Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2025 20:05 Ásmundur Ernir og Hlökk en Ásmundur hefur séð um að þjálfa hana síðust ár og hefur náð feiknagóðum árangri með hryssuna á þeim mótum, sem þau hafa keppt á. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hryssan Hlökk er eitt allra efnilegasta hross, sem hefur komið fram hér á landi en hún og knapi hennar, Ásmundur Ernir Snorrason unnu öll helstu verðlaun á Íslandsmóti á Selfossi um helgina. „ Dekurprinsessa“, segir Ásmundur. Keflvíkingurinn Ásmundur Ernir og Hlökk, sem er frá Strandarhöfði í Ásahreppi og er í eigu þeirra Guðmundar Más Stefánssonar og Auðar Margrétar Möller, fóru á kostum á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna á Selfossi um helgina og sópuðu til sín öllum helstu verðlaununum. Fótaburður Hlakkar þykir einstakur en það fór þó illa í töltkeppninni því þá fór skeifa undan hryssunni og þau þurftu því að yfirgefa keppnisvöllinn. Sárt, en svona er þetta stundum, það eru ekki alltaf jólin. „Við urðum Íslandsmeistarar í fjórgang og samanlögðum greinum, sem er tekið út frá forkeppninni í fjórgang og töltgreinunum. Og svo varð ég Íslandsmeistari líka í samanlögðum greinum í fimmgangi,“ segir Ásmundur Ernir stoltur. „Þetta er náttúrulega ofboðslegur gæðingur með mikill hreyfingu og með þessum miklum hreyfingum er búið að taka svolítinn tíma í að byggja upp styrkinn í að geta klárað öll þessu verkefni, sem hún er búin að leysa svo vel núna í ár,“ segir Ásmundur Ernir. En er ekki ótrúlegt hvað hún lyftir hátt þegar hún töltir eða hvað? „Jú, það eru margir, sem halda bara að lappirnar séu að fara að slitna af henni en það er eitthvað alveg ótrúlegt hvað hún getur gert,“ segir Ásmundur. Verðlaunin inn í stofu heima hjá Ásmundi Erni og fjölskyldu, sem komu eftir keppnina á Hlökk á Íslandsmótinu á Selfossi um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir Hlökk mikinn ljúfling. „Ég er kannski búin að búa til svona of mikla „dekurprinsessu“, segir hann hlægjandi. Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort Hlökk keppir á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í næsta mánuði, það mun skýrst á næstu dögum. Heimasætan á Litla Landi, Eva Hrönn, átta ára er mikil hestastelpa og fer stundum á bak á Hlökk. En hvernig hestur er Hlökk? „Hún er mjög hágeng og mjög góð hryssa,“ segir Eva. En hvor er betri á hestum, þú eða pabbi þinn? „Ég“, segir Eva og var fljót til svars. Eva Hrönn Ásmundsdóttir, 8 ára hestastelpa á Litla landi fær stundum að fara á bak á Hlökk en þær eru mjög góðar vinkonur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Hestar Dýr Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Keflvíkingurinn Ásmundur Ernir og Hlökk, sem er frá Strandarhöfði í Ásahreppi og er í eigu þeirra Guðmundar Más Stefánssonar og Auðar Margrétar Möller, fóru á kostum á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna á Selfossi um helgina og sópuðu til sín öllum helstu verðlaununum. Fótaburður Hlakkar þykir einstakur en það fór þó illa í töltkeppninni því þá fór skeifa undan hryssunni og þau þurftu því að yfirgefa keppnisvöllinn. Sárt, en svona er þetta stundum, það eru ekki alltaf jólin. „Við urðum Íslandsmeistarar í fjórgang og samanlögðum greinum, sem er tekið út frá forkeppninni í fjórgang og töltgreinunum. Og svo varð ég Íslandsmeistari líka í samanlögðum greinum í fimmgangi,“ segir Ásmundur Ernir stoltur. „Þetta er náttúrulega ofboðslegur gæðingur með mikill hreyfingu og með þessum miklum hreyfingum er búið að taka svolítinn tíma í að byggja upp styrkinn í að geta klárað öll þessu verkefni, sem hún er búin að leysa svo vel núna í ár,“ segir Ásmundur Ernir. En er ekki ótrúlegt hvað hún lyftir hátt þegar hún töltir eða hvað? „Jú, það eru margir, sem halda bara að lappirnar séu að fara að slitna af henni en það er eitthvað alveg ótrúlegt hvað hún getur gert,“ segir Ásmundur. Verðlaunin inn í stofu heima hjá Ásmundi Erni og fjölskyldu, sem komu eftir keppnina á Hlökk á Íslandsmótinu á Selfossi um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir Hlökk mikinn ljúfling. „Ég er kannski búin að búa til svona of mikla „dekurprinsessu“, segir hann hlægjandi. Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort Hlökk keppir á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í næsta mánuði, það mun skýrst á næstu dögum. Heimasætan á Litla Landi, Eva Hrönn, átta ára er mikil hestastelpa og fer stundum á bak á Hlökk. En hvernig hestur er Hlökk? „Hún er mjög hágeng og mjög góð hryssa,“ segir Eva. En hvor er betri á hestum, þú eða pabbi þinn? „Ég“, segir Eva og var fljót til svars. Eva Hrönn Ásmundsdóttir, 8 ára hestastelpa á Litla landi fær stundum að fara á bak á Hlökk en þær eru mjög góðar vinkonur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Hestar Dýr Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira