Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 23:49 Starfsmaður býr sig undir að loka flóðvarnarhliði í ánni Moldá þar sem hún rennur í gegnum gömlu borgina í Prag í Tékklandi í dag. Vísir/EPA Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. Gangi veðurspár eftir gæti allt að þriðjungur ársúrkomu fallið í austanverðu Tékklandi, þar á meðal í höfuðborginni Prag, á fjórum dögum fram á sunnudag. Petr Fiala, forsætisráðherra landsins, varaði við því að flóð sem sjást aðeins aðeins einu sinni á öld gætu fylgt í kjölfarið. „Við grípum til allra nauðsynlegra ráðstafana til þess að fyrirbyggja eigna- og manntjón,“ sagði Fiala í dag. Prag, sem situr við bakka Moldár, varð fyrir miklum skakkaföllum í flóðum árið 2002. Þá þurftu tugir þúsunda manna að yfirgefa heimili sín og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar var á kafi í fleiri mánuði. Síðan þá hafa borgaryfirvöld fjárfest í flóðvörnum til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við að flóðin nái hámarki sínu í Prag á laugardagskvöld. Bohuslav Svoboda, borgarstjóri, segist viss um að fyrirbyggjandi aðgerðir nú forði því að flóðin verði eins afdrifarík og fyrir rúmum tuttugu árum. Mikilli úrkomu er einnig spáð í sunnanverðu Þýskalandi, hlutum Austurríkis, Póllands og Slóvakíu næstu daga. Í síðasnefnda landinu er áin Morava þegar byrjuð að flæða yfir bakka sína og leita yfirvöld nú að óbyggðum svæðum þangað sem hægt er að veita flóðvatni á öruggan hátt. Í Póllandi vara yfirvöld við skyndiflóðum og Donald Tusk, forsætisráðherra, segir björgunarsveitir í viðbragðsstöðu fyrir flóð. Allt að tíu til tuttugu sentímetra úrkomu er spáð næstu daga í fjallahéruðum Austurríkis. Útlit er fyrir að úrkoman verði umfram metúrkomu fyrir allan september sums staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem hefur eftir austurrískum veðurfræðingi að veðrið sem er í vændum sé fordæmalaust. Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Gangi veðurspár eftir gæti allt að þriðjungur ársúrkomu fallið í austanverðu Tékklandi, þar á meðal í höfuðborginni Prag, á fjórum dögum fram á sunnudag. Petr Fiala, forsætisráðherra landsins, varaði við því að flóð sem sjást aðeins aðeins einu sinni á öld gætu fylgt í kjölfarið. „Við grípum til allra nauðsynlegra ráðstafana til þess að fyrirbyggja eigna- og manntjón,“ sagði Fiala í dag. Prag, sem situr við bakka Moldár, varð fyrir miklum skakkaföllum í flóðum árið 2002. Þá þurftu tugir þúsunda manna að yfirgefa heimili sín og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar var á kafi í fleiri mánuði. Síðan þá hafa borgaryfirvöld fjárfest í flóðvörnum til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við að flóðin nái hámarki sínu í Prag á laugardagskvöld. Bohuslav Svoboda, borgarstjóri, segist viss um að fyrirbyggjandi aðgerðir nú forði því að flóðin verði eins afdrifarík og fyrir rúmum tuttugu árum. Mikilli úrkomu er einnig spáð í sunnanverðu Þýskalandi, hlutum Austurríkis, Póllands og Slóvakíu næstu daga. Í síðasnefnda landinu er áin Morava þegar byrjuð að flæða yfir bakka sína og leita yfirvöld nú að óbyggðum svæðum þangað sem hægt er að veita flóðvatni á öruggan hátt. Í Póllandi vara yfirvöld við skyndiflóðum og Donald Tusk, forsætisráðherra, segir björgunarsveitir í viðbragðsstöðu fyrir flóð. Allt að tíu til tuttugu sentímetra úrkomu er spáð næstu daga í fjallahéruðum Austurríkis. Útlit er fyrir að úrkoman verði umfram metúrkomu fyrir allan september sums staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem hefur eftir austurrískum veðurfræðingi að veðrið sem er í vændum sé fordæmalaust.
Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila