Tölum íslensku Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 26. september 2024 15:01 Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Þar með er þjálfun viðmælandans í íslensku varpað fyrir róða. Þótt fólk eigi erfitt með að tjá sig á íslensku getur það í mörgum tilfellum skilið íslensku. Það kann að vera að margir séu ragir við að tala íslensku, finnist málið flókið eins og ókunn tungumál eru iðulega. Við verðum að hjálpa fólki yfir þessa hindrun með því að hvetja og hrósa. Við verðum einnig að senda þau skilaboð til fólks af erlendum uppruna sem ætla að búa á Íslandi til frambúðar að þeim sé nauðsynlegt að læra íslensku til þess að geta notið sín hér til fulls. Íslenskukunnáttan er lykillinn að því að eiga þess kost að sinna fjölbreyttum störfum. Íslenskukunnátta mun auka möguleika á framgangi í íslensku samfélagi. Það mun auðvelda fjölmargt s.s. samskipti við einstaklinga og stofnanir. Margir íslendingar og jafnvel fólk af erlendum uppruna sem náð hafa góðum tökum á málinu vilja bara fá að tala íslensku heima á Íslandi. Þetta á alveg við um fólk sem jafnvel talar reiprennandi ensku en finnst skrýtið að geta ekki sest inn á kaffi- eða veitingahús eða kíkt í Rammagerðina án þess að vera beðin um að tjá sig á ensku við þjóninn eða afgreiðslufólkið. Þeim fer einnig fjölgandi sem vilja gjarnan aðstoða þá sem ætla að búa hér til langframa við að skilja og tala íslensku svo þeir geti aðlagast sem best íslensku samfélagi. Íslenskukunnátta fólks af erlendum uppruna er lykillinn að farsæld og framgangi þeirra í þjóðfélaginu. Til að viðhalda og standa vörð um íslenskuna er sannarlega í mörg horn að líta. Þegar um tungumál er að ræða lærist það hraðast með því að tala það. Ég held að Íslendingar séu mjög umburðarlyndir gagnvart þeim sem spreyta sig á íslenskunni á fyrstu stigum. Flest okkar leggjum okkur fram um að sýna þolinmæði, hlusta og hjálpa til með einstaka orð. Þeir sem henda sér út í djúpu laugina, byrja að reyna að tjá sig á málinu þótt langt sé í land ná iðulega fljótt árangri sérstaklega ef þeim gefst einnig kostur á að sækja íslenskunámskeið. Það skiptir nýja Íslendinga öllu máli að fá tækifæri til að spreyta sig í samtölum við íslenskumælandi fólk. Tölum íslensku. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Borgarstjórn Íslensk tunga Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Þar með er þjálfun viðmælandans í íslensku varpað fyrir róða. Þótt fólk eigi erfitt með að tjá sig á íslensku getur það í mörgum tilfellum skilið íslensku. Það kann að vera að margir séu ragir við að tala íslensku, finnist málið flókið eins og ókunn tungumál eru iðulega. Við verðum að hjálpa fólki yfir þessa hindrun með því að hvetja og hrósa. Við verðum einnig að senda þau skilaboð til fólks af erlendum uppruna sem ætla að búa á Íslandi til frambúðar að þeim sé nauðsynlegt að læra íslensku til þess að geta notið sín hér til fulls. Íslenskukunnáttan er lykillinn að því að eiga þess kost að sinna fjölbreyttum störfum. Íslenskukunnátta mun auka möguleika á framgangi í íslensku samfélagi. Það mun auðvelda fjölmargt s.s. samskipti við einstaklinga og stofnanir. Margir íslendingar og jafnvel fólk af erlendum uppruna sem náð hafa góðum tökum á málinu vilja bara fá að tala íslensku heima á Íslandi. Þetta á alveg við um fólk sem jafnvel talar reiprennandi ensku en finnst skrýtið að geta ekki sest inn á kaffi- eða veitingahús eða kíkt í Rammagerðina án þess að vera beðin um að tjá sig á ensku við þjóninn eða afgreiðslufólkið. Þeim fer einnig fjölgandi sem vilja gjarnan aðstoða þá sem ætla að búa hér til langframa við að skilja og tala íslensku svo þeir geti aðlagast sem best íslensku samfélagi. Íslenskukunnátta fólks af erlendum uppruna er lykillinn að farsæld og framgangi þeirra í þjóðfélaginu. Til að viðhalda og standa vörð um íslenskuna er sannarlega í mörg horn að líta. Þegar um tungumál er að ræða lærist það hraðast með því að tala það. Ég held að Íslendingar séu mjög umburðarlyndir gagnvart þeim sem spreyta sig á íslenskunni á fyrstu stigum. Flest okkar leggjum okkur fram um að sýna þolinmæði, hlusta og hjálpa til með einstaka orð. Þeir sem henda sér út í djúpu laugina, byrja að reyna að tjá sig á málinu þótt langt sé í land ná iðulega fljótt árangri sérstaklega ef þeim gefst einnig kostur á að sækja íslenskunámskeið. Það skiptir nýja Íslendinga öllu máli að fá tækifæri til að spreyta sig í samtölum við íslenskumælandi fólk. Tölum íslensku. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun