Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 14:00 Marcus Rashford hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á meðan Ruben Amorim er knattspyrnustjóri. EPA/PETER POWELL Marcus Rashford gagnrýnir áætlun Manchester United sem félags en hann telur að hún snúist frekar um að bregðast við í stað þessa að skipuleggja sig frá grunni. Rashford segir að allt frá því að Sir Alex Ferguson hætti hafi félagið tekið allt of seint á málum. Sjö knattspyrnustjórar hafa sest í stól Sir Alex síðan en engum hefur tekist að gera United að meisturum. Ruben Amorim tók nú síðast við af Erik Ten Hag í nóvember í fyrra og Rashford var fljótlega kominn út í kuldann hjá honum. Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall. United lánaði hann til Aston Villa eftir áramót og nú er hann kominn á láni til Barcelona. Marcus Rashford hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á meðan Amorim er knattspyrnustjóri. 🗣️ "The actual transition has not started yet!" Marcus Rashford says Manchester United have been in 'no man's land' and says that a club that is constantly changing can't expect to win the league 🔴 pic.twitter.com/886zfs3MP8— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 13, 2025 „Þegar Ferguson réði ríkjum þá voru ekki aðeins lögmál sem giltu hjá aðalliðinu heldur voru þau í gildi fyrir alla akademíuna líka,“ sagði Marcus Rashford í Rest is Football hlaðvarpinu. „Þá gat stjórinn valið leikmenn upp úr yngri liðunum sem skildu fullkomlega hvað það var að spila Manchester United fótboltann,“ sagði Rashford. „Fólk segir segir að félagið hafi verið á breytingaskeiði til fjölda ára. Til vera að á breytingaskeiði þá þarftu að byrja á því að breyta einhverju. Breytingaskeiðið er því ekki byrjað ennþá,“ sagði Rashford. „Þú sérð það hjá öllum félögum sem hafa náð góðum árangri á vissum tímum. Þau fylgja lögmálum sem stjórinn eða þeir leikmenn sem koma inn þurfa að aðlaga sig að. Þeir þurfa að aðlagast en geta svo bætt eitthvað við þau líka,“ sagði Rashford. „Mér finnst við hjá United vissulega vera hungraðir í að vinna. Við erum að reyna að aðlagast og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Við erum samt bara alltaf að bregðast við,“ sagði Rashford. „Ef það er alltaf verið að breyta hlutum þá er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum deildina. Þú vinnur kannski einhverjar bikarkeppnir en það er af því að þú ert með góðan stjóra eða góða leikmenn. Þú ert með sigurvegara í þínu liði,“ sagði Rashford. „Mér finnst við vera búnir að vera með svo marga stjóra, með svo mismunandi hugmyndir og svo mismunandi leikskipulag. Fyrir vikið endar þú í miðjumoði, þú endar í einskismannslandi,“ sagði Rashford. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LvME6mDoc_o">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Rashford segir að allt frá því að Sir Alex Ferguson hætti hafi félagið tekið allt of seint á málum. Sjö knattspyrnustjórar hafa sest í stól Sir Alex síðan en engum hefur tekist að gera United að meisturum. Ruben Amorim tók nú síðast við af Erik Ten Hag í nóvember í fyrra og Rashford var fljótlega kominn út í kuldann hjá honum. Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall. United lánaði hann til Aston Villa eftir áramót og nú er hann kominn á láni til Barcelona. Marcus Rashford hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á meðan Amorim er knattspyrnustjóri. 🗣️ "The actual transition has not started yet!" Marcus Rashford says Manchester United have been in 'no man's land' and says that a club that is constantly changing can't expect to win the league 🔴 pic.twitter.com/886zfs3MP8— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 13, 2025 „Þegar Ferguson réði ríkjum þá voru ekki aðeins lögmál sem giltu hjá aðalliðinu heldur voru þau í gildi fyrir alla akademíuna líka,“ sagði Marcus Rashford í Rest is Football hlaðvarpinu. „Þá gat stjórinn valið leikmenn upp úr yngri liðunum sem skildu fullkomlega hvað það var að spila Manchester United fótboltann,“ sagði Rashford. „Fólk segir segir að félagið hafi verið á breytingaskeiði til fjölda ára. Til vera að á breytingaskeiði þá þarftu að byrja á því að breyta einhverju. Breytingaskeiðið er því ekki byrjað ennþá,“ sagði Rashford. „Þú sérð það hjá öllum félögum sem hafa náð góðum árangri á vissum tímum. Þau fylgja lögmálum sem stjórinn eða þeir leikmenn sem koma inn þurfa að aðlaga sig að. Þeir þurfa að aðlagast en geta svo bætt eitthvað við þau líka,“ sagði Rashford. „Mér finnst við hjá United vissulega vera hungraðir í að vinna. Við erum að reyna að aðlagast og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Við erum samt bara alltaf að bregðast við,“ sagði Rashford. „Ef það er alltaf verið að breyta hlutum þá er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum deildina. Þú vinnur kannski einhverjar bikarkeppnir en það er af því að þú ert með góðan stjóra eða góða leikmenn. Þú ert með sigurvegara í þínu liði,“ sagði Rashford. „Mér finnst við vera búnir að vera með svo marga stjóra, með svo mismunandi hugmyndir og svo mismunandi leikskipulag. Fyrir vikið endar þú í miðjumoði, þú endar í einskismannslandi,“ sagði Rashford. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LvME6mDoc_o">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira