Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júlí 2025 20:30 Jóhann Már Helgason segir vel hægt að setja gott regluverk í kringum bjórsölu á knattspyrnuleikjum sem sýni sig að haldi uppi stemningu og trekki áhorfendur að. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga fundað með forsvarsmönnum knattspyrnufélaga vegna áfengissölu og hefur eitt þeirra hætt henni á meðan leyfisumsókn stendur. Fyrrum framkvæmdastjóri segir félögin verða fyrir gríðarlegu tapi vegna málsins, tekjur af bjórsölu séu í sumum tilvikum orðnar meiri en af miðasölu. Enginn bjór var seldur á leik Víkings og Aftureldingar í Bestu deild karla í Víkinni á sunnudagskvöld. Formaður knattspyrnudeildar Víkings sagði í samtali við fréttastofu félagið hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig eftir fund með lögreglu, umsókn um leyfi sé komin í ferli. Auk funda mætti lögregla á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ og gerði athugasemdir við að fólk færi með bjór upp í stúku, sem ekki er leyfilegt. Jóhann Már Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóri og sérfræðingur í fjármálum íþróttafélaga segir félögin verða af gríðarlegum fjárhæðum á meðan áfengissala sé sett á hlé. „Þá hefur maður heyrt það núna eftir samtölin sem maður hefur átt við aðila sem eru starfandi núna sem framkvæmdastjórar félaga að í rauninni er bjórsala á leikjum orðin stærri að einhverju leyti en sjálf miðasalan, þannig það gefur auga leið að þetta setur strik í reikninginn rekstrarlega séð.“ Fólk sæki einfaldlega annað Góður heimaleikur geti gefið af sér yfir milljón í tekjur af bjórsölu og segir Jóhann þær tekjur sérstaklega skipta máli fyrir minni félög í þungum rekstri. Mikil umræða hefur skapast um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum að undanförnu. „Þessir leikir eru yfirleitt spilaðir á sunnudags eða mánudagskvöldum. Það er enginn ofurölvi eða mikil drykkja, þetta er í raun einn til tveir á mann og bara mjög, hvað segir maður, þægilegt og engin öfgastemning í þessu.“ Dæmin sýni að bjóði félögin ekki upp á bjór leiti fólk einfaldlega annað. „Þessi þjónusta, hún er í raun þá bara sótt annað. Fólk hittist á einhverjum bar og gerir þetta þar fyrir leik, jafnvel eftir leik, við erum að sjá það líka. Þarna er í rauninni þá klúbburinn að taka þessar tekjur til sín og þá er þetta partur af þessari leikdagsupplifun, bætir stemninguna á leiknum líka. Þannig að fyrir mér er eina vitið að leyfa þetta bara, bara finna gott og þægilegt regluverk utan um þetta sem við getum sótt til dæmis til Svíþjóðar. Ef við viljum hafa í rauninni þannig reglur að það sé eitthvað áfengislaust svæði í stúkunni þá er hægt að smíða það þannig og allt hvaðeina.“ Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Enginn bjór var seldur á leik Víkings og Aftureldingar í Bestu deild karla í Víkinni á sunnudagskvöld. Formaður knattspyrnudeildar Víkings sagði í samtali við fréttastofu félagið hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig eftir fund með lögreglu, umsókn um leyfi sé komin í ferli. Auk funda mætti lögregla á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ og gerði athugasemdir við að fólk færi með bjór upp í stúku, sem ekki er leyfilegt. Jóhann Már Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóri og sérfræðingur í fjármálum íþróttafélaga segir félögin verða af gríðarlegum fjárhæðum á meðan áfengissala sé sett á hlé. „Þá hefur maður heyrt það núna eftir samtölin sem maður hefur átt við aðila sem eru starfandi núna sem framkvæmdastjórar félaga að í rauninni er bjórsala á leikjum orðin stærri að einhverju leyti en sjálf miðasalan, þannig það gefur auga leið að þetta setur strik í reikninginn rekstrarlega séð.“ Fólk sæki einfaldlega annað Góður heimaleikur geti gefið af sér yfir milljón í tekjur af bjórsölu og segir Jóhann þær tekjur sérstaklega skipta máli fyrir minni félög í þungum rekstri. Mikil umræða hefur skapast um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum að undanförnu. „Þessir leikir eru yfirleitt spilaðir á sunnudags eða mánudagskvöldum. Það er enginn ofurölvi eða mikil drykkja, þetta er í raun einn til tveir á mann og bara mjög, hvað segir maður, þægilegt og engin öfgastemning í þessu.“ Dæmin sýni að bjóði félögin ekki upp á bjór leiti fólk einfaldlega annað. „Þessi þjónusta, hún er í raun þá bara sótt annað. Fólk hittist á einhverjum bar og gerir þetta þar fyrir leik, jafnvel eftir leik, við erum að sjá það líka. Þarna er í rauninni þá klúbburinn að taka þessar tekjur til sín og þá er þetta partur af þessari leikdagsupplifun, bætir stemninguna á leiknum líka. Þannig að fyrir mér er eina vitið að leyfa þetta bara, bara finna gott og þægilegt regluverk utan um þetta sem við getum sótt til dæmis til Svíþjóðar. Ef við viljum hafa í rauninni þannig reglur að það sé eitthvað áfengislaust svæði í stúkunni þá er hægt að smíða það þannig og allt hvaðeina.“
Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira