Riddarar kærleikans Halla Tómasdóttir skrifar 27. september 2024 06:02 Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd. Öll viljum við búa í heilbrigðu samfélagi þar sem okkur líður vel og við teljum okkur örugg. Því er vel skiljanlegt að við finnum til vanmáttar yfir þessari ískyggilegu þróun og spyrjum okkur hvað sé til ráða. Hvað getum við gert? Mikilvægt er að hvert og eitt okkar velti slíkum spurningum fyrir sér. Gefum okkur tíma og næði til að ræða þessar tilfinningar og spurningar við ástvini og hikum ekki við að leita eftir faglegum stuðningi ef þarf. Þannig hefjast flestar samfélagsbreytingar, hjá okkur sjálfum og með samtali. Sjálf hef ég ekki öll svörin en ég vil leita þeirra og eiga þetta samtal við þjóðina. Fyrir nokkrum vikum kom góður hópur saman til að hefja slíkt samtal á Bessastöðum. Saman, þvert á kyn, kynslóðir og lífsreynslu, veltum við upp þeirri spurningu hvernig gera megi kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Við deildum einlæglega tilfinningum okkar og sýn á rætur vandans. Við vorum sammála um að á tímum sítengingar hefði orðið alvarlegt tengslarof í samfélagi okkar. Úr því þarf að bæta og það byrjar með hverju og einu okkar. Við sjálf – og hver við viljum vera – er lykilþáttur í lausninni. Við höfum öll val og nú er mikilvægt að við sem þjóð veljum vel hvernig brugðist er við. Það mun skipta sköpum um það hvers konar samfélag við búum börnum okkar til framtíðar. Við sem komum saman á Bessastöðum í byrjun september tókum í lok fundar þá sameiginlegu ákvörðun að gerast Riddarar kærleikans. Þannig viljum við mæta þessum erfiðu tímum í samfélagi okkar. Við trúum því að með samtakamætti getum við breytt samfélaginu til betri vegar og að fyrstu skrefin í þá átt felist í bættum tengslum, við okkur sjálf og við hvert annað. Við bjóðum þér að vera með og virkja sköpunarkraft þinn í þágu kærleikans. Við leggjum til einföld skref til að byrja með. Horfumst í augu! Tökum utan um hvert annað! Gerum kærleikann að eina vopninu! Þetta er ekki tímabundið átak. Þetta er ákvörðun. Leitum skapandi aðgerða til að mæta vaxandi ofbeldi, hatri og ótta með kærleika. Virkjum allt samfélagið til þátttöku og treystum á sköpunargáfu og samtakamátt þjóðarinnar á þeirri vegferð. Einmanaleiki og vanlíðan hefur aukist og það er staðreynd að við eigum heimsmet í notkun geðlyfja. Við verðum að ráðast að rótum þessa vanda og velja betur hver við erum og hvernig við högum okkur. Öll getum við haft jákvæð áhrif á eigin líðan, sem og á líðan annarra. Riddarar kærleikans er opin hreyfing þeirra sem eru ákveðin í að mæta fordæmalausum tímum með virku samtali um að velja kærleikann. Við hvetjum til þess að slíkt samtal eigi sér stað í skólum landsins, á vinnustöðum og á heimilum. Verið er að velta upp hugmyndum um hvernig fyrirtæki geti lagt kærleikanum lið og látið gott af sér leiða. Hvernig efla megi samstarf og samveru milli kynslóða. Hvernig lágmarka megi þann skaða sem snjallsímanotkun og samfélagsmiðlar eru að valda. Hvernig virkja megi skapandi greinar, finna tilfinningum okkar heilbrigðan farveg og bæta andlega og samfélagslega heilsu. Verkefnið er ærið, að velja í hvers konar samfélagi við viljum búa. Margt þarf að koma til. En byrjum heima fyrir. Byrjum á okkur sjálfum. Ef við veljum að taka þátt, gera gagn og láta gott af okkur leiða, þá eru í reynd okkar björtustu tímar fram undan. Höfundur er forseti Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd. Öll viljum við búa í heilbrigðu samfélagi þar sem okkur líður vel og við teljum okkur örugg. Því er vel skiljanlegt að við finnum til vanmáttar yfir þessari ískyggilegu þróun og spyrjum okkur hvað sé til ráða. Hvað getum við gert? Mikilvægt er að hvert og eitt okkar velti slíkum spurningum fyrir sér. Gefum okkur tíma og næði til að ræða þessar tilfinningar og spurningar við ástvini og hikum ekki við að leita eftir faglegum stuðningi ef þarf. Þannig hefjast flestar samfélagsbreytingar, hjá okkur sjálfum og með samtali. Sjálf hef ég ekki öll svörin en ég vil leita þeirra og eiga þetta samtal við þjóðina. Fyrir nokkrum vikum kom góður hópur saman til að hefja slíkt samtal á Bessastöðum. Saman, þvert á kyn, kynslóðir og lífsreynslu, veltum við upp þeirri spurningu hvernig gera megi kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Við deildum einlæglega tilfinningum okkar og sýn á rætur vandans. Við vorum sammála um að á tímum sítengingar hefði orðið alvarlegt tengslarof í samfélagi okkar. Úr því þarf að bæta og það byrjar með hverju og einu okkar. Við sjálf – og hver við viljum vera – er lykilþáttur í lausninni. Við höfum öll val og nú er mikilvægt að við sem þjóð veljum vel hvernig brugðist er við. Það mun skipta sköpum um það hvers konar samfélag við búum börnum okkar til framtíðar. Við sem komum saman á Bessastöðum í byrjun september tókum í lok fundar þá sameiginlegu ákvörðun að gerast Riddarar kærleikans. Þannig viljum við mæta þessum erfiðu tímum í samfélagi okkar. Við trúum því að með samtakamætti getum við breytt samfélaginu til betri vegar og að fyrstu skrefin í þá átt felist í bættum tengslum, við okkur sjálf og við hvert annað. Við bjóðum þér að vera með og virkja sköpunarkraft þinn í þágu kærleikans. Við leggjum til einföld skref til að byrja með. Horfumst í augu! Tökum utan um hvert annað! Gerum kærleikann að eina vopninu! Þetta er ekki tímabundið átak. Þetta er ákvörðun. Leitum skapandi aðgerða til að mæta vaxandi ofbeldi, hatri og ótta með kærleika. Virkjum allt samfélagið til þátttöku og treystum á sköpunargáfu og samtakamátt þjóðarinnar á þeirri vegferð. Einmanaleiki og vanlíðan hefur aukist og það er staðreynd að við eigum heimsmet í notkun geðlyfja. Við verðum að ráðast að rótum þessa vanda og velja betur hver við erum og hvernig við högum okkur. Öll getum við haft jákvæð áhrif á eigin líðan, sem og á líðan annarra. Riddarar kærleikans er opin hreyfing þeirra sem eru ákveðin í að mæta fordæmalausum tímum með virku samtali um að velja kærleikann. Við hvetjum til þess að slíkt samtal eigi sér stað í skólum landsins, á vinnustöðum og á heimilum. Verið er að velta upp hugmyndum um hvernig fyrirtæki geti lagt kærleikanum lið og látið gott af sér leiða. Hvernig efla megi samstarf og samveru milli kynslóða. Hvernig lágmarka megi þann skaða sem snjallsímanotkun og samfélagsmiðlar eru að valda. Hvernig virkja megi skapandi greinar, finna tilfinningum okkar heilbrigðan farveg og bæta andlega og samfélagslega heilsu. Verkefnið er ærið, að velja í hvers konar samfélagi við viljum búa. Margt þarf að koma til. En byrjum heima fyrir. Byrjum á okkur sjálfum. Ef við veljum að taka þátt, gera gagn og láta gott af okkur leiða, þá eru í reynd okkar björtustu tímar fram undan. Höfundur er forseti Íslands
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar