Innlent

Stór skjálfti rétt hjá Gríms­ey

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Jóhann K

Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð.

Skjálftinn varð klukkan 4:02 í nótt, en í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að stofnuninni hafi borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð á Norðurlandi.

Veðurstofan sendi jafnframt fjölmiðlum þetta kort sem sýnir hvar upptök skjálftans voru og áhrifasvæði hans.

Veðurstofa Íslands

Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur, segir í samtali við fréttastofu að skjálftinn hafi orðið vegna flekaskila. Um sé að ræða algengt jarðskjálftasvæði, en samt sé um að ræða stærsta skjálftann þar frá árinu 2013.

Hún segir að Veðurstofunni hafi borist tilkynningar um skjálftann frá Akureyri og Húsavík. Ekki sé vitað til þess að neinar skemmdir hafi orðið.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×