Sport

Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín
Paul Pierce er fyrrum NBA meistari með Boston Celtics en starfar nú sem körfuboltaspekingur í bandarísku sjónvarpi. Hann er greinilega ekki mjög getspakur en tekur aftur á móti ábyrgð á slæmum spám sínum.

Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur
Ljóst má vera að færri komast að en vilja á næsta leik einvígis Stjörnunnar og Tindastóls, í úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta, eftir að einvígið hófst með látum á Sauðárkróki í gærkvöld.

Frederik Schram fundinn
Eftir stutt stopp í Danmörku er markvörðurinn Frederik Schram mættur aftur til Vals eftir að hafa farið frá liðinu eftir síðasta tímabil. Þrátt fyrir að hafa ekki ætlað sér að koma aftur til Íslands að spila fótbolta gat hann ekki annað en gripið tækifærið þegar að það gafst. Fjarvera hans í leik gegn FH á dögunum vakti upp spurningar en nú er Frederik Schram mættur.

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Þýskir miðlar segja frá því að Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, hafi verið allt annað en sáttur við suma af leikmönnum sínum eftir 32-32 jafnteflið við Sviss í fyrrakvöld.

Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Lið í Lengjudeild karla í fótbolta treysta Almannavörnum fyrir öryggi til fótboltaiðkunar í Grindavík en fyrsti leikur liðsins í bænum fer fram á morgun. Vísir stóð að könnun á meðal liðanna í Lengjudeild karla þar sem athugun var gerð á viðhorfi til þess að spila í Grindavík.

Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid
Xabi Alonso hættir sem þjálfari þýska liðsins Leverkusen til að snúa aftur til Madridar og taka við spænska stórveldinu Real Madrid. Ítalinn Carlo Ancelotti verður kvaddur með virktum þann 25. maí.

Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl
Hollywood leikarinn Ryan Reynolds er einn af eigendum velska knattspyrnuliðsins Wrexham. Reynolds hefur lagt mikið upp úr því að tengjast bæði leikmönnum og bænum sjálfum.

Lést á leiðinni á æfingu
Ruðningsstjarnan Josaia Raisuqe lést í gær eftir hræðilegt slys sem varð þegar hann var á leið á æfingu með liði sínu.

Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina?
Það er nóg af beinum útsendingum á sportstöðvunum í dag og í kvöld.

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Davis Geks átti góðan leik í kvöld þegar Tindastóll vann Stjörnuna í fyrsta leik úrslitaviðureignar Bónus deildar karla. Geks skoraði risastóra þriggja stiga körfu sem var lykilpartur af sigri Tindastóls. Hann fór yfir atvikið eftir leikinn.

Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri
Ægir Þór Steinarsson átti frábæran leik með Stjörnunni á móti Tindastól í kvöld í fyrsta leik lokaúrslitanna. Það dugði þó ekki til því Stjörnumenn misstu niður fimm stiga forkost á síðustu fjörutíu sekúndum leiksins og eru lentir 0-1 undir á móti Stólunum.

Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður
Nýi páfinn Leó XIV kemur frá Bandaríkjunum en hann er mikill íþróttaáhugamaður. Hann kemur frá Chicago og þar er hafnabolti verulega vinsæll.

„Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“
Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann.

Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin
Tindastólsmenn eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 93-90, í spennuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.

„Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“
Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins.

Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony
Real Betis er komið áfram í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar þar sem þeir munu mæta Chelsea.

Sheffield United með gott forskot í umspili Championship
Sheffield United vann í kvöld Bristol City 3-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspilsins í Championship deildinni

Deandre Kane áfram með Grindvíkingum
Bandaríski körfuboltamaðurinn með ungverska vegabréfið ætlar að spila áfram með Grindvíkingum í Bónus deildinni í körfubolta.

Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi
Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao.

Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni
Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum.

Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu
Sandra María Jessen, markadrottning síðasta sumars, skoraði þrjú fyrstu mörkin sín í Bestu deildinni í sumar þegar Þór/KA konur sóttu þrjú stig í Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði.

Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn
Þróttarakonur jöfnuðu við Blika á toppnum eftir að hafa sótt þrjú stig á Hlíðarenda í Bestu deild kvenna í kvöld.

Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham
Alfons Sampsted sást skemmta sér með stuðningsmönnum Bodø/Glimt, fyrir leik þeirra gegn Tottenham í kvöld.

Chelsea örugglega í úrslitaleikinn
Chelsea er komið áfram í úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur gegn Djurgården í kvöld. Þar muna þeir mæta annað hvort Fiorentina eða Real Betis en leikur þeirra er kominn í framlengingu.

Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir 5-1 stórsigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld.

Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin hafa verið á miklu skriði að undanförnu og unnu fjórða sigurinn í röð í þýska körfuboltanum í kvöld.

Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt
Óprúttnir stuðningsmenn norska liðsins Bodö/Glimt reyndu að færa sínu liði aðstoð með því að halda vöku fyrir leikmönnum Tottenham á hóteli þeirra í Noregi í nótt, með því að sprengja flugelda.

Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys
Það er óhætt að segja að áhuginn hafi verið mikill þegar opnað var fyrir miðasölu á heimaleik Brann gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Miðasölukerfið hrundið og Brann hefur fengið hundruð tölvupósta og símtöl frá fólki sem vonast eftir miða þó að orðið sé uppselt.

Frá Eyjum til Ísraels
Handboltamarkvörðurinn Pavel Miskevich sem varið hefur mark ÍBV síðustu ár hefur ákveðið að yfirgefa Vestmannaeyjar og halda til Ísraels.

„Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“
Pétur Rúnar Birgisson segir að leikmenn Tindastóls séu klárir fyrir einvígið gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst í kvöld.