Innlent

„Oft ansi ljótir hlutir sagðir á meðan maður er að spila“

Ísabella Lindudóttir hefur síðustu ár spilað mikið af tölvuleikjum þar sem margir spila saman. Hún lendir ítrekað í því að talað sé við hana í kynferðislegum tón eða henni jafnvel hótað ofbeldi. Hún segir mikilvægt að þetta sé rætt og reynt að koma í veg fyrir þetta. 

Innlent

„Akkúrat þessi fyrir­vari sem veldur okkur á­hyggjum“

„Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara.

Innlent

Hraðinn á fólks­fjölguninni valdi vaxtaverkjum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist hafa verulegar áhyggjur af því að stéttaskipting og ójöfnuður festist í sessi í íslensku samfélagi þegar að komi að innflytjendum. Hann telur innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á landi síðustu ár

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt.

Innlent

Piltar taldir hafa verið að verki

Ekki er vitað hversu margir gerendur voru að verki þegar pilti var ógnað með hnífi við Laugardalslaug í gær. Tilkynnt var um atvikið um hálftíma eftir að það átti sér stað og talið er að aðrir piltar hafi verið að verki.

Innlent

Ís­lendingar flykkjast í sólina á Tenerife

Um tvö þúsund Íslendingar sleikja nú sólina á Tenerife í hverri viku en ferðir til eyjunnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú. Loftslagið þykir mjög gott á eyjunni fyrir Íslendinga og þá er lítið sem ekkert um pöddur þar og yfirleitt mjög hreinlegt.

Innlent

Lá milli heims og helju eftir mislingasmit

Sveinbjörn Bjarnason var á fimmtánda ári þegar hann smitaðist af mislingum. Þetta var árið 1959, tæpum aldarfjórðungi áður en byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum hér á landi. Margir fengu mislinga án þess að bera skaða af.  Þannig var það ekki í tilfelli Sveinbjarnar. Mislingarnir kostuðu hann næstum lífið. 

Innlent

Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliða­ár

Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast.

Innlent

Heitt vatn komið á í Grinda­vík

Heitt vatn er komið aftur á í Grindavík og gert er ráð fyrir eðlilegum þrýstingi á hitaveituna eftir helgi. Í dag var ný hjáveitulögn tengd við hitaveituna.

Innlent

Von­brigði að allir gesta­kokkar há­tíðarinnar séu karl­kyns

Matarhátíðin Food & Fun hefst í 23. sinn í byrjun næsta mánaðar. Að vanda tekur fjöldi gestakokka þátt. Tvær konur í veitingageiranum á Íslandi segja það stinga verulega í stúf að allir séu þeir karlkyns. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir óheppni hafa valdið því að fáar konur taki þátt. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs frá innrás; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan

Innlent

Funda aftur í há­deginu á morgun

Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk nú um klukkan hálf sex. Boðað hefur verið til annars fundar klukkan tólf á morgun.

Innlent

Ný lögn í gegnum hraunið

Lokað er fyrir heitt vatn á Grindavík meðan unnið er að því að tengja hjáveitulögn í bæinn. Með lögninni tapast minna af heitu vatni og hægt er að auka þrýstinginn. Um 25 manns vinna að verkinu, sem gengur vel. 

Innlent

Bíl­stjórinn tekinn úr um­ferð hjá Pant

Bílstjóri Hreyfils sem skildi fatlaðan dreng eftir við Víkingsheimilið á fimmtudag í stað þess að aka honum heim ekur ekki lengur fyrir Pant, akstursþjónustu fatlaðs fólks. Það staðfestir Haraldur Axel Gunnarsson framkvæmdastjóri Hreyfils.

Innlent

Mikil upp­bygging fram­undan í Fjarðabyggð

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð undirbúa sig nú undir mikla fjölgun íbúa í sveitarfélaginu en samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er gert ráð fyrir að íbúunum fjölgi um tæp 10 prósent næstu fimm árin, eða um 520 íbúa. Í dag eru íbúarnir um 5.400 talsins.

Innlent

Mál Alberts látið niður falla

Héraðssaksóknari hefur fellt niður kynferðisbrotamál gegn knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni. Síðasta sumar var hann kærður fyrir kynferðisbrot.

Innlent

„Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur“

Samninganefndir breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú hjá Ríkissáttasemjara, en VR sagði sig úr fylkingunni í gær. Á sama tíma undirbúa Fagfélögin verkfallsaðgerðir. Formaðurinn fylgist vel með en gefur ekki upp hvort VR sláist í för með þeim.

Innlent

Fatlaður drengur fannst illa haldinn fjarri heimili sínu

Móðir fatlaðs drengs sem skilaði sér ekki heim úr akstursþjónustu segir heppni að ekki fór verr. Sonur hennar fannst í Víkingsheimilinu um hálftíma eftir að hann fór úr leigubíl frá Pant, akstursþjónustu fatlaðs fólks. Bílstjórinn keyrir ekki lengur fyrir Pant.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Samninganefndir Breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú hjá Ríkissáttasemjara, en VR sagði sig úr fylkingunni í gær. Á sama tíma undirbúa Fagfélögin verkfallsaðgerðir. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Innlent

Kalli í Pelsinum látinn

Athafnamaðurinn Karl J. Stein­gríms­son er látinn. Karl, sem var gjarnan kenndur við verslunina Pelsinn, lést síðastliðinn fimmtudag, 22. febrúar, 76 ára að aldri.

Innlent