Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. ágúst 2023 14:00 Fangelsi í höfuðborginni Port-au-Prince. Getty/Niels Salomonsen Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. Evest Adonis beið spenntur eftir því á hverjum degi að heyra nafn sitt kallað upp. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 3.378 daga, rúmlega níu ár, þegar kallið loksins kom og málið hans kom fyrir dóm. 800 fangar í 200 manna fangelsi Adonis sat í Þjóðarfangelsinu í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Það er ætlað fyrir 800 fanga, en þar dvelja fjórum sinnum fleiri. Samkvæmt gögnum Institute for Crime and Justice Policy Research í Lundúnum eru 83 prósent fanga í Haítí gæsluvarðhaldsfangar sem bíða dóma, það er hæsta hlutfall gæsluvarðhaldsfanga í Ameríku. Fabio Pinzari, yfirmaður Fangelsismálastofnunar landsins, segir í samtali við Washington Post að réttarkerfi landsins sé gjörsamlega hrunið. Glæpagengi geri reglulega árásir á dómshús, kveiki í skjölum, sem ekki séu til á stafrænu formi og hræði í raun dómskerfið frá því að halda réttarhöld. Fangar eru sveltir og þurfa að kaupa sér mat Samkvæmt nýlegri úttekt Mannréttindaskrifstofu Sameinðu þjóðanna er föngum haldið í svo yfirfullum klefum að þeir þurfa að skiptast á að sofa í hengirúmum í klefunum. Þeir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, fangaverðir misþyrma föngunum og víða eru þeir nánast sveltir í hel. Í fyrra létust 185 fangar í fangelsunum, þar af 42 úr kóleru. Fangar sögðu blaðamanni Washington Post að fangaverðir rukkuðu sársoltna fanga um gjald fyrir brauð, vatn og ísmola. Sakfelldur en sleppt lausum samdægurs Adonis fékk sinn dag í réttarsalnum eftir 9 ára bið. Hann var fundinn sekur um að hafa bitið hluta af eyra af manni í slagsmálum. Hann fékk hámarksrefsingu, eins árs fangelsi. Honum var því sleppt úr haldi samdægurs. Hann segist ekki bera kala til kerfisins, það eina sem hann hugsaði um væri að finna vinnu og vitja dóttur sinnar sem væri að verða 10 ára. Haítí Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Evest Adonis beið spenntur eftir því á hverjum degi að heyra nafn sitt kallað upp. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 3.378 daga, rúmlega níu ár, þegar kallið loksins kom og málið hans kom fyrir dóm. 800 fangar í 200 manna fangelsi Adonis sat í Þjóðarfangelsinu í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Það er ætlað fyrir 800 fanga, en þar dvelja fjórum sinnum fleiri. Samkvæmt gögnum Institute for Crime and Justice Policy Research í Lundúnum eru 83 prósent fanga í Haítí gæsluvarðhaldsfangar sem bíða dóma, það er hæsta hlutfall gæsluvarðhaldsfanga í Ameríku. Fabio Pinzari, yfirmaður Fangelsismálastofnunar landsins, segir í samtali við Washington Post að réttarkerfi landsins sé gjörsamlega hrunið. Glæpagengi geri reglulega árásir á dómshús, kveiki í skjölum, sem ekki séu til á stafrænu formi og hræði í raun dómskerfið frá því að halda réttarhöld. Fangar eru sveltir og þurfa að kaupa sér mat Samkvæmt nýlegri úttekt Mannréttindaskrifstofu Sameinðu þjóðanna er föngum haldið í svo yfirfullum klefum að þeir þurfa að skiptast á að sofa í hengirúmum í klefunum. Þeir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, fangaverðir misþyrma föngunum og víða eru þeir nánast sveltir í hel. Í fyrra létust 185 fangar í fangelsunum, þar af 42 úr kóleru. Fangar sögðu blaðamanni Washington Post að fangaverðir rukkuðu sársoltna fanga um gjald fyrir brauð, vatn og ísmola. Sakfelldur en sleppt lausum samdægurs Adonis fékk sinn dag í réttarsalnum eftir 9 ára bið. Hann var fundinn sekur um að hafa bitið hluta af eyra af manni í slagsmálum. Hann fékk hámarksrefsingu, eins árs fangelsi. Honum var því sleppt úr haldi samdægurs. Hann segist ekki bera kala til kerfisins, það eina sem hann hugsaði um væri að finna vinnu og vitja dóttur sinnar sem væri að verða 10 ára.
Haítí Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira