Uppgjörið: Ísland - Litháen 0-2 | Vonir íslenska liðsins orðnar að engu Hjörvar Ólafsson skrifar 10. október 2024 16:52 Logi Hrafn Róbertsson í baráttu við markvörð litáíska liðsins. Vísir/Anton Brink Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta karla kastaði frá sér möguleikanum á því að komast í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer árið 2025 með því að lúta í lægra haldi fyrir Litáen þegar liðin mættust í næstsíðustu umferð í undankeppni mótsins á Víkingsvelli í dag. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Litáen í vil. Eftir að hafa verið mun meira með boltann og freistað þess að brjóta ísinn lenti íslenska liðið undir eftir um það bil 20 mínútna leik. Faustas Steponavičiusbatt þá endahnút á laglega skyndisókn gestanna en Lúkas J. Blöndal Petersson réði ekki við laust skot hans sem lak í fjærhornið. Ísland fékk svo annað högg í magann þegar Romualdas Jansonas nýtti sér mistök Ólafs Guðmundssonar og kom Litáen 2-0 yfir. Ólafur ætlaði þá að senda boltann aftur á Lúkas en Jansonas komst inn í lausa sendingu Ólafs og kláraði færið af stakri prýði. Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi herjað á mark Litáens í seinni hálfleik náði liðið ekki að koma sér inn í leikinn með marki og vonir Íslands um að komast í lokakepppnina fuku út í veður og vind í haustgarranum í Fossvoginum í dag. Danmörk og Wales eru jöfn að stigum með 14 stig fyrir lokaumferðina en Ísland kemur þar á eftir með níu stig. Ísland leikur við Danmörku ytra í lokaumferð undankeppninnar. Þar freistar Danmörk þess að tryggja sér toppsætið í riðlinum á meðan Ísland vill klára undankeppnina með jákvæðum hætti. Ari Sigurpálsson stóð sig prýðilega á hægri vængnum. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Fyrra mark Litáens kom eins og blaut tuska í andlitið á leikmönnum íslenska liðsins og það tók smá tók smá tíma fyrir liðið að jafna sig á svekkelsinu að lenda undir. Stjörnur og skúrkar Eggert Aron Guðmundsson var manna sprækastur í sóknarleik íslenska liðsins þar til hann þurfti að fara útaf vegna meiðsla í upphafi seinni hálfleiks. Daníel Freyr Kristjánsson kom sér sömuleiðis oft í góðar stöður vinstra megin en náði ekki að skapa færi sem varð að marki. Logi Hrafn Róbertsson átti fínan leik í miðri vörn íslenska liðsins en liðsfélagi hans hjá FH, Ólafur Guðmundsson, gerði sig sekan um mistök í seinna marki Litáens í leiknum. Lúkas hefði svo mögulega mátt gera betur í fyrra markinu. Eggert Aron Guðmundsson var líflegastur í sóknarleik Íslands. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Dumitri Muntean frá Moldóvu og teymið hans áttu góðan leik og fá átta í einkunn. Ísland taldi sig vera snuðað um vítaspyrnu þegar Andri Fannar Baldursson féll í vítateig Litáa í fyrri hálfleik en þegar grannt var skoðað náði litáíski varnarmaðurinn í boltann. Engir dómar sem orkuðu tvímælis. Stemming og umgjörð Það var kalt í Fossvoginum í dag en þess fyrir utan var allt upp á tíu í umgjör leiksins. Ágætlega mætt miðað við tímasetningu leiksins og aðstæður. Andri Fannar Baldursson bar fyrirliðabandið að venju hjá íslenska liðinu. Vísir/Anton Brink Landslið karla í fótbolta
Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta karla kastaði frá sér möguleikanum á því að komast í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer árið 2025 með því að lúta í lægra haldi fyrir Litáen þegar liðin mættust í næstsíðustu umferð í undankeppni mótsins á Víkingsvelli í dag. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Litáen í vil. Eftir að hafa verið mun meira með boltann og freistað þess að brjóta ísinn lenti íslenska liðið undir eftir um það bil 20 mínútna leik. Faustas Steponavičiusbatt þá endahnút á laglega skyndisókn gestanna en Lúkas J. Blöndal Petersson réði ekki við laust skot hans sem lak í fjærhornið. Ísland fékk svo annað högg í magann þegar Romualdas Jansonas nýtti sér mistök Ólafs Guðmundssonar og kom Litáen 2-0 yfir. Ólafur ætlaði þá að senda boltann aftur á Lúkas en Jansonas komst inn í lausa sendingu Ólafs og kláraði færið af stakri prýði. Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi herjað á mark Litáens í seinni hálfleik náði liðið ekki að koma sér inn í leikinn með marki og vonir Íslands um að komast í lokakepppnina fuku út í veður og vind í haustgarranum í Fossvoginum í dag. Danmörk og Wales eru jöfn að stigum með 14 stig fyrir lokaumferðina en Ísland kemur þar á eftir með níu stig. Ísland leikur við Danmörku ytra í lokaumferð undankeppninnar. Þar freistar Danmörk þess að tryggja sér toppsætið í riðlinum á meðan Ísland vill klára undankeppnina með jákvæðum hætti. Ari Sigurpálsson stóð sig prýðilega á hægri vængnum. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Fyrra mark Litáens kom eins og blaut tuska í andlitið á leikmönnum íslenska liðsins og það tók smá tók smá tíma fyrir liðið að jafna sig á svekkelsinu að lenda undir. Stjörnur og skúrkar Eggert Aron Guðmundsson var manna sprækastur í sóknarleik íslenska liðsins þar til hann þurfti að fara útaf vegna meiðsla í upphafi seinni hálfleiks. Daníel Freyr Kristjánsson kom sér sömuleiðis oft í góðar stöður vinstra megin en náði ekki að skapa færi sem varð að marki. Logi Hrafn Róbertsson átti fínan leik í miðri vörn íslenska liðsins en liðsfélagi hans hjá FH, Ólafur Guðmundsson, gerði sig sekan um mistök í seinna marki Litáens í leiknum. Lúkas hefði svo mögulega mátt gera betur í fyrra markinu. Eggert Aron Guðmundsson var líflegastur í sóknarleik Íslands. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Dumitri Muntean frá Moldóvu og teymið hans áttu góðan leik og fá átta í einkunn. Ísland taldi sig vera snuðað um vítaspyrnu þegar Andri Fannar Baldursson féll í vítateig Litáa í fyrri hálfleik en þegar grannt var skoðað náði litáíski varnarmaðurinn í boltann. Engir dómar sem orkuðu tvímælis. Stemming og umgjörð Það var kalt í Fossvoginum í dag en þess fyrir utan var allt upp á tíu í umgjör leiksins. Ágætlega mætt miðað við tímasetningu leiksins og aðstæður. Andri Fannar Baldursson bar fyrirliðabandið að venju hjá íslenska liðinu. Vísir/Anton Brink