Fótbolti

Pioli látinn taka poka sinn

Stefano Pioli hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari AC Milan. Leit að eftirmanni hans er þegar hafin og líklegt þykir að Paulo Fonseca, þjálfari Hákons Arnars og félaga í Lille, taki við.

Fótbolti

Bleik spjöld tekin í notkun á Copa América

Copa América mun leyfa liðum að framkvæma eina auka skiptingu ef leikmaður fær heilahristing á meðan leik stendur. Dómari mun þá lyfta bleiku spjaldi á loft sem gefur til kynna að um aukaskiptingu sé að ræða en ekki eina af fimm leyfilegum skiptingum. 

Fótbolti

Lopetegui tekur við West Ham

Julen Lopetegui hefur verið ráðinn til starfa sem þjálfari West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Hann tekur við af David Moyes sem lét af störfum á dögunum. 

Enski boltinn

De Bru­yne orðaður við nýtt fé­lag í MLS

Belgíski landsliðsmaðurinn og leikmaður Englandsmeistara Manchester City, Kevin De Bruyne, er orðaður við lið San Diego FC sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann ku vera áhugasamur að færa sig um set en það er þó ekkert fast í hendi að svo stöddu.

Fótbolti