Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 10:32 Nær yfirfullt flóðvarnarrými í Pálmaeyðimörkinni í Kaliforníu vegna úrkomu sem fylgdi Hilary í gær. AP/Mark J. Terrill Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum. Hilary er fyrsta hitabeltislægðin sem nær til Kaliforníu í meira en áttatíu ár. Hún var upphaflega fjórða stigs fellibylur í Mexíkóflóa. Vindstyrkur hennar hefur minnkað og er hún því nú skilgreind sem leifar af hitabeltislægð. Það er þó ekki vindstyrkurinn sem veðurfræðingar óttast heldur úrkoman sem hún ausir nú yfir ríkið. Í eyðimerkurborginni Palm Springs var úrkomumet slegið þegar nærri því 7,6 sentímetrar féllu á sex tímum í gærkvöldi. Það er meira en helmingur ársúrkomu þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði að í sumum hlutum Palm Springs hafi fallið meira regn á einni klukkustund en í allri sögu borgarinnar. Veðurfræðingar segja að í fjöllum og í eyðimörkinni geti fallið allt frá tólf til 25 sentímetrar regns, meira en ársúrkoma. Fjallabæir í San Bernardino-sýslu austur af Los Angeles voru rýmdir vegna hættunnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Auk flóða og skriða er varað við því að einstaka hvirfilbyljir gætu myndast í suðvestanverðri Kaliforníu, norðvestanverðu Arizona, sunnanverðu Nevada og suðvestanverðu Utah, að sögn Washington Post. Erfitt er að spá fyrir um myndun slíkra bylja með nokkrum fyrirvara. Úrhelli ofan á skraufþurran jarðveg Úrhellið þykir sérstaklega hættulegt vegna þess hversu þurrt svæðið er. Jarðvegurinn er skraufþurr og hefur litla getu til þess að drekka í sig vatnið. Hættan á skyndiflóðum er því meiri en ella. Varað er við hættulegum skyndiflóðum í Los Angeles- og Ventura-sýslum fram á mánudagsmorgun að staðartíma. Skólahaldi í Los Angeles og San Diego var frestað vegna veðursins í dag. Vatn flæddi yfir tjaldbúðir heimilislausra við þjóðveg í Palmdale.AP/Richard Vogel Heimilislaust fólk er sagt í sérstakri hættu í hamförunum en áætlað er að það sé um 75.000 talsins í Los Angeles-sýslu. Slökkviliðsmenn þurftu meðal annars að bjarga fólki úr hnéháu flóðvatni í búðum heimilislaustra við San Diego-ána, að sögn AP-fréttastofunnar. Hilary á að veikjast eftir því sem hún þokast norður yfir Kaliforníu og til Nevada. Storminum getur þó enn fylgt töluverð úrkoma þar. Úrhellið gæti jafnvel náð alla leið til Oregon og Idaho. Að minnsta kosti einn fórst í bíl sem hreifst með flóði þegar Hilary fór yfir Kaliforníuskaga í norðvestanverðu Mexíkó og olli skyndiflóðum sem skoluðu burt vegum í gær. Mexíkóski herinn segist hafa flutt um 2.500 manns af hættusvæðum þar. Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Hilary er fyrsta hitabeltislægðin sem nær til Kaliforníu í meira en áttatíu ár. Hún var upphaflega fjórða stigs fellibylur í Mexíkóflóa. Vindstyrkur hennar hefur minnkað og er hún því nú skilgreind sem leifar af hitabeltislægð. Það er þó ekki vindstyrkurinn sem veðurfræðingar óttast heldur úrkoman sem hún ausir nú yfir ríkið. Í eyðimerkurborginni Palm Springs var úrkomumet slegið þegar nærri því 7,6 sentímetrar féllu á sex tímum í gærkvöldi. Það er meira en helmingur ársúrkomu þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði að í sumum hlutum Palm Springs hafi fallið meira regn á einni klukkustund en í allri sögu borgarinnar. Veðurfræðingar segja að í fjöllum og í eyðimörkinni geti fallið allt frá tólf til 25 sentímetrar regns, meira en ársúrkoma. Fjallabæir í San Bernardino-sýslu austur af Los Angeles voru rýmdir vegna hættunnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Auk flóða og skriða er varað við því að einstaka hvirfilbyljir gætu myndast í suðvestanverðri Kaliforníu, norðvestanverðu Arizona, sunnanverðu Nevada og suðvestanverðu Utah, að sögn Washington Post. Erfitt er að spá fyrir um myndun slíkra bylja með nokkrum fyrirvara. Úrhelli ofan á skraufþurran jarðveg Úrhellið þykir sérstaklega hættulegt vegna þess hversu þurrt svæðið er. Jarðvegurinn er skraufþurr og hefur litla getu til þess að drekka í sig vatnið. Hættan á skyndiflóðum er því meiri en ella. Varað er við hættulegum skyndiflóðum í Los Angeles- og Ventura-sýslum fram á mánudagsmorgun að staðartíma. Skólahaldi í Los Angeles og San Diego var frestað vegna veðursins í dag. Vatn flæddi yfir tjaldbúðir heimilislausra við þjóðveg í Palmdale.AP/Richard Vogel Heimilislaust fólk er sagt í sérstakri hættu í hamförunum en áætlað er að það sé um 75.000 talsins í Los Angeles-sýslu. Slökkviliðsmenn þurftu meðal annars að bjarga fólki úr hnéháu flóðvatni í búðum heimilislaustra við San Diego-ána, að sögn AP-fréttastofunnar. Hilary á að veikjast eftir því sem hún þokast norður yfir Kaliforníu og til Nevada. Storminum getur þó enn fylgt töluverð úrkoma þar. Úrhellið gæti jafnvel náð alla leið til Oregon og Idaho. Að minnsta kosti einn fórst í bíl sem hreifst með flóði þegar Hilary fór yfir Kaliforníuskaga í norðvestanverðu Mexíkó og olli skyndiflóðum sem skoluðu burt vegum í gær. Mexíkóski herinn segist hafa flutt um 2.500 manns af hættusvæðum þar.
Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent