Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2025 15:00 Jón Gunnarsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og félagar í Sjálfstæðisflokknum hafa farið mikinn í umræðu um veiðigjöldin á Alþingi. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ræður tengdar frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum verða eins margar og til þurfi þar til málið verði tekið af dagskrá. Því verði ekki hleypt óbreyttu í gegn. Hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi, ekki sérhagsmunir. Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. „Virðulegur forseti. Það er talað um hér að það sé búið að halda hér mörg hundruð, ég man ekki 1400 ræður, háttvirtur þingmaður Sigmar Guðmundsson er upptekin við að telja og það er ágætt. Þær geta alveg eins verið 2.800. Þær verða eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er,“ sagði Jón í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann sagði Hönnu Katrín Friðriksson ekki fara með rétt mál um að atvinnuveganefnd Alþingis hafi starfað af samviskusemi og aflað góðra gagn í málinu. Hið rétta væri að stjórnarandstaðan hefði þurft að gera ítrekaðar breytingar á frumvarpinu. „Það liggur fyrir að ef málið hefði veirð afgreitt eins og ráðherra kom með það í þingið, og sagði að það væri fullkomið, að allir útreikningar stæðust, þá væri stórslys í uppsiglingu, stórslys í óvandaðri lagasetningu.“ Hanna Katrín sagði í sömu umræðum að málið hefði farið í eðlilegan farveg þingsins þar sem brugðist hefði verið við athugasemdum úr samráðsgátt stjórnvalda og tekið breytingum í störfum nefndarinnar. Jón var fastur fyrir í afstöðu sinni og sagði eðilegan farveg að taka málið af dagskrá og vinna betur. Ella yrði umræðum um málið ekki hætt. „Því við erum að ræða hagsmuni, ekki sérhagsmuni heldur hagsmuni þjóðarinnar.“ Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu samningaviðræður þingflokkanna á Alþingi í fréttum Sýnar í gær. Samningsvilji væri hjá öllum en nokkur mál flæktu stöðuna. Sigmar sagði veiðigjöldin erfiðasta hnútinn að leysa. Minnihluti á Alþingi ætti ekki að geta komið í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu mála. Hildur sagði verkefni stjórnarandstöðunnar að miðla málum og sum mál væru hreinlega ekki tæk til afgreiðslu. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15 Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. „Virðulegur forseti. Það er talað um hér að það sé búið að halda hér mörg hundruð, ég man ekki 1400 ræður, háttvirtur þingmaður Sigmar Guðmundsson er upptekin við að telja og það er ágætt. Þær geta alveg eins verið 2.800. Þær verða eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er,“ sagði Jón í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann sagði Hönnu Katrín Friðriksson ekki fara með rétt mál um að atvinnuveganefnd Alþingis hafi starfað af samviskusemi og aflað góðra gagn í málinu. Hið rétta væri að stjórnarandstaðan hefði þurft að gera ítrekaðar breytingar á frumvarpinu. „Það liggur fyrir að ef málið hefði veirð afgreitt eins og ráðherra kom með það í þingið, og sagði að það væri fullkomið, að allir útreikningar stæðust, þá væri stórslys í uppsiglingu, stórslys í óvandaðri lagasetningu.“ Hanna Katrín sagði í sömu umræðum að málið hefði farið í eðlilegan farveg þingsins þar sem brugðist hefði verið við athugasemdum úr samráðsgátt stjórnvalda og tekið breytingum í störfum nefndarinnar. Jón var fastur fyrir í afstöðu sinni og sagði eðilegan farveg að taka málið af dagskrá og vinna betur. Ella yrði umræðum um málið ekki hætt. „Því við erum að ræða hagsmuni, ekki sérhagsmuni heldur hagsmuni þjóðarinnar.“ Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu samningaviðræður þingflokkanna á Alþingi í fréttum Sýnar í gær. Samningsvilji væri hjá öllum en nokkur mál flæktu stöðuna. Sigmar sagði veiðigjöldin erfiðasta hnútinn að leysa. Minnihluti á Alþingi ætti ekki að geta komið í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu mála. Hildur sagði verkefni stjórnarandstöðunnar að miðla málum og sum mál væru hreinlega ekki tæk til afgreiðslu.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15 Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15
Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent