Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2015 19:15 ESB Vísir/Vilhelm Gunnarsson Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar Evrópusambandins þegar IPA-styrk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var einhliða rift í febrúar 2014 í kjölfar þess að aðildarviðræður Íslands að ESB voru settar á ís. Mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin standi við þann samning sem gerður var við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. „Riftun Framkvæmdastjórnar á samningnum á þeim grundvelli að íslensk yfirvöld settu aðildarviðræður á ís teljast vera verulega slæmir stjórnsýsluhættir,“ segir í áliti Umboðsmanns ESB. „Framkvæmdastjórnin hefur sýnt af sér slæmt framferði í þessu máli. Gjörðir framkvæmdastjórnarnar eru með öllu óásættanlegar og geta orðið til þess að orðspor hennar og Evrópusambandsins í heild sinni á á hættu að verða fyrir skaða.“ Í áliti embættisins segir jafnframt að ekkert í samningnum sem gerður var á milli Framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins bendi til þess að gildistími samningsins hafi verið háður framvindu í aðildarviðræðum Íslands að ESB en eins og kunnugt er var veitingu IPA-styrkja frá ESB hætt í kjölfar þess að aðildarviðræðurnar voru settar á ís.Nemar á skólabekk hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.Vísir/Gunnar V. AndréssonEinhliða riftun samnings að hálfu ESB í febrúar 2014 Forsaga málsins er sú að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hlaut IPA-styrk frá Evrópusambandinu í júní 2012 til þess að vinna að verkefni sem tengdist því að efla starfshæfni fullorðinna einstaklinga með litla formlega menntun. Var gerður samningur á milli framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um framkvæmd verkefnisins. Í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður að ESB á ís var samningi ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var því rift með tveggja mánaða fyrirvara þann 5. febrúar 2014. Fræðlumiðstöðin undi ekki þessari riftun á grundvelli þess að pólitískar ákvarðanir íslensku ríkisstjórnarinnar kæmu samningnum ekki við. Fræðslumiðstöðin leit svo á að samningurinn væri bindandi og hafði þessvegna tekið á sig umtalsverðar fjárhagslegar skyldur á grundvelli þess að fjármagn fengist vegna samnings Fræðslumiðstöðvarinnar og framkvæmdastjórnar ESB. Sendi Fræðslumiðstöðin í kjölfarið kvörtun til Umboðsmann Evrópusambandsins sem nú hefur gefið út álit sitt.Farið eftir tilmælum Umboðsmanns Evrópusambandsins í 80% tilvika Í áliti umboðsmannsins segir að ekkert í samningum gefi til kynna að gildistími hans hafi verið háður aðildarviðræðum Íslands að ESB og mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin leiðrétti gjörðir sínar, jafnvel þótt seint sé í rassinn gripið. Álit Umboðsmanns Evrópusambandsins eru ekki bindandi en samkvæmt síðustu árskýrslu embættisins hafa stofnanir ESB farið eftir tilmælum Umboðsmanns í 80% tilvika ESB-málið Tengdar fréttir Vill að ESB standi við IPA samninga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. 16. desember 2013 15:38 Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Áætlað er að tugi milljóna króna vanti til að ljúka þróun vefsins Næsta skref. Vefurinn veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf. Verkefnið var fjármagnað með IPA-styrkjum frá ESB sem ekki eru lengur veittir. 24. febrúar 2015 11:00 Aðildarviðræðum við ESB er endanlega lokið Gunnar Bragi Sveinsson segir stöðuna þá að vilji næsta ríkisstjórn hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja leikinn frá byrjunarreit. 12. maí 2015 10:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar Evrópusambandins þegar IPA-styrk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var einhliða rift í febrúar 2014 í kjölfar þess að aðildarviðræður Íslands að ESB voru settar á ís. Mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin standi við þann samning sem gerður var við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. „Riftun Framkvæmdastjórnar á samningnum á þeim grundvelli að íslensk yfirvöld settu aðildarviðræður á ís teljast vera verulega slæmir stjórnsýsluhættir,“ segir í áliti Umboðsmanns ESB. „Framkvæmdastjórnin hefur sýnt af sér slæmt framferði í þessu máli. Gjörðir framkvæmdastjórnarnar eru með öllu óásættanlegar og geta orðið til þess að orðspor hennar og Evrópusambandsins í heild sinni á á hættu að verða fyrir skaða.“ Í áliti embættisins segir jafnframt að ekkert í samningnum sem gerður var á milli Framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins bendi til þess að gildistími samningsins hafi verið háður framvindu í aðildarviðræðum Íslands að ESB en eins og kunnugt er var veitingu IPA-styrkja frá ESB hætt í kjölfar þess að aðildarviðræðurnar voru settar á ís.Nemar á skólabekk hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.Vísir/Gunnar V. AndréssonEinhliða riftun samnings að hálfu ESB í febrúar 2014 Forsaga málsins er sú að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hlaut IPA-styrk frá Evrópusambandinu í júní 2012 til þess að vinna að verkefni sem tengdist því að efla starfshæfni fullorðinna einstaklinga með litla formlega menntun. Var gerður samningur á milli framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um framkvæmd verkefnisins. Í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður að ESB á ís var samningi ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var því rift með tveggja mánaða fyrirvara þann 5. febrúar 2014. Fræðlumiðstöðin undi ekki þessari riftun á grundvelli þess að pólitískar ákvarðanir íslensku ríkisstjórnarinnar kæmu samningnum ekki við. Fræðslumiðstöðin leit svo á að samningurinn væri bindandi og hafði þessvegna tekið á sig umtalsverðar fjárhagslegar skyldur á grundvelli þess að fjármagn fengist vegna samnings Fræðslumiðstöðvarinnar og framkvæmdastjórnar ESB. Sendi Fræðslumiðstöðin í kjölfarið kvörtun til Umboðsmann Evrópusambandsins sem nú hefur gefið út álit sitt.Farið eftir tilmælum Umboðsmanns Evrópusambandsins í 80% tilvika Í áliti umboðsmannsins segir að ekkert í samningum gefi til kynna að gildistími hans hafi verið háður aðildarviðræðum Íslands að ESB og mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin leiðrétti gjörðir sínar, jafnvel þótt seint sé í rassinn gripið. Álit Umboðsmanns Evrópusambandsins eru ekki bindandi en samkvæmt síðustu árskýrslu embættisins hafa stofnanir ESB farið eftir tilmælum Umboðsmanns í 80% tilvika
ESB-málið Tengdar fréttir Vill að ESB standi við IPA samninga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. 16. desember 2013 15:38 Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Áætlað er að tugi milljóna króna vanti til að ljúka þróun vefsins Næsta skref. Vefurinn veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf. Verkefnið var fjármagnað með IPA-styrkjum frá ESB sem ekki eru lengur veittir. 24. febrúar 2015 11:00 Aðildarviðræðum við ESB er endanlega lokið Gunnar Bragi Sveinsson segir stöðuna þá að vilji næsta ríkisstjórn hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja leikinn frá byrjunarreit. 12. maí 2015 10:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Vill að ESB standi við IPA samninga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. 16. desember 2013 15:38
Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Áætlað er að tugi milljóna króna vanti til að ljúka þróun vefsins Næsta skref. Vefurinn veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf. Verkefnið var fjármagnað með IPA-styrkjum frá ESB sem ekki eru lengur veittir. 24. febrúar 2015 11:00
Aðildarviðræðum við ESB er endanlega lokið Gunnar Bragi Sveinsson segir stöðuna þá að vilji næsta ríkisstjórn hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja leikinn frá byrjunarreit. 12. maí 2015 10:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent