Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 12:23 Myndirnar sýna Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ræða við vísindamenn þar sem þeir eru umkringdir skilvindum sem notaðar eru til að auðga úran fyrir kjarnorkuvopn. AP/KCNA Ráðamenn í Norður-Kóreu opinberuðu í fyrsta sinn frá 2010 myndir af skilvindum þar sem úran er auðgað fyrir kjarnorkuvopn einræðisherrans Kim Jong Un. Myndirnar voru teknar þegar Kim heimsótti rannsóknarstöðina þar sem úran er auðgað. Myndirnar voru birtar af ríkisreknu dagblaði og sýna Kim ræða við vísindamenn og herforingja í rannsóknarstöðinni en ekki liggur fyrir hvar þessi rannsóknarstöð er né hvenær myndirnar voru teknar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er vitað til þess að tvær slíkar rannsóknarstöðvar hafi verið reistar í Norður-Kóreu, þó talið sé að þær séu fleiri. Sérfræðingur segir í samtali við fréttaveituna að áætla megi að skilvindurnar í þessari tilteknu rannsóknarstöð séu um þúsund talsins, miðað við myndirnar. Séu þúsund skilvindur keyrðar í eitt ár, dugar það til að auðga um tuttugu til 25 kíló af úrani. Með því er hægt að framleiða eina kjarnorkusprengju. Áætlað er að Norður-Kóreumenn keyri um tíu þúsund skilvindur og geti auðgað úran í allt að átján sprengjur á ári. Áhugasamir geta kynnt sér nánar hvað auðgun úrans er, hér á Vísindavefnum. Ekki er vitað hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á en í nýlegu mati frá Bandaríkjunum segir að þau gætu verið um fimmtíu talsins. Kim Jong Un að fylgjast með tilraunum með nýjar eldflaugar.AP/KCNA Vill fleiri kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Í heimsókn sinni til áðurnefndrar rannsóknarstöðvar er Kim sagður hafa kallað eftir aukinni framleiðslu á auðguðu úrani fyrir kjarnorkuvopn sín, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann sérstaklega til svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna. Þörf væri á fleiri kjarnorkuvopnum ríkisins fyrir varnir Norður-Kóreu og til að gera fyrirbyggjandi árásir. Taktísk kjarnorkuvopn voru þróuð í Sovétríkjunum á árum áður. Hefðbundin kjarnorkuvopn eru hönnuð til að granda borgum og iðnaðarsvæðum en taktísk vopn eru smærri og hönnuð til notkunar á víglínum, til að brjóta leiðir í gegnum varnir andstæðinga. Sérfræðingar segja margar vísbendingar hafa litið dagsins ljós að undanförnu um að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi aukið framleiðslugetu ríkisins á auðguðu úrani til muna. Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09 Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51 Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Myndirnar voru birtar af ríkisreknu dagblaði og sýna Kim ræða við vísindamenn og herforingja í rannsóknarstöðinni en ekki liggur fyrir hvar þessi rannsóknarstöð er né hvenær myndirnar voru teknar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er vitað til þess að tvær slíkar rannsóknarstöðvar hafi verið reistar í Norður-Kóreu, þó talið sé að þær séu fleiri. Sérfræðingur segir í samtali við fréttaveituna að áætla megi að skilvindurnar í þessari tilteknu rannsóknarstöð séu um þúsund talsins, miðað við myndirnar. Séu þúsund skilvindur keyrðar í eitt ár, dugar það til að auðga um tuttugu til 25 kíló af úrani. Með því er hægt að framleiða eina kjarnorkusprengju. Áætlað er að Norður-Kóreumenn keyri um tíu þúsund skilvindur og geti auðgað úran í allt að átján sprengjur á ári. Áhugasamir geta kynnt sér nánar hvað auðgun úrans er, hér á Vísindavefnum. Ekki er vitað hve mörg kjarnorkuvopn Kim situr á en í nýlegu mati frá Bandaríkjunum segir að þau gætu verið um fimmtíu talsins. Kim Jong Un að fylgjast með tilraunum með nýjar eldflaugar.AP/KCNA Vill fleiri kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Í heimsókn sinni til áðurnefndrar rannsóknarstöðvar er Kim sagður hafa kallað eftir aukinni framleiðslu á auðguðu úrani fyrir kjarnorkuvopn sín, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann sérstaklega til svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna. Þörf væri á fleiri kjarnorkuvopnum ríkisins fyrir varnir Norður-Kóreu og til að gera fyrirbyggjandi árásir. Taktísk kjarnorkuvopn voru þróuð í Sovétríkjunum á árum áður. Hefðbundin kjarnorkuvopn eru hönnuð til að granda borgum og iðnaðarsvæðum en taktísk vopn eru smærri og hönnuð til notkunar á víglínum, til að brjóta leiðir í gegnum varnir andstæðinga. Sérfræðingar segja margar vísbendingar hafa litið dagsins ljós að undanförnu um að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi aukið framleiðslugetu ríkisins á auðguðu úrani til muna.
Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09 Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51 Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2. september 2024 16:09
Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. 2. ágúst 2024 11:51
Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51
Pútín heimsækir Kim Vladimír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu í dag. 18. júní 2024 07:48
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna