Fréttir

Sóttu fimm kíló­metra inn fyrir varnir Rússa

Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra.

Erlent

Einn höfunda Project 2025 aftur hátt­settur í Hvíta húsinu

Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025.

Erlent

„Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum.

Innlent

Lýsa yfir neyðar­á­standi á Santorini

Yfirvöld á Grikklandi hafa lýst yfir neyðarástandi á ferðamannaeyjunni Santorini vegna tíðra jarðskjálfta við eyjuna. Þúsundir skjálfta hafa verið skráðir síðan á sunnudag.

Erlent

Myndar­legir úr­komu­bakkar fara yfir landið

Spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir að nokkrir ágætlega myndarlegir úrkomubakkar fari yfir landið í dag. Áður en dagur er að kveldi komin megi því búast við að það hafi snjóað eða slyddað í flestum landshlutum.

Veður

Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um þjófnað úr verslun í miðborginni. Skömmu síðar barst tilkynning um mann sem var að hafa í hótunum og reyndist þá um að ræða þjófin úr fyrra málinu.

Innlent

Ráð­herra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa

Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona.

Innlent

Fjölskylduferðin hafi ekki haft úr­slita­á­hrif

Fjölskylduferð Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, spilaði inn í ákvörðun embættisins um að sækja ekki minningarathöfn um helförina í Auschwitz í lok janúar, en hafði ekki úrslitaáhrif. Þetta segir í svari Unu Sighvatsdóttur, sérstaks ráðgjafa forsetans.

Innlent

„Mjög stórt verk­efni sem við fengum í fangið“

Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna óveðursins sem reið yfir landið í dag. Sviðsstjóri Almannavarna segir verkefnin undanfarin sólarhring hafa verið fjölbreytt og viðbragðsaðilar standi enn í verkefnum á Austfjörðum. 

Innlent

Manndrápsmálið í Nes­kaup­stað og meint vil­yrði ráð­herra

Heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra skoða nú hvernig bæta megi úrræði fyrir nauðungarvistun. Maður, sem banaði hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, átti að vera í nauðungarvistun á þeim tíma en gekk laus. Rætt verður við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem segja málið hörmulegt og endurspegla langvinnan vanda kerfisins.

Innlent

„Það er allt á floti“

Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga.

Innlent