Lífið

Succession-stjarna á von á barni

Ástralska leikkonan og Succession-stjarnan Sarah Snook og eiginmaður hennar David Lawson eiga von á barni. Hin 35 ára Snook afhjúpaði óléttubumbuna í frumsýningarpartýi fjórðu þáttaraðar Succession í New York í gærkvöldi.

Lífið

Idol-stjarna gerist út­­varps­­maður

Guðjón Smári Smárason heillaði þjóðina upp úr skónum í Idolinu í vetur. Einstök rödd hans og lífleg framkoma komu honum alla leið í fimm manna úrslit en þar lauk þátttöku hans. Aðdáendur Guðjóns þurfa þó ekki að örvænta því þeir geta nú hlustað á rödd hans í útvarpsþættinum Grjótinu alla miðvikudaga á FM957.

Lífið

Vill ekki fegra hlutina með list sinni: „Mikilvægt að segja allan sannleikann“

„Mér hefur alltaf fundist það svo mikilvægur partur af því að vera til að segja allan sannleikann,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni, þar sem verk Siggu Bjargar tala við verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningin var valin ein af áhugaverðustu myndlistarsýningum Norðurlandanna árið 2023 af tísku-og lífstílstímaritinu Vogue Scandinavia. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Diljá komin á toppinn

Eurovision stjarnan Diljá trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með lagið sitt Power, sem bar eftirminnilega sigur úr býtum í Söngvakeppninni á dögunum.

Tónlist

Labbaði á tískusýningu komin átta mánuði á leið

Stílistinn og tískuskvísan Karin Arnhildardóttir hefur brennandi áhuga á klæðaburði og reynir alltaf að kaupa flíkur sem endast lengi. Stíllinn hennar hefur breyst svolítið á síðustu árum þar sem hún sækir meira í þægindi, sem hún segir ekki alltaf hafa verið í forgangi hjá sér. Karin er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Tár: Enginn grætur Lydiu Tár

Kvikmyndin Tár rétt rataði í kvikmyndahús fyrir Óskarsverðlaunahelgina síðast liðnu og hægt að sjá hana í Bíó Paradís. Því miður birtist hún á sjóræningjasíðum fyrir margt löngu og mögulega margir freistast til að svindla og horfa þar. Ég mæli ekki með því, Tár er BÍÓmynd. 

Gagnrýni

Mennta­skólinn í Reykja­vík vann Gettu betur

Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, rétt í þessu. Lið MR hlaut 36 stig gegn 25 stigum liðs Framhaldsskóla Suðurlands. MR varði þannig titilinn og Hljóðneminn fer aftur á sinn stað á þriðju hæð Gamla skóla.

Lífið

Láta Guinness skort ekki stoppa sig á degi heilags Patreks

Guinness skortur er á landinu á sjálfum heilögum degi Patreks. Rekstrarstjóri Ölstöfu Kormáks og Skjaldar segir landsmenn hafa verið duglega að drekka Guinness í vetur en þau leggja þess í stað áherslu á aðra írska drykki í dag. Búist er við að fjölmargir máli bæinn grænan í kvöld.

Lífið

Sótti í danskar rætur og var grimmur á Duolingo

„Þetta er rosalega stór og mikil mynd, epísk og stór,“ segir leikarinn Hilmar Guðjónsson sem fer með hlutverk í myndinni Volaða land. Myndin er tilnefnd til ellefu Edduverðlauna, þar á meðal sem kvikmynd ársins en auk þess er Hilmar tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki.

Lífið