Innlent

Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Skjálftans varð víða vart.
Skjálftans varð víða vart. Vísir/Egill

Stærsti skjálftinn í jarðskjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjaneshrygg, vestan við Eldey, reyndist 5,1 að stærð. Yfir 160 skjálftar hafa mælst í hrinunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálftinn, sem reið yfir klukkan 14:21 mældist í fyrstu 4,9 að stærð en eftir yfirferð frummælinga kom í ljós að hann var stærri, eða 5,1. 

„Veðurstofan hefur fengið tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist víða á Suður- og Vesturlandi, eða frá Akranesi að Hellu,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Yfir 160 skjálftar hafi mælst í hrinunni, sem hófst í hádeginu, þar af 18 sem eru um 3 að stærð eða stærri. 

„Búast má við að hrinan haldi áfram, en ómögulegt er að segja hversu lengi. Hrinur eru algengar á svæðinu.“

Myndin hér að neðan sýnir staðsetningu skjálftanna. 

Hér má sjá staðsetningu skjálftanna miðað við Eldey.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×