Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Meiri skjálfta­virkni en í fyrri gosum

Síðustu sólarhringa hefur virknin í eldgosinu haldist nokkuð stöðug. Enn eru tveir meginstrókar virkir og eru enn nokkuð kröftugir samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Hraun flæðir að mestu til norðvesturs en einnig til austurs. Meginstraumurinn er til norðvesturs en framrásin er mjög hæg.

Innlent
Fréttamynd

Tíu ár síðan gaus í Holuhrauni

Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst í Holuhrauni. Eldgosið stóð í tæplega hálft ár en frá þeim rann mesta hraun frá Skaftáreldum seint á átjándu öld. Flatarmálið þess er meira en Þingvallavatns.

Innlent
Fréttamynd

Flýgur þyrlunni á mynd­bandinu og braut engar reglur

Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. 

Innlent
Fréttamynd

Engin gosmóða í dag

Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt og ekki má búast við gosmóðu yfir suðvesturhorninu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir

Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlur í lág­flugi við eld­gosið

Þyrlur með ferðamenn hafa verið á flugi við eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni síðan byrjaði að gjósa á fimmtudagskvöldið. Sumar hafa hætt sér ansi nálægt gígnum.

Innlent
Fréttamynd

Börn sofi ekki úti í vagni vegna gosmóðu

Þess má vænta að töluverð gosmóða og reykur frá gróðureldum vegna eldgossins við Sundhnúksgíga leggist yfir byggð í dag. Gosvirkni hefur verið stöðug í nótt og strókavirkni kröftug.

Innlent
Fréttamynd

Fundu virka sprengju nærri göngu­leið

Virk sprengja hefur fundist nærri gönguleið sunnan Voga og sunnan Reykjanesbrautar við upphaf eldgossins. Svæðið er þekkt sprengjusvæði, en þar stóð bandaríski herinn fyrir skotæfingum allt fram til ársins 1960.

Innlent
Fréttamynd

Gosið það stærsta til þessa síðan jarð­hræringar hófust

Eldgosið sem nú stendur yfir á Reykjanesi er það stærsta á Sunhnúksgígaröðinni frá því að jarðhræringar hófust á svæðinu í fyrrahaust. Landris mælist enn í Svartsengi og áfram gýs á svæðinu norðaustan við Stóra-Skógfell. Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir að mengun frá eldgosinu auk gróðurelda verði meðal annars í Svartsengi, Reykjanesbæ og í Vogum.

Innlent
Fréttamynd

Gígbarmar farnir að hlaðast upp

Virkni eldgossins sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á fimmtudag hefur verið nokkuð stöðug í nótt. Áfram gýs á tveimur stöðum norðaustan við Stóra-Skógfell og af vefmyndavélum að dæma eru gígbarmar farnir að hlaðast upp.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta gosið til þessa

Fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem nú stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni vera það stærsta til þessa. Hann segir erfitt að segja til um hve lengi það eigi eftir að vara en að það sé komið í jafnvægi.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar á­vítar breskan fjöl­miðil

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, ávítaði breska fjölmiðilinn GB News fyrir fréttaflutning sinn af eldgosinu á Reykjanesskaga. Þrátt fyrir eldgosið segir Ólafur að Ísland sé öruggara en götur Lundúna.

Innlent
Fréttamynd

Gasmengun leggst yfir Grinda­vík í dag

Eldgosið virðist hafa náð jafnvægi í gærkvöldi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Gasmengun mun berast til suðurs, yfir Grindavík, í dag enda norðlæg átt á gosstöðvunum. Gasmengun við eldstöðina getur farið yfir hættumörk í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grinda­víkur

Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Margir að skoða gosið og mikil um­ferð

Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi.

Innlent
Fréttamynd

Hlupu blaut úr Bláa lóninu

Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið.

Innlent
Fréttamynd

Gos­sprungan að lengjast til sex í morgun

Heildarlengd gossprungunnar er um sjö kílómetrar. Hún hélt áfram að lengjast til um klukkan sex í morgun. Enn dregur úr virkni eldgossins en enn er óljóst hvort því ljúki fljótt eða hvort það haldi áfram með minni hraunstraumi. 

Innlent
Fréttamynd

Ör­fáir starfs­menn fara inn í Svarts­engi til að huga að búnaði

Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum.

Innlent
Fréttamynd

Fólk farið til vinnu í Svarts­engi og Grinda­vík

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku.

Innlent
Fréttamynd

Á­kveðinn léttir en á­fram ó­vissa

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir stöðuna nú vera æði góða miðað við það sem hefði geta verið ef upptök eldgossisins hefðu verið sunnar og nær bænum.

Innlent