Lagðist í melgresið og úr varð sería Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 28. ágúst 2019 10:00 Þorgrímur byrjaði að mála fyrir slysni þegar hann var í Hollandi að læra tónsmíðar. Mynd/Einar Rafnsson Ég byrjaði að mála árið 2010, þá var ég í Hollandi að læra tónsmíðar. Ég eiginlega rambaði inn á þetta fyrir slysni, féll í kjölfarið algjörlega fyrir myndlistinni og síðustu fjögur ár hef ég alfarið verið að mála,“ segir Þorgrímur Andri Einarsson, en myndlistarsýning hans, Uppbrot, stendur nú yfir í Galleríi Fold. Þetta er þriðja einkasýning Þorgríms í Galleríi Fold en hann sýnir reglulega erlendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. „Ég hef mest verið að sýna í Denver í Colorado og svo Kaliforníu. Ég nálgaðist sjálfur annað galleríið, Abend Gallery, með samstarf í huga. Galleríið í Kaliforníu, Vanessa Roth Fine Art, hafði svo samband við mig og óskaði eftir samstarfi í gegnum samfélagsmiðla.“ Á nýjustu sýningu Þorgríms, Uppbroti, eru um fimmtán verk. „Nafnið á sýningunni kemur svolítið frá því hvað ég var að hugsa við gerð verkanna, að taka raunsæið í viðfangsefninu og brjóta það upp en líka flötinn á verkinu sjálfu, á frekar óhefðbundinn hátt.“ Hann segir stíl sinn hafa þróast mikið síðustu ár, upphaflega hafi hann fyrst og fremst verið í raunsæjum olíuverkum. Þegar á leið hafi honum byrjað að finnast það leiðinlegt til lengdar og fullþvingað. „Þannig að stíllinn er að þróast og taka hægt á sig nýja mynd. En viðfangsefni mín á þessari sýningu eru nokkuð ólík. Það eru hauskúpur, módel, hestar og landslag.“ Ein myndaserían á sýningunni er tileinkuð melgresi.Ein af myndunum sem eru til sýnis núna í Galleríi Fold.„Sá innblástur kom fyrir slysni. Ég og konan mín eignuðumst tvíbura fyrir tveimur árum, sem gefur að skilja var það mikið álag, að verða svona nýir foreldrar. Við vorum meira og minna ósofin í nokkra mánuði. Pabbi kom öðru hvoru yfir og passaði fyrir okkur.“ Þá hafi Þorgrímur stundum nýtt tækifærið og farið út með myndavélina sína. „Eitt skiptið endaði ég úti á Gróttu þar sem melgresið er, þykkt og gróft gras sem finnst ekki víða. Ég var þarna alveg örmagna, í raun fyrst og fremst að hvíla mig, þannig að ég lagðist niður. Þá tók ég eftir ýmsum myndbyggingum birtast í grasinu.“ Þá hafi hann byrjað að mynda og fundið alls konar skemmtileg sjónarhorn. „Þannig að upp úr þessu volæðisástandi sem ég var í þá varð til mjög spennandi myndasería, sem er svo núna til sýnis. Þessar myndir hafa slegið í gegn á Instagraminu hjá mér, því þær eru svolítið öðruvísi og spennandi.“ Þorgrímur er með yfir 60 þúsund fylgjendur á Instagram. „Það hefur gefið mér mörg tækifæri. Ég hef verið fenginn til að halda fyrirlestra og námskeið erlendis í gegnum Instagram. Ég hélt námskeið sem seldist upp á í Toskana, og verð með annað námskeið þar 1.-7. október. Svo var ég nýverið fenginn til að halda námskeið í Svíþjóð en það er allt á byrjunarstigi.“ Sýningin Uppbrot er í Galleríi Fold og stendur út sunnudaginn 1. september. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ég byrjaði að mála árið 2010, þá var ég í Hollandi að læra tónsmíðar. Ég eiginlega rambaði inn á þetta fyrir slysni, féll í kjölfarið algjörlega fyrir myndlistinni og síðustu fjögur ár hef ég alfarið verið að mála,“ segir Þorgrímur Andri Einarsson, en myndlistarsýning hans, Uppbrot, stendur nú yfir í Galleríi Fold. Þetta er þriðja einkasýning Þorgríms í Galleríi Fold en hann sýnir reglulega erlendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. „Ég hef mest verið að sýna í Denver í Colorado og svo Kaliforníu. Ég nálgaðist sjálfur annað galleríið, Abend Gallery, með samstarf í huga. Galleríið í Kaliforníu, Vanessa Roth Fine Art, hafði svo samband við mig og óskaði eftir samstarfi í gegnum samfélagsmiðla.“ Á nýjustu sýningu Þorgríms, Uppbroti, eru um fimmtán verk. „Nafnið á sýningunni kemur svolítið frá því hvað ég var að hugsa við gerð verkanna, að taka raunsæið í viðfangsefninu og brjóta það upp en líka flötinn á verkinu sjálfu, á frekar óhefðbundinn hátt.“ Hann segir stíl sinn hafa þróast mikið síðustu ár, upphaflega hafi hann fyrst og fremst verið í raunsæjum olíuverkum. Þegar á leið hafi honum byrjað að finnast það leiðinlegt til lengdar og fullþvingað. „Þannig að stíllinn er að þróast og taka hægt á sig nýja mynd. En viðfangsefni mín á þessari sýningu eru nokkuð ólík. Það eru hauskúpur, módel, hestar og landslag.“ Ein myndaserían á sýningunni er tileinkuð melgresi.Ein af myndunum sem eru til sýnis núna í Galleríi Fold.„Sá innblástur kom fyrir slysni. Ég og konan mín eignuðumst tvíbura fyrir tveimur árum, sem gefur að skilja var það mikið álag, að verða svona nýir foreldrar. Við vorum meira og minna ósofin í nokkra mánuði. Pabbi kom öðru hvoru yfir og passaði fyrir okkur.“ Þá hafi Þorgrímur stundum nýtt tækifærið og farið út með myndavélina sína. „Eitt skiptið endaði ég úti á Gróttu þar sem melgresið er, þykkt og gróft gras sem finnst ekki víða. Ég var þarna alveg örmagna, í raun fyrst og fremst að hvíla mig, þannig að ég lagðist niður. Þá tók ég eftir ýmsum myndbyggingum birtast í grasinu.“ Þá hafi hann byrjað að mynda og fundið alls konar skemmtileg sjónarhorn. „Þannig að upp úr þessu volæðisástandi sem ég var í þá varð til mjög spennandi myndasería, sem er svo núna til sýnis. Þessar myndir hafa slegið í gegn á Instagraminu hjá mér, því þær eru svolítið öðruvísi og spennandi.“ Þorgrímur er með yfir 60 þúsund fylgjendur á Instagram. „Það hefur gefið mér mörg tækifæri. Ég hef verið fenginn til að halda fyrirlestra og námskeið erlendis í gegnum Instagram. Ég hélt námskeið sem seldist upp á í Toskana, og verð með annað námskeið þar 1.-7. október. Svo var ég nýverið fenginn til að halda námskeið í Svíþjóð en það er allt á byrjunarstigi.“ Sýningin Uppbrot er í Galleríi Fold og stendur út sunnudaginn 1. september.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira