Búið er að gefa út viðvaranir víða um norðvestanverð Bandaríkin.
Hilary var fyrsta hitabeltislægðin til að ná landi í Kaliforníu í 84 ár en fyrst skall hún á Baja California-skaganum í Mexíkó. Þar er vitað til þess að minnst einn dó vegna umfangsmikilla flóða. Ekki er vitað til þess að einhver hafi dáið í Kaliforníu, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Fréttaveitan segir sérfræðinga þó enn óttast aurskriður í Kaliforníu þar sem jarðvegurinn sé mjög blautur. Á sunnudaginn mældist mesta rigning sem mælst hefur í San Diego.