Fótbolti

Einka­klefinn, leiðindin við Aron og tíma­mótin á Ís­landi

Frægasti íþróttamaður heims, Cristiano Ronaldo, lenti á Íslandi í gær og heimsækir nú landið í að minnsta kosti þriðja sinn. Fyrir sjö árum skapaði þessi 38 ára Portúgali sér miklar óvinsældir hjá íslensku þjóðinni en óvíst er hvernig honum verður tekið á Laugardalsvelli í kvöld, í sannkölluðum tímamótaleik.

Fótbolti

„Vakna alla morgna með hausverk“

Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson hefur glímt við einkenni höfuðmeiðsla undanfarnar vikur og er nýfarinn að treysta sér út úr húsi. Hann vaknar alla morgna með höfuðverk.

Fótbolti

Toppsætið úr greipum beggja liða

Slóvenía tók á móti Danmörku í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins voru fjögur lið jöfn í H-riðli með 6 stig og tvö þeirra mættust í kvöld. Hvorugu liðinu tókst þó að skjótast á toppinn en liðin skildu jöfn, 1-1.

Fótbolti

Átti hina full­komnu spyrnu í hálf­leik

Stórskemmtilegt atvik átti sér stað í hálfleik á leik San José Earthquakes og Portland Timbers í MLS-deildinni í knattspyrnu. Leikurinn sjálfur endaði með markalausu jafntefli en atvikið sem um er ræðir fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.

Fótbolti

U21 landslið Íslands lagði Ungverjaland 1-0

U21 landslið Íslands og Ungverjalands mættust í æfingaleik í dag á Bozsik Aréna í Ungverjalandi, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í uppbótartíma. Danijel Djuric, leikmaður Víkings, skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti

Bak­vörður Man United til Barcelona

Ona Batlle, hægri bakvörður Manchester United, hefur samið við Spánar- og Evrópumeistara Barcelona til ársins 2026. Samningur hennar við Man United rennur út í lok júnímánaðar og því fer hún frítt til Katalóníu.

Fótbolti

Gísli fer til Vals

Valsmenn hafa tryggt sér krafta Skagamannsins Gísla Laxdals Unnarssonar sem mun flytja sig yfir á Hlíðarenda í síðasta lagi við lok yfirstandandi keppnistímabils í haust.

Íslenski boltinn