Borgarstjórn

Fréttamynd

Besti kvaddur: „Þetta var svona gjörningur“

Árið 2009 sagði Jón Gnarr í útvarpsþættinum Tvíhöfða að hann langaði í þægilega innivinnu, með einkabílstjóra og aðstoðarmann. Hálfu ári síðar var hann orðinn borgarstjóri Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð húsanna við Lækjartorg rædd í Ráðhúsinu

Niðurrifsstarf í brunarústunum við Lækjartorg hefur verið stöðvað á meðan næstu skref verða ákveðin um framtíð lóðarinnar. Nú stendur yfir fundur í Ráðhúsinu þar sem þessi mál eru rædd en öll vinnan miðast við þá pólitísku yfirlýsingu borgarstjóra að götumyndin verði endurreist í sem upprunalegustu mynd.

Innlent
Fréttamynd

Vesturlandsvegur hættulegur segja nemar á barnaþingi

Sjöttu bekkingar í Klébergsskóla bentu í dag á hættuna sem þeim stafar af umferð um Vesturlandsveg, sem liggur norðan við skólann. Krakkarnir sögðu á Barnaþingi í morgun að þau börn sem byggju handan vegarins gætu hvorki farið fótgangandi né hjólandi í skólann, félagsmiðstöðina eða íþróttahúsið.

Innlent
Fréttamynd

Nýr yfirmaður skipulagsmála Reykjavíkur

Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsfræðingur, hefur verið ráðinn sviðsstjóri Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Birgir Hlynur hefur verið skipulagsstjóri Kópavogsbæjar allar götur frá haustinu 1988. Hann hóf störf þann 6. október sl. Hann er landfræðingur og skipulagsfræðingur að mennt með masterspróf í byggða- og borgarskipulagi frá The University of Liverpool. Áður var hann deildarstjóri á borgarskipulagi Reykjavíkurborgar, 1985 til 1988.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólagjöld lækka í haust

Leikskólagjöld í Reykjavík snarlækka í haust og systkinaafsláttur verður hækkaður, rétt eins og meirihlutinn lofaði í kosningabaráttunni.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdarverk í miðbænum

Þrír menn gengu berserksgang á Skólavörðustíg í nótt og brutu rúður í átta bílum. Eigandi eins bílsins segir ófremdarástand ríkja í bænum um helgar og vill fá eftirlitsmyndavélar í götuna.

Innlent
Fréttamynd

Starfshópur um Laugaveg

Meirihluti skipulagsráðs Reykjavíkurborgar mun skipa starfshóp til að vinna að verndun og viðhaldi Laugavegarins sem mikilvægustu verslunar- og þjónustugötu Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Straumurinn lá til vinstri

Straumur kjósenda lá til vinstri í nótt í stærstu sveitarfélögum landsins þar sem Vinstri-grænir og Samfylkingin bættu við sig fjölda sveitarstjórnarmanna. Sjálfstæðismenn bættu lítillega við sig en Framsóknarmenn töpuðu miklu.

Innlent
Fréttamynd

90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina

Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Deila um styrkveitingu til Fram

Samstaða Sjálfstæðismanna og Alfreðs Þorsteinssonar um styrkveitingu til Fram sýnir að fyrirgreiðslupólitíkin ræður völdum í Reykjavík ef Sjálfstæðismenn komast til valda segir borgarfulltrúi Samfylkingar. Ómerkilegur málflutningur segja hvort tveggja oddviti Sjálfstæðisflokks og formaður Fram.

Innlent
Fréttamynd

D-listi með meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn fengi annað hvert atkvæði í kosningum til borgarstjórnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Frjálslyndi flokkurinn mælist í fyrsta sinn í sögu flokksins með nógu mikið fylgi í skoðanakönnun til að ná manni inn í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Vilja flytja Árbæjarsafn í Viðey

Hugmyndir eru uppi um að flytja Árbæjarsafn út í Viðey og koma því fyrir í austurenda Viðeyjar þar sem byggð var í fyrri tíð. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og hefur eftir Degi B. Eggertssyni, formanni skipulagsnefndar að honum þyki þetta spennandi hugmynd.

Innlent
Fréttamynd

Femínistafélagið fær jafnréttisverðlaun

Femínistafélag Íslands hlaut Jafnréttisverðlaun Reykjavíkurborgar. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í dag og sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri að það hefði komið á óvart hversu margar tilnefningar bárust.

Innlent
Fréttamynd

Sundabraut í göng fyrsti kostur

Fyrsti valkostur við lagningu Sundabrautar er að leggja hana í göng segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Hann segir að nú snúi upp á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að tryggja fjármögnun framkvæmdarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja auka val, gæði og árangur

Sjálfstæðismenn í Reykjavík kynntu í hádeginu fjölskyldustefnu sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Markmið hennar er, -að sögn frambjóðenda flokksins, -að auka val, gæði og árangur í þjónustu Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Sér ekkert athugavert við ritstjórnina

Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík sér ekkert athugavert við framferði ritstjóra Framsóknarvefsíðunnar Hriflu, sem neitaði að birta pistil borgarfulltrúa flokksins um lýðræði á vefsíðunni.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn stefnir á tvo borgarfulltrúa

Markmiðið er að ná tveimur borgarfulltrúum í kosningunum í vor sögðu frambjóðendur Framsóknarflokksins þegar fjórir efstu á lista flokksins voru kynntir. Óskar Bergsson skipar annað sætið á eftir Birni Inga Hrafnssyni.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogur í mál við Orkuveituna

Mál Kópavogsbæjar gegn Orkuveitu Reykjavíkur var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á tíunda tímanum. Málið má rekja til þess að starfsmenn Orkuveitunnar meinuðu verktökum á vegum Kópavogsbæjar um aðgang að borsvæði við Vatnsendakrika. Þá höfðu þegar verið gerðar nokkrar tilraunaboranir eftir neysluvatni.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur gæti náð meirihluta með 43%

Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð meirihluta í Reykjavík með 43 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur fimm sinnum náð meirihluta í Borgarstjórn með minnihluta atkvæða. Miklu skiptir hvernig atkvæði skiptast á önnur framboð. Fleiri vilja sjá Dag B. Eggertsson í stóli Borgarstjóra, samkvæmt nýrri könnun en mjótt er þó á munum á milli þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Jafnt í borginni

Ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú fengju Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jafn marga menn kjörna eða sjö hvor flokkur. Vinstri - grænir fengju fimmtánda manninn og yrðu því í oddaafstöðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samfylkinguna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja hindra að Big-Ben fái Úlfarsfellslóðirnar

Meirihlutinn í borginni ætlar að leita allra leiða til þess að hnekkja þeirri niðurstöðu að allar einbýlishúsalóðirnar við Úlfarsfell, nema ein, fari til sama mannsins. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna telur að þessi niðurstaða hafi verið fyrirséð og vill endurtaka lóðaúthlutunina og láta draga um hver fái lóðirnar.

Innlent
Fréttamynd

Mikil endurnýjun í borgarstjórn

Útlit er fyrir mikla endurnýjun í borgarstjórn eftir kosningarnar í vor. Miðað við uppröðun á lista og niðurstöður skoðanakannana að undanförnu má búast við að átta af fimmtán borgarfulltrúum komi nýir inn.

Innlent