Enid Blyton sögð kreddufullur rasisti og hommahatari Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2019 14:43 Konunglega myntsláttan í London hefur horfið frá fyrirætlunum um að slá minningarskilding með Blyton vegna meintra óæskilegra áhrifa hennar og kreddufullra viðhorfa. Getty/George Konig Konunglega myntsláttan í London hefur fallið frá áformum um að slá sérstaka mynt til heiðurs barnabókahöfundinum Enid Blyton. Bretlandseyjar loga ekki vegna Brexit heldur þessarar ákvörðunar en þegar hún var kynnt var fullyrt að það gengi ekki því hin gríðarlega vinsæla Blyton væri rasisti, hommahatari sem fyrirliti konur. Óttast var að með slætti myntunnar myndi það vekja upp og eða ýta undir slíkar hvatir.Enginn minningarskildingur um Blyton sleginn Þá fylgdi sögunni að Enid Blyton sé ekkert sérstaklega góður rithöfundur og supu þá margir eldheitir aðdáendur barnabókahöfundarins hveljur en hún er einkum þekkt á Íslandi fyrir Dodda-bækur sínar, Dularfullu bækurnar, Fimm bækurnar og Ævintýrabækurnar.Víða á íslenskum heimilum, í bókahillum, lúra í leynum hættulegar kreddur sem Enid Blyton hefur haldið að milljónum barna víða um heim.visir/nannaMeðal þeirra miðla sem fjalla um málið er Independent en þar er fullyrt að Enid Blyton sé einmitt þekkt fyrir kreddu- og fordómafull viðhorf sín. („stopped because the author is known to have had “racist, sexist and homophobic” views”.) Til stóð að slá þessa mynt í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá dánardægri barnabókahöfundarins og átti andlit hennar að fara á 50p skilding. Það verður ekki.Brexit fellur í skuggann á Bretlandseyjum vegna Blyton Víða á Bretlandseyjum hefur verið tekist á um þetta í dag og í gær. Þannig gagnrýndi Richard Madeley, sjónvarpsmaður og rithöfundur, í þættinum Good Morning Britain þessa ákvörðun og sagði að honum sýndist að ef dregin yrði lína í sandinn, og miðað til dæmis við árið 1955, og lögð við mælistika, gildismat dagsins í dag, þá teldust meira og minna allir rithöfundar taldir kreddufullir.Þannig hefur verið vakin athygli á því að varhugavert geti reynst að afskrifa bókmenntaarfinn á slíkum forsendum. Þáttastjórnandinn bætti við að út frá þeim forsendum væri fráleitt að kalla Endid Blyton hommahatara. Talsmaður Konunglegu myntsláttunnar sagði hins vegar að stefnan þar á bæ væri að minningarmynt af þessu tagi þyrfti að standa sem varða um góð gildi.Glataður höfundur En, á meðan fagna þeir sem telja ríkjandi viðhorf eigi að gilda.Bókaflokkurinn Dularfullu bækurnar náðu miklum vinsældum á Íslandi sem um allan heim auk fleiri bókaflokka eftir Enid Blyton svo sem Dodda-bækurnar, Ævintýrabækurnar og Fimmbækurnar.visir/nannaNú fyrr í dag birtist grein á Independent eftir pistlahöfundinn og blaðamann þar, Rosin O‘Connor sem fagnar þessu og furðar sig á því hversu heitt mál þetta er. Hún segir að fortíðarhyggja eigi ekki að vera afsökun fyrir ömurlegum kreddum Blyton. O‘Connor segir að henni hafi alltaf fundist bækur Enid Blyton lélegar og telur síst orðum aukið að hún hafi verið glataður rithöfundur. Blaðamaðurinn dregur dóttur Blyton til vitnis um það sem mun hafa sagt að hún væri einföld sál sem skrifaði sem barn með hæfni fullorðins. Bókmenntir Bretland Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Konunglega myntsláttan í London hefur fallið frá áformum um að slá sérstaka mynt til heiðurs barnabókahöfundinum Enid Blyton. Bretlandseyjar loga ekki vegna Brexit heldur þessarar ákvörðunar en þegar hún var kynnt var fullyrt að það gengi ekki því hin gríðarlega vinsæla Blyton væri rasisti, hommahatari sem fyrirliti konur. Óttast var að með slætti myntunnar myndi það vekja upp og eða ýta undir slíkar hvatir.Enginn minningarskildingur um Blyton sleginn Þá fylgdi sögunni að Enid Blyton sé ekkert sérstaklega góður rithöfundur og supu þá margir eldheitir aðdáendur barnabókahöfundarins hveljur en hún er einkum þekkt á Íslandi fyrir Dodda-bækur sínar, Dularfullu bækurnar, Fimm bækurnar og Ævintýrabækurnar.Víða á íslenskum heimilum, í bókahillum, lúra í leynum hættulegar kreddur sem Enid Blyton hefur haldið að milljónum barna víða um heim.visir/nannaMeðal þeirra miðla sem fjalla um málið er Independent en þar er fullyrt að Enid Blyton sé einmitt þekkt fyrir kreddu- og fordómafull viðhorf sín. („stopped because the author is known to have had “racist, sexist and homophobic” views”.) Til stóð að slá þessa mynt í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá dánardægri barnabókahöfundarins og átti andlit hennar að fara á 50p skilding. Það verður ekki.Brexit fellur í skuggann á Bretlandseyjum vegna Blyton Víða á Bretlandseyjum hefur verið tekist á um þetta í dag og í gær. Þannig gagnrýndi Richard Madeley, sjónvarpsmaður og rithöfundur, í þættinum Good Morning Britain þessa ákvörðun og sagði að honum sýndist að ef dregin yrði lína í sandinn, og miðað til dæmis við árið 1955, og lögð við mælistika, gildismat dagsins í dag, þá teldust meira og minna allir rithöfundar taldir kreddufullir.Þannig hefur verið vakin athygli á því að varhugavert geti reynst að afskrifa bókmenntaarfinn á slíkum forsendum. Þáttastjórnandinn bætti við að út frá þeim forsendum væri fráleitt að kalla Endid Blyton hommahatara. Talsmaður Konunglegu myntsláttunnar sagði hins vegar að stefnan þar á bæ væri að minningarmynt af þessu tagi þyrfti að standa sem varða um góð gildi.Glataður höfundur En, á meðan fagna þeir sem telja ríkjandi viðhorf eigi að gilda.Bókaflokkurinn Dularfullu bækurnar náðu miklum vinsældum á Íslandi sem um allan heim auk fleiri bókaflokka eftir Enid Blyton svo sem Dodda-bækurnar, Ævintýrabækurnar og Fimmbækurnar.visir/nannaNú fyrr í dag birtist grein á Independent eftir pistlahöfundinn og blaðamann þar, Rosin O‘Connor sem fagnar þessu og furðar sig á því hversu heitt mál þetta er. Hún segir að fortíðarhyggja eigi ekki að vera afsökun fyrir ömurlegum kreddum Blyton. O‘Connor segir að henni hafi alltaf fundist bækur Enid Blyton lélegar og telur síst orðum aukið að hún hafi verið glataður rithöfundur. Blaðamaðurinn dregur dóttur Blyton til vitnis um það sem mun hafa sagt að hún væri einföld sál sem skrifaði sem barn með hæfni fullorðins.
Bókmenntir Bretland Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira