Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2025 15:00 Jón Gunnarsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og félagar í Sjálfstæðisflokknum hafa farið mikinn í umræðu um veiðigjöldin á Alþingi. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ræður tengdar frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum verða eins margar og til þurfi þar til málið verði tekið af dagskrá. Því verði ekki hleypt óbreyttu í gegn. Hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi, ekki sérhagsmunir. Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. „Virðulegur forseti. Það er talað um hér að það sé búið að halda hér mörg hundruð, ég man ekki 1400 ræður, háttvirtur þingmaður Sigmar Guðmundsson er upptekin við að telja og það er ágætt. Þær geta alveg eins verið 2.800. Þær verða eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er,“ sagði Jón í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann sagði Hönnu Katrín Friðriksson ekki fara með rétt mál um að atvinnuveganefnd Alþingis hafi starfað af samviskusemi og aflað góðra gagn í málinu. Hið rétta væri að stjórnarandstaðan hefði þurft að gera ítrekaðar breytingar á frumvarpinu. „Það liggur fyrir að ef málið hefði veirð afgreitt eins og ráðherra kom með það í þingið, og sagði að það væri fullkomið, að allir útreikningar stæðust, þá væri stórslys í uppsiglingu, stórslys í óvandaðri lagasetningu.“ Hanna Katrín sagði í sömu umræðum að málið hefði farið í eðlilegan farveg þingsins þar sem brugðist hefði verið við athugasemdum úr samráðsgátt stjórnvalda og tekið breytingum í störfum nefndarinnar. Jón var fastur fyrir í afstöðu sinni og sagði eðilegan farveg að taka málið af dagskrá og vinna betur. Ella yrði umræðum um málið ekki hætt. „Því við erum að ræða hagsmuni, ekki sérhagsmuni heldur hagsmuni þjóðarinnar.“ Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu samningaviðræður þingflokkanna á Alþingi í fréttum Sýnar í gær. Samningsvilji væri hjá öllum en nokkur mál flæktu stöðuna. Sigmar sagði veiðigjöldin erfiðasta hnútinn að leysa. Minnihluti á Alþingi ætti ekki að geta komið í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu mála. Hildur sagði verkefni stjórnarandstöðunnar að miðla málum og sum mál væru hreinlega ekki tæk til afgreiðslu. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15 Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. „Virðulegur forseti. Það er talað um hér að það sé búið að halda hér mörg hundruð, ég man ekki 1400 ræður, háttvirtur þingmaður Sigmar Guðmundsson er upptekin við að telja og það er ágætt. Þær geta alveg eins verið 2.800. Þær verða eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er,“ sagði Jón í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann sagði Hönnu Katrín Friðriksson ekki fara með rétt mál um að atvinnuveganefnd Alþingis hafi starfað af samviskusemi og aflað góðra gagn í málinu. Hið rétta væri að stjórnarandstaðan hefði þurft að gera ítrekaðar breytingar á frumvarpinu. „Það liggur fyrir að ef málið hefði veirð afgreitt eins og ráðherra kom með það í þingið, og sagði að það væri fullkomið, að allir útreikningar stæðust, þá væri stórslys í uppsiglingu, stórslys í óvandaðri lagasetningu.“ Hanna Katrín sagði í sömu umræðum að málið hefði farið í eðlilegan farveg þingsins þar sem brugðist hefði verið við athugasemdum úr samráðsgátt stjórnvalda og tekið breytingum í störfum nefndarinnar. Jón var fastur fyrir í afstöðu sinni og sagði eðilegan farveg að taka málið af dagskrá og vinna betur. Ella yrði umræðum um málið ekki hætt. „Því við erum að ræða hagsmuni, ekki sérhagsmuni heldur hagsmuni þjóðarinnar.“ Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu samningaviðræður þingflokkanna á Alþingi í fréttum Sýnar í gær. Samningsvilji væri hjá öllum en nokkur mál flæktu stöðuna. Sigmar sagði veiðigjöldin erfiðasta hnútinn að leysa. Minnihluti á Alþingi ætti ekki að geta komið í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu mála. Hildur sagði verkefni stjórnarandstöðunnar að miðla málum og sum mál væru hreinlega ekki tæk til afgreiðslu.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15 Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. 30. júní 2025 19:15
Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. 30. júní 2025 08:32