Erlent

Pútín sagður eiga von á barni

Vladímír Pútín Rússlandsforseti er sagður eiga von á barni með ástkonu sinni Alina Kabaeva. Forsetinn á að minnsta kosti tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Lyudmila Shkrebneva, en er talinn eiga nokkur börn í laumi með ástkonum sínum.

Erlent

Út­göngu­spár benda til stór­sigurs flokks Abe

Japanir ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til þings. Flokkunum tveimur sem fara saman með stjórn Japans er spáð 69 til 83 sætum af þeim 125 sem eru í efri deild japanska þingsins. Frjálslyndir demókratar, flokkur fyrrverandi forsætisráðherrans Shinzo Abe, sem var myrtur á dögunum, gæti staðið uppi með hreinan meirihluta.

Erlent

Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta

Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum.

Erlent

Ný öryggisstilling Apple væntanleg

Ný öryggisstilling Apple var kynnt á miðvikudag en stillingin er kölluð „Lockdown mode.“ Stillingin er andsvar Apple við meinhugbúnaði sem hefur til dæmis verið notaður til þess að fylgjast með stjórnmálafólki og fréttamönnum í leyni.

Erlent

Mót­mælendur brutust inn á heimili for­seta Srí Lanka

Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Erlent

Minnst sextán látin eftir flóð á Indlandi

Minnst sextán eru látin og tugir eru slasaðir eftir gríðarlegt asaflóð í Kasmír-héraði á Indlandi. Flóðið varð á meðan þúsundir voru í pílagrímsferð að íshelli í Himalajafjöllum.

Erlent

Í­halds­öfl við völd í Hæsta­rétti Banda­ríkjanna

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri.

Erlent

Senda fleiri HIMARS og nákvæmari skot til Úkraínu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri vopnakerfi og nákvæm skotfæri til Úkraínu. Bæði er um að ræða eldflaugakerfi af gerðinni HIMARS, sem gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð, og 155 mm skot í fallbyssur sem hægt er að skjóta af mun meiri nákvæmni en hefðbundnum stórskotaliðsskotum.

Erlent

Telur morðið geta haft á­hrif á úr­slit kosninga

Japanska þjóðin er slegin eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á útifundi í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag.

Erlent

Rússar halda áfram að kenna öðrum um innrásina

Á sama tíma og Rússar leggja undir sig gífurlegar olíu- og gasauðlindir Úkraínu á Donbas svæðinu sem gætu farið langt með að svara orkuþörf Evrópu, halda þeir áfram að kenna Bandaríkjunum og NATO um þeirra eigin innrás í landið.

Erlent

Játar að hafa myrt Abe

Tetsuya Yamagami hefur játað að hafa myrt Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japan. Yamagami skaut Abe með haglabyssu í nótt þegar hann var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í borginni Nara.

Erlent

Fundu mögu­legar sprengjur heima hjá bana­manni Abe

Mögulegt sprengjuefni fannst við leit lögreglunnar í íbúð hins 41 árs gamla Tetsuya Yamagami sem skaut Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, til bana í nótt. Abe var fluttur á sjúkrahús í kjölfar árásarinnar en lést af sárum sínum nokkrum tímum síðar.

Erlent

Nýr leið­togi Í­halds­flokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur

Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum.

Erlent

Barna­níðings­mælirinn ekki meið­yrði

Sacha Baron Cohen var í gær sýknaður fyrir dómi í Manhattan í máli sem Roy Moore, fyrrverandi dómari í Alabama, höfðaði gegn honum. Moore vildi meina að Cohen hafi látið hann líta út fyrir að vera barnaníðing í þætti sínum „Who Is America?“.

Erlent

Harry prins vann meið­yrða­mál

Harry Bretaprins lagði útgefanda Daily Mail í meiðyrðamáli sem hann höfðaði eftir að grein í The Mail on Sunday um meinta yfirhylmingu prinsins á deilum hans við krúnuna var birt.

Erlent