Lögðu inn formlega kvörtun vegna yfirgangs FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2024 07:42 Rodri, lykilmaður Englandsmeistara Manchester City og Evrópumeistara Spánar, meiddist illa á dögunum stutt eftir að hafa kvartað undan álagi á bestu leikmenn heims. Getty/Martin Rickett Samtök evrópska knattspyrnudeilda og leikmannasamtökin Fifpro hafa tekið höndum saman í gagnrýni sinni á Alþjóða knattspyrnusambandið. Þau sendu inn formlega kvörtun vegna FIFA sem þau saka um misbeitingu valds. Til samtaka evrópska knattspyrnudeilda teljast 39 deildir í Evrópu og alls 1130 félög frá 33 löndun. Spænska deildin er ekki í þessum samtökum en tekur samt þátt í þessari lögfræðilegu kvörtun. Alexander Bielefeld, talsmaður Fifpro, staðfesti við breska ríkisútvarpið að formleg kvörtun hafi verið send inn til framkvæmdastjórnar ESB og þetta sameiginlega útspil sé alveg fordæmislaust. Grunnur að óánægjunni er fjölgun leikja í fótboltanum þar sem lítið sem ekkert tillit er tekið til nauðsynlegar hvíldar eða ofálags á leikmenn. Leikmenn hafa gagnrýnt leikjaálagið og sumir þeirra hafa meira segja meiðst illa stuttu eftir að þeir tjáðu sig um málið. Gæði leikja þykja líka minnka þegar svo stutt er á milli leikja og tímabiið er svo langt. FIFA var nú síðast að lengja tímabil bestu leikmannanna með því að setja af stað nýja 32 liða heimsmeistarakeppni félagsliða. Tólf evrópsk félög munu spila á mótinu sem fer fram í Bandaríkjunum frá 15. júní til 13. júlí næstkomandi. Samtökin telja að FIFA séu aðeins að hugsa um eigin hagsmuni og gróðaleiðir í stað þess að hugsa um hag leikmannanna sjálfra. Þetta bitni ekki aðeins á leikmönnum heldur einnig á evrópsku deildunum sem sitja upp upp með þreytta og meidda leikmenn en eru auðvitað þau sem borga launin þeirra. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Þau sendu inn formlega kvörtun vegna FIFA sem þau saka um misbeitingu valds. Til samtaka evrópska knattspyrnudeilda teljast 39 deildir í Evrópu og alls 1130 félög frá 33 löndun. Spænska deildin er ekki í þessum samtökum en tekur samt þátt í þessari lögfræðilegu kvörtun. Alexander Bielefeld, talsmaður Fifpro, staðfesti við breska ríkisútvarpið að formleg kvörtun hafi verið send inn til framkvæmdastjórnar ESB og þetta sameiginlega útspil sé alveg fordæmislaust. Grunnur að óánægjunni er fjölgun leikja í fótboltanum þar sem lítið sem ekkert tillit er tekið til nauðsynlegar hvíldar eða ofálags á leikmenn. Leikmenn hafa gagnrýnt leikjaálagið og sumir þeirra hafa meira segja meiðst illa stuttu eftir að þeir tjáðu sig um málið. Gæði leikja þykja líka minnka þegar svo stutt er á milli leikja og tímabiið er svo langt. FIFA var nú síðast að lengja tímabil bestu leikmannanna með því að setja af stað nýja 32 liða heimsmeistarakeppni félagsliða. Tólf evrópsk félög munu spila á mótinu sem fer fram í Bandaríkjunum frá 15. júní til 13. júlí næstkomandi. Samtökin telja að FIFA séu aðeins að hugsa um eigin hagsmuni og gróðaleiðir í stað þess að hugsa um hag leikmannanna sjálfra. Þetta bitni ekki aðeins á leikmönnum heldur einnig á evrópsku deildunum sem sitja upp upp með þreytta og meidda leikmenn en eru auðvitað þau sem borga launin þeirra.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira