„Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2025 13:00 Grímseyingar finna fyrir skjálftunum, en eru þó misskelkaðir. Akureyrarbær/Auðunn Níelsson Grímseyingar hafa fundið vel fyrir stórum skjálftum sem riðið hafa yfir skammt frá eyjunni síðustu daga. Þó hafa engar skemmdir orðið. Að sögn íbúa er mikil gósentíð í eyjunni um þessar mundir. Jarðskjálfti, sem reyndist 4,9 að stærð, reið yfir þrettán kílómetra austur af Grímsey á sjötta tímanum í morgun. Aðfaranótt þriðjudags mældist skjálfti á sömu slóðum, 4,7 að stærð. Fólk snúi sér á hliðina og sofni aftur Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, segir fólk hafa fundið vel fyrir skjálftunum. „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur, svo bara líður þetta hjá og maður spáir ekkert þannig lagað meira í þessu,“ segir Anna María. Þið látið ykkur fátt um finnast, fólk er ekki óttaslegið? „Nei, þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Þetta gerist reglulega.“ Eftirskjálftar með deginum Fólk sé þó misskelkað, eðli málsins samkvæmt. „Það hefur ekki verið að hristast í skápum, eða allavega ekki hérna hjá mér. Maður bara vaknaði upp í nótt og fyrrinótt, en svo bara snýr maður sér á hina og reynir að sofna aftur.“ Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey um áratugaskeið. Nokkuð hafi verið um minni eftirskjálfta. „Það kom núna einn bara rétt áðan upp á þrjá komma eitthvað, sá ég á veður.is. Svo eru að koma einhverjir minni og við hérna í mínu húsi finnum þá ekki. Það getur vel verið að þeir finnist á öðrum stöðum. Það er misjafnt hvað finnst á milli húsa.“ Fólk fullmeðvitað Náttúruvársérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að skjálftar á svæðinu geti orðið allt að sex að stærð. Anna María segir íbúa vel meðvitaða. „Maður er ekkert með hangandi mynd yfir rúminu hjá sér, einhverjar styttur eða eitthvað sem getur dottið, svona fyrir ofan þar sem maður situr.“ Um fjörutíu manns séu í eyjunni sem stendur, og hafi notið rjómablíðu síðustu daga. „Eggjatíminn er á fullu þannig að það er allt í blóma. Gott fiskerí í gær. Lífið heldur áfram sinn vanagang,“ segir Anna María. Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22 Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32 Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Jarðskjálfti, sem reyndist 4,9 að stærð, reið yfir þrettán kílómetra austur af Grímsey á sjötta tímanum í morgun. Aðfaranótt þriðjudags mældist skjálfti á sömu slóðum, 4,7 að stærð. Fólk snúi sér á hliðina og sofni aftur Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, segir fólk hafa fundið vel fyrir skjálftunum. „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur, svo bara líður þetta hjá og maður spáir ekkert þannig lagað meira í þessu,“ segir Anna María. Þið látið ykkur fátt um finnast, fólk er ekki óttaslegið? „Nei, þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Þetta gerist reglulega.“ Eftirskjálftar með deginum Fólk sé þó misskelkað, eðli málsins samkvæmt. „Það hefur ekki verið að hristast í skápum, eða allavega ekki hérna hjá mér. Maður bara vaknaði upp í nótt og fyrrinótt, en svo bara snýr maður sér á hina og reynir að sofna aftur.“ Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey um áratugaskeið. Nokkuð hafi verið um minni eftirskjálfta. „Það kom núna einn bara rétt áðan upp á þrjá komma eitthvað, sá ég á veður.is. Svo eru að koma einhverjir minni og við hérna í mínu húsi finnum þá ekki. Það getur vel verið að þeir finnist á öðrum stöðum. Það er misjafnt hvað finnst á milli húsa.“ Fólk fullmeðvitað Náttúruvársérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að skjálftar á svæðinu geti orðið allt að sex að stærð. Anna María segir íbúa vel meðvitaða. „Maður er ekkert með hangandi mynd yfir rúminu hjá sér, einhverjar styttur eða eitthvað sem getur dottið, svona fyrir ofan þar sem maður situr.“ Um fjörutíu manns séu í eyjunni sem stendur, og hafi notið rjómablíðu síðustu daga. „Eggjatíminn er á fullu þannig að það er allt í blóma. Gott fiskerí í gær. Lífið heldur áfram sinn vanagang,“ segir Anna María.
Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22 Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32 Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22
Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32
Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19