Fótbolti

„Fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu“

„Maður fann rosalega mikinn verk og þegar maður sá höndina, rosalega afmyndaða og ljóta í laginu, þá var strax klárt að það væri eitthvað að,“ segir Sandra María Jessen, einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í fótbolta í sumar, um handleggsbrot sitt í fyrrakvöld.

Fótbolti

„Eftir að vera á þessu sviði vill maður ekkert annað“

Arnór Sigurðsson samdi í vikunni við Blackburn Rovers og fær því að upplifa drauminn, að spila á Englandi. Hann segist finna sig hvað best í mikilvægum leikjum fyrir framan fullan völl og sannaði það þegar hann skoraði gegn Real Madríd og Roma í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti

Umspil blasir við jafnvel þó að Ísland tapaði öllum leikjum

Eftir töpin tvö síðustu daga er vissulega orðið afar langsótt að Ísland nái í EM-farseðil í haust. Þið ykkar sem hafið áhuga á að fylgja strákunum á EM í þýsku sólinni næsta sumar ættuð samt ekki að örvænta. Enn er svo sannarlega von, og það jafnvel þó að allir leikirnir í haust töpuðust.

Fótbolti

Telma: Fannst ég eiga seinna markið

Telma Ívarsdóttir átti góðan leik í marki Breiðabliks í 2-2 jafntefli liðsins við Þrótt. Breiðablik tók forystuna snemma en fékk á sig tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleik. Telma viðurkennir sjálf mistök sín í seinna markinu.

Fótbolti