„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2024 08:02 Jóhann Berg í baráttunni gegn Svartfellingum í Þjóðadeildinni í síðasta landsleikjaglugga Vísir/Hulda Margrét „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. Jóhann Berg þekkir til Craig Bellamy, núverandi landsliðsþjálfara Wales, frá fyrri tíð en sá var aðstoðarþjálfari Burnley á árunum 2022 til 2024 á þeim tíma sem Jóhann var leikmaður félagsins. Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur stýrt því fyrstu tveimur leikjum liðsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Bellamy á að baki ansi áhugaverðan feril sem leikmaður. Feril sem teygir sig til félagsliða á borð við Manchester City, Liverpool og Newcastle United. Sem leikmaður lét hann ekki vaða yfir sig, var óhræddur við að láta menn heyra það. Algjör harðhaus. Eitthvað sem einkenndi hann líka sem þjálfari að sögn Jóhanns Bergs. „Já hann gat alveg verið það en líka auðmjúkur. Frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta. Ég átti tvö mjög góð ár með honum þó svo að seinna árið hafi verið töluvert erfiðara en það fyrra. Við áttum fullt af góðum stundum saman. Ég get ekkert annað en jákvæða hluti sagt um Craig Bellamy. Hann hefur bara haft tvo leiki og nokkrar æfingar. Það er erfitt að koma sínum stíl á framfæri á svona stuttum tíma. Það eru þó ákveðnir hlutir í leiknum sem maður getur séð og veit hvernig hann vill spila. Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu og séð hvernig þetta allt þróast. En þetta er auðvitað bara fótboltaleikur og allt getur gerst inn á vellinum.“ Hvernig leik býstu við á móti Wales? „Bara vonandi spennandi og skemmtilegum leik. Við vitum að þetta velska lið vill spila fótbolta. Það er alveg klárt. Við þurfum að leiða þá í einhverjar gildrur. Reyna að vinna boltann hátt á vellinum. Sækja svolítið á það en um leið vera óhræddir við að halda í boltann. Þetta verður vonandi bara spennandi og jafn leikur.“ Aðeins eitt stig skilur að Wales og Ísland í öðru og þriðja sæti riðilsins. Wales með stigi meira en Ísland eftir fyrstu tvær umferðir riðilsins. Nú taka við tveir heimaleikir hjá okkar mönnum. Stórt tækifæri. Erum við á þeim stað að geta gert kröfu um sex stig úr þessum tveimur komandi heimaleikjum okkar? „Já fólk má svo sem alveg gera kröfu á það ef það vill. Við förum bara inn í hvern einasta leik til að ná í þrjú stig. Reyna algjörlega að gera okkar besta og sigra alla leiki. Sérstaklega á heimavelli. Við viljum auðvitað að Laugardalsvöllurinn verði völlur sem lið vilji ekki koma á. Það var staðan hérna áður og fyrr. Mér finnst þetta vera að þróast í þá átt aftur. Vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum og gerum hann að því vígi sem hann var.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var í gær eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins, má sjá hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Jóhann Berg þekkir til Craig Bellamy, núverandi landsliðsþjálfara Wales, frá fyrri tíð en sá var aðstoðarþjálfari Burnley á árunum 2022 til 2024 á þeim tíma sem Jóhann var leikmaður félagsins. Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur stýrt því fyrstu tveimur leikjum liðsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Bellamy á að baki ansi áhugaverðan feril sem leikmaður. Feril sem teygir sig til félagsliða á borð við Manchester City, Liverpool og Newcastle United. Sem leikmaður lét hann ekki vaða yfir sig, var óhræddur við að láta menn heyra það. Algjör harðhaus. Eitthvað sem einkenndi hann líka sem þjálfari að sögn Jóhanns Bergs. „Já hann gat alveg verið það en líka auðmjúkur. Frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta. Ég átti tvö mjög góð ár með honum þó svo að seinna árið hafi verið töluvert erfiðara en það fyrra. Við áttum fullt af góðum stundum saman. Ég get ekkert annað en jákvæða hluti sagt um Craig Bellamy. Hann hefur bara haft tvo leiki og nokkrar æfingar. Það er erfitt að koma sínum stíl á framfæri á svona stuttum tíma. Það eru þó ákveðnir hlutir í leiknum sem maður getur séð og veit hvernig hann vill spila. Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu og séð hvernig þetta allt þróast. En þetta er auðvitað bara fótboltaleikur og allt getur gerst inn á vellinum.“ Hvernig leik býstu við á móti Wales? „Bara vonandi spennandi og skemmtilegum leik. Við vitum að þetta velska lið vill spila fótbolta. Það er alveg klárt. Við þurfum að leiða þá í einhverjar gildrur. Reyna að vinna boltann hátt á vellinum. Sækja svolítið á það en um leið vera óhræddir við að halda í boltann. Þetta verður vonandi bara spennandi og jafn leikur.“ Aðeins eitt stig skilur að Wales og Ísland í öðru og þriðja sæti riðilsins. Wales með stigi meira en Ísland eftir fyrstu tvær umferðir riðilsins. Nú taka við tveir heimaleikir hjá okkar mönnum. Stórt tækifæri. Erum við á þeim stað að geta gert kröfu um sex stig úr þessum tveimur komandi heimaleikjum okkar? „Já fólk má svo sem alveg gera kröfu á það ef það vill. Við förum bara inn í hvern einasta leik til að ná í þrjú stig. Reyna algjörlega að gera okkar besta og sigra alla leiki. Sérstaklega á heimavelli. Við viljum auðvitað að Laugardalsvöllurinn verði völlur sem lið vilji ekki koma á. Það var staðan hérna áður og fyrr. Mér finnst þetta vera að þróast í þá átt aftur. Vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum og gerum hann að því vígi sem hann var.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var í gær eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins, má sjá hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð