Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. maí 2025 22:44 Markmiðið er að ýta undir að haldi tengsl við Grindavík og auka líkur á að þeir flytji aftur þangað þegar það er öruggt. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar, sem ætla að búa í bænum í sumar segja tilraunaverkefni um búsetu þar jákvætt. Mörgum gæti þó reynst erfitt að snúa aftur vegna töluverðar óvissu og kostnaðar, þar sem margir þyrftu þá að reka tvö heimili. Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim, fram á haust, eða út september. Óvissan um hvað gerist í haust, þegar tilraunaverkefninu lýkur, er mörgum í huga. Þá þurftu flestir að tæma hús sín þegar bærinn var rýmdur svo það gæti reynst þeim erfitt að halda til í húsunum. Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa fasteignafélaginu Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðar af hita og rafmagni. Markmiðið er að ýta undir að haldi tengsl við Grindavík og auka líkur á að þeir flytji aftur þangað þegar það er öruggt. Sjá einnig: Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Fréttastofa ræddi við nokkra Grindvíkinga í bænum í dag. Þeir voru allir á því að um jákvætt skref væri að ræða en töluðu um að hægt væri að gera þetta betur. Einnig var rætt við Valgerði Ágústsdóttur, sem situr í stjórn Járngerðar, hagsmunasamtaka Grindvíkinga. Hún sagði verkefnið hafa gríðarlega þýðingu fyrir Grindvíkinga. Þórkatla ætti nánast öll íbúðarhús í bænum. „Við sjáum fyrir okkur að það verði meira líf hérna næstu misserin. Hins vegar finnst okkur að það hefði mátt vera meiri fyrirsjáanleiki,“ segir Valgerður. Vísar hún til þess að fólk gæti séð lengur fram í tímann en í september. Flestir væru búnir að tæma húsin sín og erfitt að fylla þau aftur, fyrir mögulega stuttan tíma. Næst sagði Valgerður að Grindvíkingar vildu sjá að á meðan hættan væri ásættanleg vildi fólk vita fram í tímann að það geti verið áfram í bænum. Hún sagði þau í samtökunum einnig hafa áhyggjur af fólki sem hafa ekki tök á að gera hollvinasamning. Eigi ekki efni á því að standa í þessum aukakostnaði. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Sagði ekki ganga að fámennur hópur tæki þingið í gíslingu Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Sjá meira
Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim, fram á haust, eða út september. Óvissan um hvað gerist í haust, þegar tilraunaverkefninu lýkur, er mörgum í huga. Þá þurftu flestir að tæma hús sín þegar bærinn var rýmdur svo það gæti reynst þeim erfitt að halda til í húsunum. Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa fasteignafélaginu Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðar af hita og rafmagni. Markmiðið er að ýta undir að haldi tengsl við Grindavík og auka líkur á að þeir flytji aftur þangað þegar það er öruggt. Sjá einnig: Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Fréttastofa ræddi við nokkra Grindvíkinga í bænum í dag. Þeir voru allir á því að um jákvætt skref væri að ræða en töluðu um að hægt væri að gera þetta betur. Einnig var rætt við Valgerði Ágústsdóttur, sem situr í stjórn Járngerðar, hagsmunasamtaka Grindvíkinga. Hún sagði verkefnið hafa gríðarlega þýðingu fyrir Grindvíkinga. Þórkatla ætti nánast öll íbúðarhús í bænum. „Við sjáum fyrir okkur að það verði meira líf hérna næstu misserin. Hins vegar finnst okkur að það hefði mátt vera meiri fyrirsjáanleiki,“ segir Valgerður. Vísar hún til þess að fólk gæti séð lengur fram í tímann en í september. Flestir væru búnir að tæma húsin sín og erfitt að fylla þau aftur, fyrir mögulega stuttan tíma. Næst sagði Valgerður að Grindvíkingar vildu sjá að á meðan hættan væri ásættanleg vildi fólk vita fram í tímann að það geti verið áfram í bænum. Hún sagði þau í samtökunum einnig hafa áhyggjur af fólki sem hafa ekki tök á að gera hollvinasamning. Eigi ekki efni á því að standa í þessum aukakostnaði. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Sagði ekki ganga að fámennur hópur tæki þingið í gíslingu Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Sjá meira