sökum baráttu minnar við mýfluguna, sem sífellt gerði mér lífið leitt, fóru hugleiðingar mínar að verða um umhverfisþætti þá sem ráða lífi eldisfisks. Hvernig best bæri að lækka sýrustig vatns sem var ljóður frá því umhverfi þar sem fiskeldisstöðin var staðsett sem og þættir sem valda stressi í stofninum og taldir eru hafa áhrif á hraða vaxtaaukningar. Inn í þetta allt bættust við tilraunir og frumstæðar mælingar á hvort og hvaða merkjanleg áhrif til betrumbóta þessi nýbreytni, sem við reyndum, hefði. Satt best að segja varð ekki mikið úr árangri sem mögulega var hægt að flagga. Ég taldi þó alltaf að náttúrufræðilega hlyti að vera árangur af þessu basli en við gerðum þetta í vissu þess að hvort sem fiskurinn stækkaði hraðar eður ei leið honum betur í kvíunum en áður hafði verið. Mörgum árum seinna kem ég aftur heim og fullur áhuga fer ég á fund við fyrirmenni með vasann fullan af hugmyndum um betrumbætur fyrir fiskeldi. Ég var tregur til að bara afhenda hugmyndir mínar án einhverskonar leyndarsamnings sem ég tel að hafi orðið til þess að ekkert varð úr neinu og ég sat eftir með ergelsi það sem af því hlaust. Ég hef þó aldrei hætt minni huglægu afskiptasemi af tækni og aðferðafræðum sem tengjast fiskeldi og mun svo verða til æviloka. Að lokum hef ég eitt að segja. Ég bý að lausn á angri því sem lúsin veldur laxa- og þorskeldum víðs vegar og með þeim smáaurum sem ég á legg ég út á að einhvern tíma eignist ég einkaleyfið eftirsóknarverða á þeirri lausn sem ég kalla get mína. Á meðan geta hinir háu herrar sem nota vilja umhverfiseitrun til lausnar vandans bara halda því áfram með ærnum kostnaði þess. Góðar stundir Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Um langan tíma hef ég eytt stundum mínum í hugleiðingar um hvernig má ná betri árangri með breyttum aðferðum á þekktum vandamálum. Það allt var gert í væntingum um betra líf og hamingju sem hvorugt hefur ræst. Ungur fór ég til útlanda og var ætlunin að nema fiskeldi í Lofoten í Noregi en örlögin ullu því að svo varð ekki og endaði það ævintýri á að ég starfaði um stund við Lax- og Silungseldi í Smálöndum í Svíþjóð þess í stað. Fullur áhuga og atorku og kannski sökum baráttu minnar við mýfluguna, sem sífellt gerði mér lífið leitt, fóru hugleiðingar mínar að verða um umhverfisþætti þá sem ráða lífi eldisfisks. Hvernig best bæri að lækka sýrustig vatns sem var ljóður frá því umhverfi þar sem fiskeldisstöðin var staðsett sem og þættir sem valda stressi í stofninum og taldir eru hafa áhrif á hraða vaxtaaukningar. Inn í þetta allt bættust við tilraunir og frumstæðar mælingar á hvort og hvaða merkjanleg áhrif til betrumbóta þessi nýbreytni, sem við reyndum, hefði. Satt best að segja varð ekki mikið úr árangri sem mögulega var hægt að flagga. Ég taldi þó alltaf að náttúrufræðilega hlyti að vera árangur af þessu basli en við gerðum þetta í vissu þess að hvort sem fiskurinn stækkaði hraðar eður ei leið honum betur í kvíunum en áður hafði verið. Mörgum árum seinna kem ég aftur heim og fullur áhuga fer ég á fund við fyrirmenni með vasann fullan af hugmyndum um betrumbætur fyrir fiskeldi. Ég var tregur til að bara afhenda hugmyndir mínar án einhverskonar leyndarsamnings sem ég tel að hafi orðið til þess að ekkert varð úr neinu og ég sat eftir með ergelsi það sem af því hlaust. Ég hef þó aldrei hætt minni huglægu afskiptasemi af tækni og aðferðafræðum sem tengjast fiskeldi og mun svo verða til æviloka. Að lokum hef ég eitt að segja. Ég bý að lausn á angri því sem lúsin veldur laxa- og þorskeldum víðs vegar og með þeim smáaurum sem ég á legg ég út á að einhvern tíma eignist ég einkaleyfið eftirsóknarverða á þeirri lausn sem ég kalla get mína. Á meðan geta hinir háu herrar sem nota vilja umhverfiseitrun til lausnar vandans bara halda því áfram með ærnum kostnaði þess. Góðar stundir Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar