Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2024 15:02 George Baldock lék lengi með Sheffield United. getty/Mike Egerton Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. Baldock fannst látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi í gær. Hann var 31 árs. Baldock gekk í raðir Panathinaikos í sumar þar sem hann var samherji Sverris og Harðar Björgvins Magnússonar. „Við erum öll niðurbrotin og í áfalli. George okkar, liðsfélagi og vinur okkar var og er enn hluti af fjölskyldunni. Þegar meðlimur hennar er skyndilega tekinn í burtu er eins og hluta af okkur vanti og mun alltaf vanta,“ skrifaði Sverrir á Instagram í dag. „Á tímum sem þessum glata orð merkingu sinni. Orð fá ekki lýst harmi okkar og sorg vegna fráfalls bróður okkar. Góða ferð okkar elskaði George. Þú munt alltaf, alltaf eiga stað í hjarta okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Sverrir Ingi Ingason (@ingason15) Baldock hafði aðra Íslandstengingu því hann lék með ÍBV sumarið 2012, sem lánsmaður frá MK Dons. Hann lék sextán leiki fyrir Eyjaliðið í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark, gegn Grindavík á útivelli. Baldock hafði leikið með gríska landsliðinu frá 2022 en hann var gjaldgengur í það þar sem hann átti gríska ömmu. Hann lék tólf landsleiki fyrir Grikkland. Sverrir og félagar hans í íslenska landsliðinu búa sig nú undir leikina gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Íslendingar mæta Walesverjum á föstudaginn og Tyrkjum á mánudaginn. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Gríski boltinn Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
Baldock fannst látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi í gær. Hann var 31 árs. Baldock gekk í raðir Panathinaikos í sumar þar sem hann var samherji Sverris og Harðar Björgvins Magnússonar. „Við erum öll niðurbrotin og í áfalli. George okkar, liðsfélagi og vinur okkar var og er enn hluti af fjölskyldunni. Þegar meðlimur hennar er skyndilega tekinn í burtu er eins og hluta af okkur vanti og mun alltaf vanta,“ skrifaði Sverrir á Instagram í dag. „Á tímum sem þessum glata orð merkingu sinni. Orð fá ekki lýst harmi okkar og sorg vegna fráfalls bróður okkar. Góða ferð okkar elskaði George. Þú munt alltaf, alltaf eiga stað í hjarta okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Sverrir Ingi Ingason (@ingason15) Baldock hafði aðra Íslandstengingu því hann lék með ÍBV sumarið 2012, sem lánsmaður frá MK Dons. Hann lék sextán leiki fyrir Eyjaliðið í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark, gegn Grindavík á útivelli. Baldock hafði leikið með gríska landsliðinu frá 2022 en hann var gjaldgengur í það þar sem hann átti gríska ömmu. Hann lék tólf landsleiki fyrir Grikkland. Sverrir og félagar hans í íslenska landsliðinu búa sig nú undir leikina gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Íslendingar mæta Walesverjum á föstudaginn og Tyrkjum á mánudaginn. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.
Gríski boltinn Enski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira