Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 09:01 Gylfi Þór Sigurðsson tekur aukaspyrnu í fyrri leiknum en Bröndby menn gera allt til að verjast henni. Vísir/Diego Víkingar eru í mjög góðri stöðu til að skrifa í kvöld nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. 3-0 yfir eftir fyrri leikinn á móti Bröndby og mega tapa með tveimur mörkum á Bröndby leikvanginum. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei unnið Danmörku hjá A-landsliðum (í 25 tilraunum) og íslenskt félag hefur aldrei slegið danskt félag út úr Evrópukeppni. Víkingar geta breytt annarri þessari staðreynd í kvöld. Í boði er sæti í umspili Sambandsdeildarinnar. Þetta er í tíunda skiptið sem íslensk og dönsk félög mætast í Evrópukeppni og íslensk lið hafa hingað til aldrei komist áfram. Tvisvar hafa íslensku liðin fallið úr leik á útivallarmörkum og einu sinni í framlengingu. Nú síðast sló Silkeborg KA-menn út úr Sambandsdeildinni fyrr í sumar eftir framlengdan leik á Akureyri. Fyrst mætti íslenskt lið dönsku liði í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1980. Framarar töpuðu þá fyrri leiknum á móti Hvidovre 1-0 á útivelli og voru því alls ekki í slæmri stöðu. Hvidovre mætti hins vegar í Laugardalinn og vann seinni leikinn 2-0. Það liðu síðan tuttugu ár síðan íslensk og dönsk félög drógust aftur saman en það var þegar Bröndby mætti KR í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2000. Bröndby vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli og markalaust jafntefli varð í seinni leiknum sem var spilaður á Laugardalsvellinum. Síðan hafa Skagamenn, Valsmenn, Keflvíkingar, Stjörnumenn og Blikar reynt fyrir sér á móti Dönum en án árangurs. Minnstu munaði hjá Skagamönnum 2006 og hjá Keflvíkingum 2007. Skagamenn unnu seinni leikinn á móti Randers en féllu út á útivallarmörkum og sömu sögu er að segja af Keflvíkingum á móti Midtjylland 2008. Keflavík vann fyrri leikinn 3-2 en tapaði 2-1 í leiknum úti í Danmörku. Bröndby er að mæta íslensku liði í fjórða sinn og hafði fyrir leikinn í Víkinni í síðustu viku aldrei tapað leik á móti íslensku liðu. Fjórir sigrar, tvö jafntefli og þrettán mörk í plús í markatölu (16-3). Fyrir níu árum slógu Bröndby menn Valsara út 10-1 samanlagt eftir 6-0 sigur í seinni leiknum. Nú er sem betur fer öldin önnur og íslensku félögin hafa brúað bilið. Víkingar náðu í þennan fyrsta sigur með glæsibrag og nú er komið að því í kvöld að henda dönsku liði út úr keppni í fyrsta sinn í sögunni. Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei unnið Danmörku hjá A-landsliðum (í 25 tilraunum) og íslenskt félag hefur aldrei slegið danskt félag út úr Evrópukeppni. Víkingar geta breytt annarri þessari staðreynd í kvöld. Í boði er sæti í umspili Sambandsdeildarinnar. Þetta er í tíunda skiptið sem íslensk og dönsk félög mætast í Evrópukeppni og íslensk lið hafa hingað til aldrei komist áfram. Tvisvar hafa íslensku liðin fallið úr leik á útivallarmörkum og einu sinni í framlengingu. Nú síðast sló Silkeborg KA-menn út úr Sambandsdeildinni fyrr í sumar eftir framlengdan leik á Akureyri. Fyrst mætti íslenskt lið dönsku liði í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1980. Framarar töpuðu þá fyrri leiknum á móti Hvidovre 1-0 á útivelli og voru því alls ekki í slæmri stöðu. Hvidovre mætti hins vegar í Laugardalinn og vann seinni leikinn 2-0. Það liðu síðan tuttugu ár síðan íslensk og dönsk félög drógust aftur saman en það var þegar Bröndby mætti KR í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2000. Bröndby vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli og markalaust jafntefli varð í seinni leiknum sem var spilaður á Laugardalsvellinum. Síðan hafa Skagamenn, Valsmenn, Keflvíkingar, Stjörnumenn og Blikar reynt fyrir sér á móti Dönum en án árangurs. Minnstu munaði hjá Skagamönnum 2006 og hjá Keflvíkingum 2007. Skagamenn unnu seinni leikinn á móti Randers en féllu út á útivallarmörkum og sömu sögu er að segja af Keflvíkingum á móti Midtjylland 2008. Keflavík vann fyrri leikinn 3-2 en tapaði 2-1 í leiknum úti í Danmörku. Bröndby er að mæta íslensku liði í fjórða sinn og hafði fyrir leikinn í Víkinni í síðustu viku aldrei tapað leik á móti íslensku liðu. Fjórir sigrar, tvö jafntefli og þrettán mörk í plús í markatölu (16-3). Fyrir níu árum slógu Bröndby menn Valsara út 10-1 samanlagt eftir 6-0 sigur í seinni leiknum. Nú er sem betur fer öldin önnur og íslensku félögin hafa brúað bilið. Víkingar náðu í þennan fyrsta sigur með glæsibrag og nú er komið að því í kvöld að henda dönsku liði út úr keppni í fyrsta sinn í sögunni.
Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira