Vilja ekki endurtaka sig Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. september 2019 08:00 Við höfum báðir talað um það að við vildum sýna saman og það er gaman að það skuli nú gerast. Fréttablaðið/Valli Valheimur er yfirskrift sýningar Matthíasar Rúnars Sigurðssonar og Sigurðar Ámundasonar sem nú stendur yfir í Hverfisgalleríi. Báðir sækja innblástur í epískar frásagnarhefðir, furðuheima og goðsagnir.Form og þróun Matthías gerir höggmyndir. „Flest verkin eru úr grágrýti og eitt verkið er úr gabbró sem minnir nokkuð á granít. Gabbróið fékk ég í Steinkompaníinu en ég fæ stundum steina þaðan og finn líka sjálfur steina og vel þá steina sem ég get borið,“ segir Matthías. „Ég byrja á því að grófmóta steinana og bý til formið og nota meðal annars hamar og meitil en einnig önnur verkfæri sem standa mér til boða, þar á meðal rafmagnsverkfæri. Í seinni tíð hef ég hugsað æ meir um formið á verkunum.“ Sigurður gerir stórar teikningar með kúlupenna og trélitum. „Ég skissa aldrei heldur byrja og tek ómeðvitaðar ákvarðanir um það hvernig teikningin á að vera. Þegar ég er búinn að gera myndina þá sé ég oft að þar er ákveðin myndbygging og einhvers konar samtal í gangi sem ég var ekki endilega búinn að velta fyrir mér. Ég ætlaði mér kannski að gera eitthvað allt öðruvísi en myndin þróaðist í aðra átt. Ég ætla mér til dæmis aldrei að hafa mikið af litadýrð í myndunum en hún kemur bara af sjálfu sér,“ segir Sigurður. Spurðir um áhrif segir Matthías: „Ég veit ekki alveg hvaðan áhrifin koma en kvikmyndir eru alveg örugglega áhrifavaldur.“ Sigurður nefnir einnig kvikmyndir og segist líka vera undir áhrifum frá vísindaskáldsögum, teiknimyndum og goðsögum. „Joseph Campbell útskýrði goðsögulegt myndmál á skemmtilegan hátt með því að taka dæmi af sögunni af prinsinum sem bjargar prinsessunni frá drekanum. Prinsinn stendur fyrir hugrekkið, prinsessan fyrir sakleysið og drekinn er skrímslið. Allt þetta er inni í okkur sjálfum. Þegar ég teikna dýr vil ég gefa því mannlega eiginleika og tengja það þannig við dýrið í sjálfum okkur.“ Báðir segjast þeir leita eftir því að gera eitthvað sem þeir hafa ekki gert áður og byggja þannig upp þekkingu. „Maður vill ekki endurtaka sig,“ segir Sigurður. Þeir eru vinir en segja það vera algjöra tilviljun að þeir voru valdir til að sýna saman. „Við höfum báðir talað um það að við vildum sýna saman og það er gaman að það skuli nú gerast,“ segja þeir. Sýning þeirra stendur til 5. október. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Valheimur er yfirskrift sýningar Matthíasar Rúnars Sigurðssonar og Sigurðar Ámundasonar sem nú stendur yfir í Hverfisgalleríi. Báðir sækja innblástur í epískar frásagnarhefðir, furðuheima og goðsagnir.Form og þróun Matthías gerir höggmyndir. „Flest verkin eru úr grágrýti og eitt verkið er úr gabbró sem minnir nokkuð á granít. Gabbróið fékk ég í Steinkompaníinu en ég fæ stundum steina þaðan og finn líka sjálfur steina og vel þá steina sem ég get borið,“ segir Matthías. „Ég byrja á því að grófmóta steinana og bý til formið og nota meðal annars hamar og meitil en einnig önnur verkfæri sem standa mér til boða, þar á meðal rafmagnsverkfæri. Í seinni tíð hef ég hugsað æ meir um formið á verkunum.“ Sigurður gerir stórar teikningar með kúlupenna og trélitum. „Ég skissa aldrei heldur byrja og tek ómeðvitaðar ákvarðanir um það hvernig teikningin á að vera. Þegar ég er búinn að gera myndina þá sé ég oft að þar er ákveðin myndbygging og einhvers konar samtal í gangi sem ég var ekki endilega búinn að velta fyrir mér. Ég ætlaði mér kannski að gera eitthvað allt öðruvísi en myndin þróaðist í aðra átt. Ég ætla mér til dæmis aldrei að hafa mikið af litadýrð í myndunum en hún kemur bara af sjálfu sér,“ segir Sigurður. Spurðir um áhrif segir Matthías: „Ég veit ekki alveg hvaðan áhrifin koma en kvikmyndir eru alveg örugglega áhrifavaldur.“ Sigurður nefnir einnig kvikmyndir og segist líka vera undir áhrifum frá vísindaskáldsögum, teiknimyndum og goðsögum. „Joseph Campbell útskýrði goðsögulegt myndmál á skemmtilegan hátt með því að taka dæmi af sögunni af prinsinum sem bjargar prinsessunni frá drekanum. Prinsinn stendur fyrir hugrekkið, prinsessan fyrir sakleysið og drekinn er skrímslið. Allt þetta er inni í okkur sjálfum. Þegar ég teikna dýr vil ég gefa því mannlega eiginleika og tengja það þannig við dýrið í sjálfum okkur.“ Báðir segjast þeir leita eftir því að gera eitthvað sem þeir hafa ekki gert áður og byggja þannig upp þekkingu. „Maður vill ekki endurtaka sig,“ segir Sigurður. Þeir eru vinir en segja það vera algjöra tilviljun að þeir voru valdir til að sýna saman. „Við höfum báðir talað um það að við vildum sýna saman og það er gaman að það skuli nú gerast,“ segja þeir. Sýning þeirra stendur til 5. október.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira