Liverpool tók Leicester í kennslustund og náði 13 stiga forskoti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. desember 2019 21:45 Firmino skoraði tvö mörk gegn Leicester. vísir/getty Liverpool vann 0-4 sigur á Leicester City í leik tveggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Með sigrinum náði Liverpool 13 stiga forskoti á Leicester. Liðið hefur unnið 17 af fyrstu 18 deildarleikjum sínum á tímabilinu og gert eitt jafntefli. Liverpool var miklu sterkari aðilinn í leiknum á King Power vellinum í kvöld og Leicester sá aldrei til sólar. Þetta var fyrsta tap Refanna á heimavelli í vetur. Roberto Firmino kom Liverpool yfir á 31. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Trents Alexander-Arnold í netið. Á 71. mínútu fékk Caglar Söyüncü, varnarmaður Leicester, boltann í höndina og Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu. James Milner, sem hafði komið inn á sem varamaður mínútu áður, fór á punktinn og skoraði með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Hann skoraði einnig úr víti í fyrri leiknum gegn Leicester. Firmino kom Liverpool í 0-3 á 74. mínútu eftir sendingu frá Alexander-Arnold. Sá síðarnefndi skoraði svo fjórða markið fjórum mínútum síðar. Þrjú mörk á sjö mínútum hjá Liverpool sem sýndi heldur betur styrk sinn í kvöld. Lokatölur 0-4, Rauða hernum í vil. Enski boltinn
Liverpool vann 0-4 sigur á Leicester City í leik tveggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Með sigrinum náði Liverpool 13 stiga forskoti á Leicester. Liðið hefur unnið 17 af fyrstu 18 deildarleikjum sínum á tímabilinu og gert eitt jafntefli. Liverpool var miklu sterkari aðilinn í leiknum á King Power vellinum í kvöld og Leicester sá aldrei til sólar. Þetta var fyrsta tap Refanna á heimavelli í vetur. Roberto Firmino kom Liverpool yfir á 31. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Trents Alexander-Arnold í netið. Á 71. mínútu fékk Caglar Söyüncü, varnarmaður Leicester, boltann í höndina og Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu. James Milner, sem hafði komið inn á sem varamaður mínútu áður, fór á punktinn og skoraði með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Hann skoraði einnig úr víti í fyrri leiknum gegn Leicester. Firmino kom Liverpool í 0-3 á 74. mínútu eftir sendingu frá Alexander-Arnold. Sá síðarnefndi skoraði svo fjórða markið fjórum mínútum síðar. Þrjú mörk á sjö mínútum hjá Liverpool sem sýndi heldur betur styrk sinn í kvöld. Lokatölur 0-4, Rauða hernum í vil.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti