

Kór Neskirkju fagnar vori með útgáfutónleikum á annan í páskum vegna nýs hljómdisks, Tólf blik og tónar. Þar eru lög eftir stjórnandann, Steingrím Þórhallsson, við ljóð Snorra Hjartarsonar.
Skólahljómsveitin Rassar sem stofnuð var á Núpi í Dýrafirði 1969 er komin vestur á firði og fagnar þar hálfrar aldar afmæli með því að spila, sér og öðrum til gamans.
Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar.
Listrænn stjórnandi Konunglega ballettsins í Danmörku fór fögrum orðum um íslenska dansarann Jón Axel Fransson eftir frumsýningu í gær.
Þorleifur Örn Arnarsson hefur verið ráðin listrænn stjórnandi við leikhúsið Volksbühne í Berlín.
Fyrsta plata hins sjóndapra Suðurnesjamanns Más Gunnarssonar kemur út í dag. Hún heitir Söngur fuglsins. Veglegir útgáfutónleikar verða haldnir í kvöld í Hljómahöllinni.
Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir Kæru Jelenu í Borgarleikhúsinu. Vill ganga nærri áhorfendum með gríðarlegri nánd við atburðarásina. Færir leikritið til samtímans.
Jóhann G. Jóhannsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir hafa bæst í leikarahóp stórsýningarinnar Shakespeare verður ástfanginn sem frumsýnd verður næsta haust í Þjóðleikhúsinu.
Listasýning Útlína var í dag opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Verkin á sýningunni eru öll úr safneign safnsins og er frá árinu 1950 til dagsins í dag.
Leikferill Arons Más Ólafssonar, betur þekktur sem Aron Mola, fer kröftuglega af stað. Hann leikur eitt aðalhlutverkið í Kæru Jelenu sem er frumsýnt í Borgarleikhúsinu í næstu viku. Næsta haust mun hann svo standa á stóra sviði Þjóðleikhússins.
Hammondhátíð Djúpavogs verður sett í fjórtánda sinn fimmtudaginn 25. apríl næstkomandi. Hátíðin sem hefur orðið stærsti menningarviðburður bæjarins var fyrst haldin árið 2006.
Rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir hlaut Rauðu hrafnsfjöðrin, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2018.
HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert.
Tvennir hátíðartónleikar verða í vikunni á vegum Tónlistarskóla Ísafjarðar í tilefni sjötíu ára afmælis hans. Þeir fyrri í kvöld í Ísafjarðarkirkju og þeir síðari á sunnudag í Langholtskirkju í Reykjavík.
Skáldævisagan Húðflúrarinn í Auschwitz kom út á frummálinu fyrir rúmu ári. Verkið leit dagsins ljós í íslenskri þýðingu fyrr á þessu ári.
Amy Engilberts ánafnaði Listasafni Íslands fjármuni til listaverkakaupa. Nú stendur yfir sýning í safninu á þeim verkum sem keypt voru fyrir gjöfina.
Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur.
Þórdís tekur við af Birni Leó Brynjarssyni en verk hans Magnum Opus verður sýnt í Borgarleikhúsinu á næsta leikári.
Tónlistarskóli Ísafjarðar fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli og hefur af því tilefni staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum.
Frægasta tokkata tónbókmenntanna er án efa Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach. Hún lék stórt hlutverk í Fantasíu Walts Disney, þessari gömlu.
Sif Jóhannsdóttir er dóttir bókaútgefandans Jóhanns Páls Valdimarssonar. Segist loksins vera "flutt að heiman“ á nýjar slóðir eftir að hafa starfað allt sitt líf hjá rótgrónu fjölskyldufyrirtækinu.
Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir hinum gríðarlega vinsæla og margverðlaunaða söngleik Matthildi í Borgarleikhúsinu. Segir lífsvilja, leikgleði og birtu streyma frá börnunum sem leika í sýningunni.
Elmar Gilbertsson óperusöngvari hefur fengið fastráðningu við óperuna í Stuttgart í Þýskalandi. Hann segist hlusta á þungarokk til að kúpla sig frá rómantíska tenórnum.
Nemendur í tónmennt í skóla í Bandaríkjunum voru einu sinni fengnir til að fara á óperuna La Traviata eftir Verdi og gera um hana stutt verkefni.
Fyrir rúmum áratug keypti Friðgeir Einarsson þrjú myndaalbúm á flóamarkaði í Belgíu, nánar tiltekið í Brussel, á afmælisdegi sínum.
Í Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur. Sýnir stór, krefjandi og hlaðin verk sem liggja þétt saman. Sýnir meðal annars í Genf og Vínarborg seinna á árinu.
Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með uppfærslu ársins, Rent, en það er Guðmundur Felixson sem leikstýrir þessu stærsta verkefni sínu hingað til.
"Tónlistin myndar ævintýraheim og íhugult andrúmsloft. Ákefð og ofsi mæta yfirvegun og ró. Þetta er tónlist sem flæðir eins og lífið - óreglulegt en samt í samhengi. Eins og náttúran er, flæðandi, engir kassar og ekkert rúðustrikað.“
Þorri Hringsson sýnir í Galleríi Fold. Er með ótal myndir í höfðinu. Leitar í fegurðina.
Í haust syngur Dísella Lárusdóttir stærsta hlutverk sitt í Metropolitanóperunni til þessa. Syngur í óperu eftir Philip Glass. Er á faraldsfæti þetta árið.