Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 13:28 Albert Guðmundsson hefur verið að spila afar vel með Fiorentina á Ítalíu. Hann kom ekki til Íslands til að vera viðstaddur dómsuppkvaðningu í dag. Getty/Rafal Oleksiewicz Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide svaraði því ekki hvort reynt yrði að freista þess að fá Albert Guðmundsson inn í landsliðshópinn sem mætir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og fyrsta spurning var um stöðu Alberts sem fyrr í dag var sýknaður af nauðgunarákæru. Ljóst er að til að taka Albert inn í hópinn þyrfti annar leikmaður frá að hverfa, auk þess sem Albert er núna staddur á Ítalíu og rétt rúmur sólarhringur í leikinn við Wales. „Ég hef ekki íhugað það,“ svaraði Hareide aðspurður hvort Albert yrði kallaður inn í íslenska hópinn. „Við þyrftum að tala við félagið hans og vita hvað KSÍ segir. Það gæti verið ómögulegt,“ sagði Hareide. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði þó við Vísi rétt fyrir fundinn að það væri í höndum Hareide að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Reglur sambandsins kæmu ekki lengur í veg fyrir að hann spilaði fyrir landsliðið. Albert hefur spilað þrjá leiki fyrir sitt nýja félag Fiorentina og nú þegar skorað þrjú mörk fyrir liðið. Hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn AC Milan um síðustu helgi. Albert kom ekki til greina í landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun í fyrrasumar, fyrir utan leikina tvo í EM-umspilinu í mars sem hann spilaði eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður skömmu fyrir leikina. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og var Albert þá ekki lengur gjaldgengur, samkvæmt reglum KSÍ. Hareide var spurður hvernig honum liði með það að Albert væri nú aftur tiltækur í landsliðinu. „Það er komin niðurstaða. Ég hef ekki hugsað mikið út í þetta, við höfum verið uppteknir við æfingar og leikurinn við Wales á hug minn allan. Við verðum að leyfa þessu að koma í ljós,“ sagði Hareide. Hann staðfesti að allir leikmenn væru klárir í slaginn en mesta óvissan hefur verið varðandi Gylfa Þór Sigurðsson, vegna bakmeiðsla. „Allir eru klárir í slaginn. Eini vafinn var varðandi Gylfa en hann hefur verið að æfa án vandræða. Og allir aðrir eru klárir í slaginn. Staðan er betri núna en fyrir síðustu leiki.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og fyrsta spurning var um stöðu Alberts sem fyrr í dag var sýknaður af nauðgunarákæru. Ljóst er að til að taka Albert inn í hópinn þyrfti annar leikmaður frá að hverfa, auk þess sem Albert er núna staddur á Ítalíu og rétt rúmur sólarhringur í leikinn við Wales. „Ég hef ekki íhugað það,“ svaraði Hareide aðspurður hvort Albert yrði kallaður inn í íslenska hópinn. „Við þyrftum að tala við félagið hans og vita hvað KSÍ segir. Það gæti verið ómögulegt,“ sagði Hareide. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði þó við Vísi rétt fyrir fundinn að það væri í höndum Hareide að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Reglur sambandsins kæmu ekki lengur í veg fyrir að hann spilaði fyrir landsliðið. Albert hefur spilað þrjá leiki fyrir sitt nýja félag Fiorentina og nú þegar skorað þrjú mörk fyrir liðið. Hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn AC Milan um síðustu helgi. Albert kom ekki til greina í landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun í fyrrasumar, fyrir utan leikina tvo í EM-umspilinu í mars sem hann spilaði eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður skömmu fyrir leikina. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og var Albert þá ekki lengur gjaldgengur, samkvæmt reglum KSÍ. Hareide var spurður hvernig honum liði með það að Albert væri nú aftur tiltækur í landsliðinu. „Það er komin niðurstaða. Ég hef ekki hugsað mikið út í þetta, við höfum verið uppteknir við æfingar og leikurinn við Wales á hug minn allan. Við verðum að leyfa þessu að koma í ljós,“ sagði Hareide. Hann staðfesti að allir leikmenn væru klárir í slaginn en mesta óvissan hefur verið varðandi Gylfa Þór Sigurðsson, vegna bakmeiðsla. „Allir eru klárir í slaginn. Eini vafinn var varðandi Gylfa en hann hefur verið að æfa án vandræða. Og allir aðrir eru klárir í slaginn. Staðan er betri núna en fyrir síðustu leiki.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti