Ósáttur við ósamræmið og segir Skandinavíu í herferð gegn VAR Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2024 22:08 Åge Hareide skilur ekki afhverju dómarinn var ekki sendur í skjáinn. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var enn ósáttur með dómgæsluna er hann mætti á blaðamannafund eftir 4-2 tap liðsins gegn Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Tyrkneska liðið fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, í bæði skiptin eftir að boltinn hafði farið í hönd varnarmanns íslenska liðsins. Íslensku leikmennirnir vildu svo sjálfir fá vítaspyrnu síðar í leiknum þegar Merih Demiral virtist verja með höndinni á marklínu, en ekkert var dæmt. „Dómarinn skoðar þetta ekki og þeir í VAR-herberginu biðja hann ekki einu sinni um að fara að skoða þetta,“ sagði Hareide í blaðamannafundinum, augljóslega enn pirraður yfir dómnum. „Þetta er mjög skrýtið. Þegar við skoðuðum þetta í tölvunni okkar á bekknum sjáum við að hann ver með hendinni á marklínunni. Það þarf að gera eitthvað í reglunum um hvað er hendi og hvað ekki því þetta var skrýtið. Hvernig getum við spilað fótbolta ef við vitum ekki hvaða reglur eru í gildi.“ „Stundum fer boltinn í höndina og þá er dæmt víti, en stundum fer boltinn í höndina og þá er ekki dæmt víti. Ég bað dómarann um að skoða þetta því þetta var ekki rétt í mínum huga.“ Skandinavísk herferð gegn VAR Þá segir Hareide að í ljósi þess að Tyrkir hafi fengið tvö víti fyrir svipuð atvik hafi það verið sérstaklega súrt að fá ekki eitt stykki vítaspspyrnu í leiknum. „Já það er mjög súrt. Það er herferð gegn VAR í Skandinavíu. Svíarnir vilja ekki fá VAR og í Noregi vilja þeir losna við þetta. Ég skil það vel því það er ekkert samræmi. Þeir skoða atvikin þegar Tyrkir fá víti, en þeir skoða ekki þegar við viljum fá víti og mér þykir það mjög furðulegt.“ „Og við höfum lent í þessu áður. Það var atvikið með Ronaldo þegar við spiluðum á móti Portúgal og atvikið á móti Slóvakíu þar sem dómarinn skoðar ekki allt dæmið. Þetta er mjög sorglegt fyrir okkur því við erum að leggja mikið á okkur í þessum leikjum á móti sterkum andstæðingum.“ „Ég er mjög vonsvikin akkúrat núna,“ sagði þjálfarinn að lokum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Mér finnst þetta bara kjaftæði“ „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 14. október 2024 21:41 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 „Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. 14. október 2024 21:34 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Tyrkneska liðið fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, í bæði skiptin eftir að boltinn hafði farið í hönd varnarmanns íslenska liðsins. Íslensku leikmennirnir vildu svo sjálfir fá vítaspyrnu síðar í leiknum þegar Merih Demiral virtist verja með höndinni á marklínu, en ekkert var dæmt. „Dómarinn skoðar þetta ekki og þeir í VAR-herberginu biðja hann ekki einu sinni um að fara að skoða þetta,“ sagði Hareide í blaðamannafundinum, augljóslega enn pirraður yfir dómnum. „Þetta er mjög skrýtið. Þegar við skoðuðum þetta í tölvunni okkar á bekknum sjáum við að hann ver með hendinni á marklínunni. Það þarf að gera eitthvað í reglunum um hvað er hendi og hvað ekki því þetta var skrýtið. Hvernig getum við spilað fótbolta ef við vitum ekki hvaða reglur eru í gildi.“ „Stundum fer boltinn í höndina og þá er dæmt víti, en stundum fer boltinn í höndina og þá er ekki dæmt víti. Ég bað dómarann um að skoða þetta því þetta var ekki rétt í mínum huga.“ Skandinavísk herferð gegn VAR Þá segir Hareide að í ljósi þess að Tyrkir hafi fengið tvö víti fyrir svipuð atvik hafi það verið sérstaklega súrt að fá ekki eitt stykki vítaspspyrnu í leiknum. „Já það er mjög súrt. Það er herferð gegn VAR í Skandinavíu. Svíarnir vilja ekki fá VAR og í Noregi vilja þeir losna við þetta. Ég skil það vel því það er ekkert samræmi. Þeir skoða atvikin þegar Tyrkir fá víti, en þeir skoða ekki þegar við viljum fá víti og mér þykir það mjög furðulegt.“ „Og við höfum lent í þessu áður. Það var atvikið með Ronaldo þegar við spiluðum á móti Portúgal og atvikið á móti Slóvakíu þar sem dómarinn skoðar ekki allt dæmið. Þetta er mjög sorglegt fyrir okkur því við erum að leggja mikið á okkur í þessum leikjum á móti sterkum andstæðingum.“ „Ég er mjög vonsvikin akkúrat núna,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Mér finnst þetta bara kjaftæði“ „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 14. október 2024 21:41 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 „Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. 14. október 2024 21:34 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47
„Mér finnst þetta bara kjaftæði“ „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 14. október 2024 21:41
Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48
„Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. 14. október 2024 21:34
Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58