

Evrópuþingi hefur náð samkomulagi við öll aðildarríki sambandsins um að sett verði lög um notkun gervigreindar og þróun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem ákveðið er að setja lög um gervigreind.
Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni.
Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum.
Límonaði bakarískeðjunnar Panera Bread er kennt um andlát manns í málsókn sem var höfðuð gegn keðjunni á mánudag. Maðurinn er annar til að deyja eftir að hafa drukkið límonaðið sem inniheldur um 390 millígrömm af koffíni.
Tveir starfsmenn spænsku leyniþjónustunnar hafa verið handteknir fyrir að selja ríkisleyndarmál til Bandaríkjanna. Spánverjar hafa rekið tvo diplómata við bandaríska sendiráðið í Madrid úr landi.
Maður í Texas horfði í beinni á það þegar maður braust inn á heimili hans áður en hann skaut konu hans og dóttur til bana. Árásin var hluti af berserksgangi skotmannsins sem drap sex og særði þrjá í Texas á þriðjudag.
Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í.
Hópur ferðamanna féll ofan í síki í Feneyjum þegar gondólinn sem þau voru um borð í hvolfdi af því þau neituðu að hlýða fyrirmælum ræðarans um að hætta að taka af sér sjálfur og setjast niður.
Hlutfall óbreyttra borgara er 61 prósent af heildardauðsföllum í loftárásum á Gasa. Þetta kemur fram í rannsókn ísraelska dagblaðsins Haaretz. Hlutfallið er samkvæmt miðlinum hærra en í öllum stærri átökum 20. aldar.
Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés á Gasa. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu.
Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er.
Norðurlöndin sendu í dag sameiginlegt bréf til forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og lýstu yfir stuðningi við ákvörðun Antonio Guterres, aðalritara samtakanna, að krefja öryggisráðið með formlegum hætti um viðbrögð við þeirri ógn við heimsfrið sem átökin á Gaza eru.
Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni.
Kona var í dag handtekin eftir að hún reyndi að kveikja í æskuheimili jafnréttisleiðtogans Martin Luther King Jr. Gangandi vegfarendur náðu að stöðva konuna áður en hún náði að bera eld að eldsneyti sem hún hafði helt niður við húsið.
Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur heimilað konu að gangast undir þungunarrof, jafnvel þótt lög ríkisins heimili það ekki. Talið er að um sé að ræða fyrsta þungunarrofið sem dómstóll leggur blessun sína eftir að Roe gegn Wade var snúið af Hæstarétti.
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hyggst bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í Rússlandi sem boðað hefur verið til þann 17. mars næstkomandi.
Frá og með deginum í dag verður hámarkshraðinn á 80 prósent gatna í Amsterdam 30 km/klst. Breytingin á að verða til þess að fækka alvarlegum slysum um 20 til 30 prósent.
University of Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur tapað 100 milljón dala gjöf eftir vitnisburð forseta skólans fyrir þingnefnd á þriðjudag.
Ákæra hefur verið gefin út á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Er Biden sakaður um að hafa svikist um að greiða 1,4 milljónir dala í skatt á árunum 2016 til 2019.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og greiða atkvæði um tillögu um vopnahlé á Gasa.
Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segir nemendur við skólann í sjokki eftir skotárás á skólalóðinni í gær. Margir hafi ekki snúið aftur í skólann.
Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað og þeim allar bjargir bannaðar eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir og landhernað á suðurhluta Gazastrandarinnar. Fjölmörg börn og fullorðnir hafa fallið og særst í árásum í suðurhlutanum síðasta sólarhringinn.
Neyðarástandi var lýst yfir á Seychelleseyjum í dag vegna stórrar sprengingar sem varð á iðnaðarsvæði á eyjunni Mahé. Ekki er vitað hvort einhver sé látinn eftir sprenginguna.
Danska þingið samþykkti í dag lög sem banna „óviðeigandi meðferð“ á trúarritum. Fjöldi hægri öfgamanna hefur brennt trúarrit múslima, Kóraninn, á götum úti síðustu misseri.
Efri deild rússneska þingsins samþykkti í dag að boða til forsetakosninga þann 17. mars næstkomandi. Allir 162 þingmennirnir í efri deildinni samþykktu tillöguna.
Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, hefur verið sleppt eftir að hafa afplánað rúmlega fimmtán ár í fangelsi.
Áhorfendum breska ríkisútvarpsins brá heldur betur í brún þegar þeir stilltu á stöðina síðdegis í gær. Þar blasti fréttaþulurinn við þeim með löngutöng á lofti.
Yfirmaður veitingastaðarins Tchin Tchin Wine Bar í Bordeaux í Frakklandi hefur veirð ákærður í tengslum við andlát konu en hún var meðal sextán gesta staðarins sem veiktist eftir að hafa snætt þar í september síðastliðinum.
Konum sem ferðast milli ríkja í Bandaríkjunum til að gangast undir þungunarrof hefur fjölgað verulega frá því að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade.